|
:: 20 maí, 2004 ::
Síðasta nóttin
Þá er komið að því, við Bára erum að flytja út úr Ljósheimunum og förum til mömmu og pabba í Birkigrundina á morgun. Svolítið skrýtið að vera að fara héðan, höfðum hálft í hvoru undirbúið okkur fyrir það að vera hér svolítið lengur, jafnvel einn vetur í viðbót.
Það sem er líka undarlegt við þetta er að núna finnst mér eins og við séum að taka fyrstu skrefin út í alvöruna. Húsnæðislaus, allt okkar dót ofan í kössum, atvinnulaus eftir júnímánuð. Það er ekkert fyrir okkur að gera nema að koma okkur úr landi og byrja á náminu úti í USA. Það er undarlegt að vera að fara þangað. Landið er svo stórt, enginn fjölskylda í tvö ár og umvafinn könum á alla kanta! Reydar verður hún Svanfríður frænka mín þarna frá og með janúar, þannig við ættum að geta farið í Thanksgiving til hennar og svona einstaka dinner. Hún verður í Chicago svo það er stutt að fara með lestinni uppeftir til hennar. Svo getum við flogið einu sinni tvisvar til Ellu og Henry sem búa í Barstow, California, rétt utan við Las Vegas.
Það er samt einhver tómleiki, kannski það sé bara af því að Gamli Grár er bilaður aftur.
:: Jón Grétar 23:07 [+] ::
...
|