|
:: 25 apríl, 2005 ::
Meiri breytingar
Ákvað í gær í samráði við Báru að ég flyt á Öldugrandann, það mun gerast núna í vikunni. Ætla að vera þar þar til við flytjum út, hvort heldur sem það verður saman eða í sitt hvoru lagi. Gaman að þessu :)
Skellti mér upp á Helgafell í gær með Jóni Ingvari. Mættu þarna fullt af fólki, þessir smátindar í kringum höfuðborgina eru alltaf eins og samkomustaðið þegar veðrið er svona gott. Fín, núna er mér illt í löppunum af því að ég teygði náttúrulega ekkert en fékk engann lit í andlitið af því að ég er næpa að eðlisfari. Frábært. En ég er samt hetja að fara þarna upp!
:: Jón Grétar 13:20 [+] ::
...
:: 21 apríl, 2005 ::
Lífsreglurnar
Nýlega var ég að lesa mér til um atferlisstefnuna og B.F. Skinner (reyndar virðist ég alltaf vera að því en látum það liggja milli hluta) og komst mér til mikillar ánægju að nýjum hlut sem ég vissi ekki um Skinner. Kallinn var allt að því sjálfshjálpargúrú! Í einni af bókunum sínum skrifar Skinner um útópíu, fyrirmyndarsamfélag, sem notfærði sér hugmyndir atferlisstefnunnar til stjórnunar. Þetta vissi ég. Það sem ég vissi ekki var að Skinner setti fram 10 hugmyndir eða ráð að betra lífi í innganginum að þessari bók.
Hér eru þær: 1. No way of life is inevitable. Examine yours closely. 2. If you do not like it, change it. 3. But do not try to change it through political action. Even if you succeed in gaining power, you will not be able to use it any more wisely than your predecessors. 4. Ask only to be left alone to solve your problems in your own way. 5. Simplify your needs. Learn to be happy with fewer possessions.. 6. Build a way of life in which people live together without quarreling, in a social climate of trust rather than suspicion, of love rather than jeolousy, of cooperation rather than competition. 7. Maintain that world with gentle but pervasive ethical sanctions rather than police or military force. 8. Transmit the culture effectively to new members through expert child care and a powerfull educational technology. 9. Reduce compulsive labour to a minimum by arranging the kind of incentives under which people enjoy working. 10. Regard no practice as immutable. Change and be ready to change again. Accept no eternal verity. Experiment.
Sem sagt. Ekki sætta þig við hlutina eins og þeir eru ef þú ert ekki ánægður, breyttu þeim. Reyndu að byggja upp traust og milli fólks. Sættu þig við að þú þarft ekki að kaupa allt það nýjasta og besta strax. Í ljósi breyttra aðstæðna hjá mér finnst mér þetta vera við hæfi. Skoða lífið sem þú lifir með gagnrýnum augum, sættu þig við að breytinga gæti verið þörf og prófaðu hvað virkar.
Það er gott.
:: Jón Grétar 16:11 [+] ::
...
|