:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 04 maí, 2003 ::

Einkarekstur

Ég var að horfa á sjónvarpið, enn eitt lagadramað á Skjá einum. Þar var geðsjúkur maður fyrir rétti, kærður fyrir að hafa orðið öðrum að bana og farið var fram á skaðabætur sem hann og fjölskylda þess veika átti að borga. Geðsjúki maðurinn var á einkareknu sjúkrahúsi og þurfti fjölskyldan að punga út miklum fjárhæðum til þess að halda honum þar og ef þau töpuðu málinu þyrftu þau að senda hann á ríkisrekna stofnun. Til þessa hugsaði fólkið með hryllingi vegna þess að á ríkisstofnunum í USA er þjónustan léleg, undirmannað, bestu læknarnir fara annað þar sem betri laun eru og allur aðbúnaður vondur.

Hér er sem betur fer ekki mikið um einkareknar heilsugæslustöðvar eða spítala sem einungis þeir ríku hafa efni á. Hér borgar ríkið fyrir þjónustu fyrir alla, óháð tekjum þeirra og þjóðfélagsstöðu. Ríkið er reyndar að borga minna og minna en borgar samt jafnt fyrir alla. Sumir stjórnmálamenn hafa talað um það að það væri gott að fjölga einkareknum einingum í heilbrigðiskerfinu. Benda þeir á að þá sé hægt að auka hagræði í rekstrinum og þá geti þeir sem hafi efni á því borgað fyrir betri þjónustu, því þú átt rétt á því að nota þína peninga í það sem þú vilt.
Heilbrigði er ekki eitthvað sem þú átt að geta borgað fyrir með peningum, heilbrigði er eitthvað sem þú átt að fá frá ríkinu. Ríkið á að sjá til þess að þegnarnir hafi í sig og á og búi ekki við skort og séu heilbrigðir. Það segir sig líka sjálft að heilbrigðir einstaklingar vinna meira og gefa meira til samfélagsins.
Það er ekki hægt að reka heilsugæslu með hagnaði á frjálsum markaði. Ef hafa ætti almennilega þjónustu núna á Íslandi þyrftum við að minnka vinnuálag á heilbrigðisstarfsfólk, auka launin þeirra svo minni vinna kæmi ekki út sem töpuð laun. Ef við eigum að láta fólkið vinna minna þurfum við líka að ráða fleira fólk til starfa sem mun kosta enn meiri peninga. Við þurfum fleiri tæki, hjartalínurit, segulómstæki, einangrunarklefa fyrir brunasjúklinga. Við þurfum atferlismótun á öll einhverf börn á leikskólaaldri og í grunnskólum og þessi meðferð þarf að vera framkvæmd af fólki sem er þjálfað í því, ekki íhlaupastarfsfólki sem fer eftir mánuð. Við þurfum aukna þjónustu við eldri borgara og þá sérstaklega þá sem eru á stofnunum. eigum við að einkareka þetta? Hvernig? Með því að láta ríkið úthluta einkaaðilum ákveðinni upphæð sem þeir eiga síðan að eyða í að gera sem best við sjúklingana sem þeir fá? Af hverju er þá ríkið ekki bara að sjá um þetta sjálft? Það er bara ríkið sem græðir á betri heilbrigðisþjónustu. Fleiri heilbrigðir þegnar munu borga meiri skatta og meira mun koma í ríkiskassann. Ef Heilbrigði h/f græðir mest á því að hafa allt í sama horfinu, ekki fjölga starfsfólki og lækna skurði með plástrum þá munu þeir gera það.

:: Jón Grétar 22:30 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?