|
:: 12 desember, 2005 ::
Alveg að koma heim!!
Þá er að koma að þessu, ég fer að koma á klakann. Ef áætlun Iceland Express stenst (yeah right) þá verð ég lentur í Kef-City á fimmtudagskvöld klukkan 22:40. Gistum hjá tengdó í Keflavík og svo heim á föstudag. Voða næs. Verðum á landinu þar til 10. janúar en þá þarf ég víst að halda áfram þessu harki hérna. Vona að skráningar- og íbúðarmál verði komin næstum því á hreint þá!
Er búinn að tæma herbergið mitt, nenni ekki lengur að búa hjá Sameinuðu þjóðunum. Er búinn að spilla þýsku stúlkunni á efri hæðinni og við ætlum að finna íbúð saman hér í bæ þegar ég kem aftur til Galway. Hún kemur hingað 5. jan en ég þann 10. þannig að hún fékk það hlutverk að skoða íbúðir í fimm daga! Fluttit allt draslið mitt í herbergið hennar Janinu og svo væntanlega til Ash þegar ég kem til Galway aftur. Ég mun svo vera hjá Ash í nokkra daga á meðan við Janina finnum okkur eitthvað hljóðlátara og hreinna!!
Rannsóknartillagan var samþykkt en þarf víst að taka einhverjum breytingum. Nefndin fundaði á fimmtudag en ég hef ekkert heyrt í leiðbeinandanum mínum um hvað kom út úr því! Hún hefði nú getað sent mér sms á fimmtudag eða drullað sér í skólan á föstudag en hún var víst of þunn til þess. Er að fara að hitta hana eftir klukkutíma, vonandi verða þetta ekki einhver leiðindi.
Best að fara að lesa eitthvað! Sjáumst eftir nokkra daga!!!
:: Jón Grétar 12:19 [+] ::
...
|