|
:: 02 október, 2005 ::
Vikan sem leið... er búin að vera nokkuð góð. Ég er kominn með aðstöðu í skólanum í herbergi með 4 öðrum rannsóknarnemum, búinn að fara með þeim einu sinni út að borða og svo á pöbbinn og í kvöld að fara á grínklúbbinn hérna í Galway.
Rannsóknartillagan mín er að taka á sig mynd, búinn að hripa niður á blað um það bil 1000 orð sem eru reyndar frekar samhengislaus. Þetta eru nú bara glósur í augnablikinu en þetta kemur saman á endanum.
Er hugsanlega að fá herbergi með tvöföldu rúmi en vonandi á sama verði og það sem ég er að leigja núna, 95 evrur á viku. Þar sem þetta hús sem ég leigji í er oft skammtímastoppistöð fyrir fólk þá er mikið af herbergjum að losna og ég fæ vonandi eitt af þeim... þannig að ég er ekki að flytja út.
Eins og fólk kannski hefur tekið eftir þá er ég búinn að stækka letrið, það er gert svo eldra fólkið geti lesið þetta betur, letrið var svolítið smátt. Það ætti að lagast núna.
Kíkið endilega á síðunna hennar Báru, þar sjáið þið myndir frá Galway og frá ferðum okkar hjónakorna.
:: Jón Grétar 13:36 [+] ::
...
|