:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 27 september, 2005 ::

Í dag fékk ég loksins bækurnar mínar :) Mamma sendi þær af stað með Jónum transport fyrir næstum tveimur vikum og þær áttu að vera komnar til mín eftir 24 tíma. En nei, þær auðvitað týndust í London. Í dag fékk ég svo kassana, sundurtætta og innplastaða, þó nokkrar bækur krumpaðar og Big Fish DVD hulstrið bókstaflega hrundi út í molum. Vona að það hafi engu verið stolið úr kassanum, þó svo að það sé vel líklegt.

Þannig að gott fólk, ekki nota Jóna transport og ekki nota TNT (tékkið á síðunni hennar Báru af hverju það er).

Fékk líka í dag herbergi með öðrum framhaldsnemum. Deili herbergi með 4 eða 5 öðrum, fékk þar skrifborð, skjalaskáp og tölvu sem reyndar er ekki enn nettengd. Ætla að taka mynd af aðstöðunni bráðlega og senda Magga Blöndal.... hann verður væntanlega nett öfundsjúkur :Þ Maggi, ef þú lest þetta: Flatscreen ma man og prentari inni í herberginu :D Já, það þarf ekki mikið til að gleðja mig þessa dagana.

Er að fara út að borða með hinum framhaldsnemunum núna klukkan 7 þannig að ég verð að fara að gera mig tilbúinn.

:: Jón Grétar 17:05 [+] ::
...
:: 22 september, 2005 ::
Þá er ég kominn aftur heim til Galway eftir mikla og undarlega ferð til Bangor í Wales. Ég fylgdi Báru í skólann á sunnudaginn, fórum fyrst með lest til Dublin, síðan með ferju til Holyhead í Wales og þaðan aftur með lest til Bangor. Við vorum búin að panta okkur herbergi á gistiheimili í Bangor og þegar við komum til Bangor báðum við leigubílstjóra að keyra okkur þangað. Hann horfði á okkur eins og við værum svolítið skrýtin og eftir smá samtal við aðra leigubílstjóra á svæðinu kom í ljós að við höfðum pantað okkur gistingu í Bangor á Norður Írlandi!! Ekki alveg samkvæmt áætlun. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá voru nemendur að hrúgast til Bangor (Wales) og flest gistirými því upptekin. Við náðum þó á endanum að finna ágætis gistiheimili sem var svolítið frá miðbænum. Við fórum svo í bæinn að fá okkur að borða og þá tók ekki betra við. Það var eiginlega allt lokað! Engin kaffihús voru opin, helmingur veitingastaðanna var lokaður og það eina sem var í miðbænum voru drukknir nemendur nýkomnir aftur úr klóm foreldra sinna. Ekki góð fyrstu kynni af Bangor (Wales).

Ég verð að viðurkenna að við Bára vorum ekkert allt of hrifin af þessu og vorum frekar kvíðin morguninn eftir þegar við fórum í bæinn. En, þá sáum við allt annann bæ. Löng og skemmtileg verslunargata með kaffihúsum og búðum sem selja það sem maður þarf, frábært útsýni og bara allt í lagi. Bangor (Wales) er rétt hjá miklu skólendi og út um gluggann á gistiheimilinu sáum við fallega fjallasýn sem kveikti hjá mér mikla göngulöngun. Ég sagði Báru að ef hún vildi sjá mig þegar ég kæmi í heimsókn til hennar þá þyrfti hún að fara að venja sig við að fara í fjallgöngur!

Ég kom svo heim í gær um miðnættið, eftir lúxus snekkjuferð frá Holyhead til Dublin og rútuferð til Galway sem tók þrjá og hálfan tíma. Er enn rosalega þreyttur þar sem við Bára erum búin að sofa á einbreiðu rúmi undanfarna viku og ég hef ekki getað sofið mikið. Er loksins að fara að hitta Geraldine á morgun og vonandi fer nú rannsóknartillagan að sjá dagsins ljós. Heyrði í henni í dag og hún hljómaði svolítið sakbitin, sem er gott. Er líka að fara að hitta Jack James sem er deildarforseti eða skorarformaður sálfræðideildarinnar. Hann mun vonandi skrifa eitthvað bréf handa mér sem segir að ég sé í námi þarna og þá get ég loksins sótt um lán til LÍN. Það er heldur ekki seinna vænna þar sem umsóknarfresturinn rennur út 30. september og LÍN fólkið er ekki alveg það sveigjanlegasta.

