:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 12 nóvember, 2004 ::

Heimska fólks

Nú verð ég aðeins að tjá mig um heimsku fólks. Heyrði um daginn af skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa á Húsavík. Þar kom fram að milli um 90% íbúa var hlynntur stóriðjuáformum þar. Nú veit ég að eftirfarandi skrif mín munu ekki ná að snúa Húsvíkingum eða öðrum stóriðjusinnum, en ég ætla samt að láta móðann mása og vera hneykslaður á því að fólk skuli vera hlynnt stóriðju.
Tvær megin ástæður eru fyrir því að ég er mótfallinn:

1.
Nú var um síðastliðna helgi ráðstefna þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna á loftlagsbreytingum á Norðurhveli. Þar kom í ljós að hlýnun er mun meiri núna en hefur verið á nokkru öðru tímabili undanfarin 400.000 ár. Þetta virðist ekki vera hitabylgja sem er að fara yfir heldur bein afleiðing aukinnar losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Þetta finnst kannski mörgum gott. Fólk getur verið meira í sólbaði á sumrin, geymt vetrarflíkurnar ögn lengur og við fáum meiri fisk á miðin okkar (skítt með tegundirnar sem fara, can´t stand the heat, get out of the kitchen). Hitnun er ekki bara jákvæð hins vegar. Nú þegar eru skrásett fleiri ofsaveður og meiri öfgar í veðri en við höfum þekkt. Meiri vindur, meira regn, meiri hiti, sterkari sól (meiri líkur á krabba fyrir sólarloverana) og, það sem skiptir okkur meðstu, hækkun sjávar. Fólki finnst sosum í lagi að sjórinn hækki um 20 cm eða svo, hvað þá 50 cm. Hins vegar gleymist að hækkunin er ekki lárétt (þ.e. bara hærri flóð og fjara en nú er) heldur lóðrétt (merkilegt...). Byggðir á Suðurlandi eru nú þegar frekar lágar þannig að 50 cm hækkun á sjávarborði boðar ekki gott fyrir þær.

2.
Þar kemur í raun hinn pólinn, efnislegar ástæður. Prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild hefur komist að því með reiknikúnstum að stóriðjan er ekki eins hagkvæm og áður var haldið, ferðaþjónustan er betri þegar horft er ögn fram á við. Í fyrsta lagi er stóriðja ekki full af hálaunastörfum. Fólk fær vel borgað af því að það er á löngum vöktum og vinnur mikið. Stjórnendur eru ekki það margir að það hafi einhver úrslitaáhrif á byggðir landsins. Í annan stað er verkafólkið sem sér um uppbygginguna að miklu leiti innflutt (sjá Kárahnjúka) þannig að það er ólíklegt að þeir sem búa á svæðinu græði mikið á öllu umstanginu. Í þriðja lagi er ferðaþjónustan stöðugri og felur í sér meiri og fjölbreyttari uppbyggingu þjónustufyrirtækja heldur en stóriðja.

Þetta náttúrulega vissu Húsvíkingar ekki og voru því hlynntir stóriðju.


:: Jón Grétar 11:49 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?