:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 28 nóvember, 2005 ::

Enn um íra

Írar eru sífellt að koma mér á óvart. Þannig er mál með vexti að við erum 6 framhaldsnemar í einu herbergi sem er frekar þröngt. Núna eiga þrjú okkar að fara í herbergi á annarri hæð (við erum núna á fyrstu) og flytja allt okkar hafurtask með þar með talið skrifborð, skúffur og tölvur.

Það fyndna er að við megum ekki flytja dótið sjálf heldur verðum við að panta flutningamenn sem vinna hjá skólanum til að fara með draslið upp. Ástæðan fyrir þessu er sú að ef við meiðum okkur við að flytja þá gætum við kært skólann og skólinn vill það náttúrulega ekki!

Hvers konar USA vitleysa er þetta eiginlega!! Ofsóknarbrjálæði á háu stigi sem ég bjóst satt að segja ekki við að finna í ligeglað Írlandi. Ekki er nóg með að þetta lið hérna er gersamlega sneytt því að geta afkastað nokkrum sköpuðum hlut á stuttum tíma, í þokkabót þarftu að fara í gegnum pappírsstafla frá helvíti til að koma nokkru í verk!

Heitasta helvíti.

:: Jón Grétar 11:37 [+] ::
...
:: 25 nóvember, 2005 ::
Eric Carr

Þennan dag árið 1991 lést Eric Carr, trommari KISS. Í dag verður hlustað á Rockology plötuna hans, Creatures of the Night sem er platan þar sem trumburnar hans fengu fyrst að njóta sín. Án ef einn magnaðasti og áhrifamesti trommuleikur in the 80s´.

Í kvöld verður svo skálað fyrir minningu besta trommara sem KISS hefur haft.

SKÁL!

:: Jón Grétar 15:23 [+] ::
...
:: 24 nóvember, 2005 ::
Í Galway aftur...

Skrapp yfir til Báru á föstudaginn og eyddi með henni helginni og mánudeginum. Höfðum það voðalega gott saman og ég gerði mest litið nema að lesa og smakka hinar ýmsu tegundir af öli (ekki bjór, heldur öli) sem Wales-búar bjóða uppá. Enginn smá munur að geta fengið nýja tegund af öli á hverjum einasta pöbb í bænum. Annað en hérna hjá mér, ekkert nema Guinness á öllum krönum og sumir með Smithwicks líka sem er ögn ljósari. Fáir sem þora að bjóða uppá Murphy´s sem er miklu betri eða Beamish sem er ögn rammari en Guinness. Hvað þá að maður fái Kilkenny´s sem er alveg rosalega mjúkt og gott öl. Á litinn eins og Newcastle Brown en með áferð og froðu eins og Guinness. Himneskt alveg hreint.
En ég hitti Báru aftur þann 15 des, þegar við fljúgum heim á leið og verðum á klakanum til 10 jan. Þá er Ásgeir (ekki blóð bróðir heldur skátabróðir) búinn að lofa að taka mig á jökul og ég er búinn að taka loforð frá drengjunum í Fjallaklúbbnum að við göngum á fjöll þegar ég er heima. Í skiptum fyrir slíkar ferðir er ég búinn að lofa að koma heim með gott írskt whiskey, Connemara. Þið getið kíkt á heimasíðuna þeirra hér til hliðar, bætti þeim við. Eins gott að setja inn það fáa sem gott er við þetta sker!

Er búinn með lokauppkast af rannsóknartillögunni minni, eða Research Proposalinu. Sendi það á Geraldine í dag og líka Jack sem er prófessorinn hér í deildinni. Fæ væntanlega smá feedback frá þeim bráðlega. Hef hins vegar ekki hugmynd um hvernig maður á að setja inn skjöl hér, eða hvort það er hægt yfir höfuð þannig að þið fáið víst ekki að lesa það sem ég er búinn að skrifa. Ekki strax allavega. Hugsa að þið séuð frávita af sorg yfir því.

Best að reyna að koma einhverju niður á blað.

:: Jón Grétar 14:44 [+] ::
...
:: 16 nóvember, 2005 ::
Ég hata íra!

Ekki alla svosem, bara þá sem keyra, sem eru víst flestir. Þannig er mál með vexti að ég á hjól og hjóla alltaf í skólann og spara þannig 20 mínútur af mínum tíma og slatta af ósóni þrátt fyrir að hjóla ekki stuttu leiðina. Hvað um það.
Í morgun var ég að hjóla í skólann og eins og löghlýðinn borgari þá hjóla ég alltaf á götunni. Ég er að hjóla í mestu makindum vinstra megin þegar ég sé bíl vera á leiðinni út úr stæði vinstra megin við veginn á leið á hægri akgrein. Bílstjórinn sér mig, fer lengra út á götuna, horfir til beggja hliða og gáir hvort það séu fleiri bílar að koma og fer svo enn lengra út á götuna. Þarna er svo komið að ég þarf að snarstoppa hjólið og lulla framhjá honum til þess að skella ekki á húddinu hjá honum. Ég horfi á hann eins og hann sé vanþroskaður maður sem var við það að drepa mig og hvað gerir hann? Hann segir mér að "fuck off!!" Sem sönnum heiðursmanni sæmir þá geri ég ekkert í þessu, lyfti löngutöng vinstri handar í átt að vanvitanum sem verður við þetta svo reiður að hann ætlar að æða út úr bílnum.
Nú veit ég ekki hvort hann fór út, ég var komin handan við hornið hugandi það hvort ég næði nú að hringja á Gardai (lögregluna) áður en maðurinn keyrði aftan á mig í bræði sinni. En, ekkert gerðist og ég komst heill á leiðarenda.
Ég er búinn að eiga hjólið núna í u.þ.b. 3-4 vikur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem íri reynir að drepa mig með bílskrjóð. Þetta er ekki heldur í annað eða þriðja skiptið heldur fimmta (5ta) skiptið sem bílstjóri svínar á mig. Ekki bara svínar á mig af því að hann sér mig ekki, það skil ég og er ekkert að ergja mig of mikið á því. Nei, í 5. (fimmta) skiptið sem einhver vanþroskaður, illa gefinn íri með minnimáttarkend horfir á hjólið og gefur svo í.

Ég er enn að hugsa hvað ég á að gera í þessu. Er mest að hugsa um að kaupa mér öfluga teygjubyssu og nokkrar stálrær. Ef einhver svínar fyrir mig, að stöðva þá í mestu makindum og skjóta á svínið. En einnig kemur til greina að vera með trélurk með naglabút og láta hann rekast óþyrmilega í bílinn ef hann kemur of nálægt.


Hvað finnst ykkur?

:: Jón Grétar 20:16 [+] ::
...
:: 14 nóvember, 2005 ::
Þá er ég alveg að verða búinn með rannsóknartillöguna mína, loksins. Ætla að reyna að klára hana í vikunni og kíkja svo yfir til Báru um helgina og vera þar eitthvað fram í næstu viku. Þegar ég klára tillöguna og hún verður samþykkt þá set ég hana inn, bara svona ef einhver hefur áhuga á því að lesa skrýmslið.

Vill líka benda áhugasömum á http://www.neilswaab.com/ þar sem þið getið séð eina þá bitrustu myndasögu sem þið sjáið á netinu! Sem sagt, frábært í alla staði!

:: Jón Grétar 21:26 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?