Þetta reddast...

:: Jón Grétar 18:13 [+] ::
...
:: 18 september, 2005 ::
On the road again...
Á morgun förum við Bára til Bangor í Wales, ég verð nú að fylgja konunni minni í skólann :D Við munum vakna fyrir allar aldir og fara með 7:45 lestinni frá Galway til Dublin. Þaðan förum við á höfnina og tökum ferjuna yfir til Holyhead og þaðan verður svo rúta eða strætó til Bangor. Þar ætlum við að finna okkur gistiheimili eina nótt á meðan Bára lætur lesa yfir húsaleigusamninginn sinn og svo flytur hún inn.

Í gær var voðalega skemmtilegur kvöldverður hérna heima í SÞ. Við Bára fórum fyrst með Louis hinum spænska á markaðinn og keyptum í matinn. Þegar við komum heim var síðan eldað og á boðstólunum var kjúklingaréttur með paprikum og lauk, nautakjöt steikt á pönnu með hinum ýmsustu grösum, karrýhrísgrjón með radísum, rauðrófum og brómberjum og alls kyns ostar og grænmeti. Allt þetta drukkið með dýrindis rauðvíni. Það var ekki nema helmingur íbúanna með okkur. Louis, spænski ævintýramaðurinn sem er að skrifa bók, John írska verðandi sápustjarnan, Eric, sem hætti í enskunámi hér til að vinna í fjallahjólabúð og sænska stúlkan (sem ég man ekki hvað heitir) sem er hér að vinna með hesta. Mjög skemmtilegt.

Á meðan ég man... ef þið viljið senda sms eða hringja í mig þá er númerið: +353-870544286
Setti víst auka núll hérna fyrir neðan :)

:: Jón Grétar 12:53 [+] ::
...
:: 11 september, 2005 ::
Þá er ég kominn með nýtt símanúmer... er reyndar svolítið síðan ég fékk það en ég steingleymdi að setja það hér inn :þ

+353-0870544286

:: Jón Grétar 11:39 [+] ::
...
:: 09 september, 2005 ::
Þá er best að bæta fyrir syndir síðasta alvöru pósts. Eins og Þórir benti á þá lét ég liggja milli hluta að útskýra af hverju skólinn væri byrjaður en ég ekki byrjaður í honum.
Þannig er það að þar sem ég er rannsóknarnemandi þá þarf kennarinn minn (Geraldine) að samþykkja rannsóknaráætlunina mína og leggja hana fyrir nefnd áður en ég get byrjað formlega í skólanum. Ég ætlaði að gera þetta áður en ég kom hingað en Geraldine vildi frekar við gerðum þetta saman.
Þannig að ég beið.
Þegar ég kom hingað var Geraldine hins vegar svo upptekin að skipuleggja ráðstefnu í Póllandi (sem ég fór ekki á sökum peningaskorts) að hún gat ekki sest yfir þetta með mér.
Þannig að: Ég henti saman rannsóknaráætlun með smá rökstuðningi og hún er að lesa það í Póllandi (vonandi). Ég hins vegar get ekki byrjað í skólanum eða skráð mig sem nemanda fyrr en hún kemur aftur.

Þannig að undanfarna viku hef ég notað í að dandalast og gera ekki neitt, kaupa mér í matinn og hinar ýmsu nauðsynjar (handklæði, ilmkerti, myndasögublöð, kaffikönnu). Í dag festi ég svo kaup á hjóli, með lás, bögglabera og brettum á aðeins 175 evrur. Ágætis fákur sem ég vona að bili ekki alveg strax.

