|
:: 20 október, 2005 ::
Undanfarnar vikur eru búnar að vera ansi viðburðaríkar, búinn að fá fullt af fólki í heimsókn til mín. Eða allavega fjóra :) 7-11 október komu mamma, pápi og brósi í heimsókn til mín. Þau gistu á gistiheimili sem ég fann fyrir þau sem er bara í 4 mín. fjarlægð frá mér. Við ferðuðumst nú ekki langt út fyrir Galway, ég bara tölti með þeim um bæinn, við kíktum á pöbbana og á veitingahúsin og höfðum það gott saman. Þau komu líka með 20 kg af fötum handa mér, lakkrís, súkkulaði, flatkökur og hangiálegg. Hangikjötið og flatkökurnar voru kláraðar í einum rikk, en ég á ennþá nammi eftir. Er að reyna að spara það aðeins. Bára kíkti svo til mín um daginn, bara nokkrum dögum eftir að familían hélt heim á leið. Við lásum saman (svolítið sorgleg hjón, en mjög dugleg!), kuftum smá jólagjafir og fórum út að borða. Fyrir utan að spjalla náttúrulega heilmikið saman ;) Það vildi annars svo skemmtilega til að ég fékk nýja herbergið mitt, með stóra rúminu, daginn sem Bára fór heim. Meira að segja eftir að hún var farin. Þannig að við þurftum að láta okkur nægja einbreytt rúm þessa daga sem hún var hérna. En það dugði sosum, við skiptumst á að geta ekki sofið neitt :D
Sá um daginn að það er flugvöllur hérna rétt norðan við Galway sem er að fara að bjóða uppá beint flug til Íslands. Það er víst einhver ferðaskrifstofa sem er að bjóða upp á borgarferðir til ýmissa borga í Evrópu og Reykjavík er ein þeirra. Ef þið kíkið á: http://www.knockairport.com/ þá sjáið þið City Breaks neðarlega á síðunni. Þar er svo hægt að velja Reykjavík. Kannski ég taki mér bara "city break" um jólin og skelli mér til Reykjavíkur :D
Er búinn að koma mér ágætlega fyrir á skrifstofunni minni. Búinn að snúa mér þannig að ég er með mitt eigið horn hér sem allir öfunda mig af. Það verður reyndar að viðurkennast að þetta er svolítið þröngt hérna, eða allavega er margt um manninn. 6 manns á sömu skrifstofunni og jafnvel fleiri að bætast í hópinn. En það gæti verið að það batni, að við fáum fleiri skrifstofur fyrir okkur. Það væri nú aldeilis ljúft maður!
Er ekki búinn að vera duglegur í dag, las bara um 80 síður frá því klukkan 9 í morgun. Það þýðir svona um það bil 10 blaðsíður á klukkutíma. Léleg frammistaða!
Best að fara heim og mæta snemma á morgun og gera eitthvað betra þá!
:: Jón Grétar 17:16 [+] ::
...
|