:: Jón Grétar 13:26 [+] ::
...
:: 08 september, 2005 ::
Þetta eru löndin sem ég hef farið til, heil 12 lönd að Íslandi meðtöldu eða alls um 5% af löndum heimsins. Ekki nógu gott, bæta nokkrum við næsta sumar :D



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

:: Jón Grétar 20:14 [+] ::
...
:: 06 september, 2005 ::
Kominn til Galway

Þá er ég kominn til Galway, búinn að koma mér fyrir hér og tilbúinn að byrja í skólanunm. Það vill reyndar svo til að skólinn er byrjaður en ekki ég... kem að því á eftir. Þetta er búin að vera skemmtileg vika so here goes:

Lagði af stað á laugardeginum fyrir rúmri viku. Fyrsta stopp: Stanstead, London. Ekkert merkilegt þar sosum, nema það að ég þurfti að borga 99 pund í yfirvigt fyrir farangurinn minn. Allt í lagi, ég viðurkenni að ég var með heil 30 kíló en Ryan Air leyfir aðeins 15 kg.

Ég lenti seint í Dublin og komst á "hótelið" um klukkan 1 að nóttu. Þar kannaðist enginn við það að hafa fengið bókun á netinu en næturvörðurinn leyfði mér samt að fá herbergi og alles. Voða góður kall með uppsnúið yfirvaraskegg. Þegar ég mætti á staðinn var hins vegar spænsk kona að vesenast í móttökunni. Við fórum að spjalla og það kom í ljós að hún var ein að vesenast líka. Morguninn eftir settist hún hjá mér í morgunmatnum og fór að spyrja mig um Dublin eins og ég væri innfæddur. Þá kom í ljós að hún var ekki alveg viss á muninum á Ireland og Iceland... allavega ekki fyrr en ég sagði með miklum spænskum tilþrifum "Isl-land-ia!"... þá skyldi hún mig. Svo fór á endanum að við eyddum deginum saman í að vafra um Dublin. Ég verð að viðurkenna að það var svolítið undarlegt að vafra um Dublin með ókunnugri spænskri konu um fertugt, með rautt og bleikt hár... en það var ágætt að hafa einhvern að spjalla við.

Því næst fór ég til Galway, með allt mitt hafurtask og var kominn þangað um hálf ellefu að kvöldi. Þar tók Geraldine á móti mér á lestarstöðinni. Geraldine er leiðbeinandinn minn og verulega yndæl ung kona. Lítil ljóshærð og einungis 32 ára! Það nægir til þess að láta mig fá ögn af minnimáttarkennd... þangað til ég fattaði að þeir byrja í háskóla 17 ára og hún kláraði doktorinn 25 ára. Þegar við komum heim til hennar var kærastinn hennar, hann Paul, búinn að elda frábærann mat. Einhverskonar enska kássu með alls kyns grænmeti og góðgæti í.

Þessa undanfarna viku hef ég notað til að kynnast bænum aðeins og leitað mér að húsnæði en Geraldine var svo góð að leyfa mér að gista hjá sér meðan ég var að leita. Ég er þegar kominn með uppáhalds kaffihús í miðbænum, ekki í aðal verslunargötunni heldur við hliðina. Fann líka bókabúð sem selur notaðar bækur og þar keypti ég fyrir smotterý um daginn ;) Paul hefur svo verið svo yndæll að lóðsa mig um pöbbana í bænum. Við erum búnir að fara tvisvar á "pub crawl" eins og hann kallar það. Þá drekkum við helst aldrei meira en einn bjór á hverjum stað. Þannig fæ ég að sjá marga pöbba á einu kvöldi :D Ég er hins vegar ekki búinn að koma mér upp uppáhalds pöbb, en Paul segir að ég eigi eftir að sjá tvo sem gætu verið það!

En, nú er ég kominn í "mitt eigið". Leigi herbergi í fyrrum Bed og Breakfast þar sem 9 aðrir eru að leigja! Það er ágætt, þar fæ ég að kynnast fólki og herbergið er nægilega snyrtilegt fyrir mig. Skemmtilegast við þetta er að húsið er aðeins 15 mín labb frá bænum, 5 mín frá ströndinni og 15-20 mín frá skólanum. Svo eru að ég held engir tveir af sama þjóðerni hérna, sem gerir þetta að hálfgerðu útibúi sameinuðu þjóðanna!

En, best að fara að koma sér að verki. Ætla að kíkja í skólann og sjá hvort ég fái einhverja kompu þar :)

:: Jón Grétar 12:19 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?