|
:: 08 mars, 2006 ::
Framundan
Nú er mikið að gerast hjá mér næstu daga og vikur. Á næstunni byrja ég á tilraununum mínum (loksins) sem ég vona að gangi vel. Set fólk í heilalínuritið og mæli hvað er að gerast á meðan það er að læra. Vona að þetta fari nú loksins að gerast. Þann 24. mars fer ég svo út til Manchester og hitti Báru þar. Við ætlum að eyða helgi á hóteli og hafa það gott saman. Finnst allt í lagi að eyða smá þar sem við hittumst svona sjaldan og erum aldrei ein saman. Þaðan gæti verið að ég fari til Liverpool að hitta kennara við háskólann þar. Hann gerði rannsókn sem ég nota sem fyrirmynd fyrir mína rannsókn. Ef hann hefur tíma til að hitta mig þá vona ég að hann geti gefið mér nokkra punkta. Eftir þetta fer ég til Báru í Bangor og verð þar í nokkra daga. Þann 1.apríl kemur Mike félagi minn héðan úr Galway til okkar og við förum þrjú ásamt Janet vinkonu Báru í Road Trip í gegnum Wales, N-England og upp til Edinborgar. Ég er nú þegar búinn að kaupa mér Lonely Planet Guide um Bretland og verð að lesa mér til um hvað ég á að skoða og hvert á að fara. Þegar við klárum ferðina fer Bára til Íslands til að vera við ferminguna hennar Ingibjargar en ég er að pæla í að kíkja til Ungverjalands í nokkra daga. Ætli ég verði ekki að kaupa mér ferðabók um Ungverjaland líka! Við Bára hittumst svo á Shannon flugvelli á Írlandi þann 15. apríl og hún verður hjá mér um páskana. Sem sagt mikið af Bárutime framundan :D
Helvíti væri nú gott að vinna í lottói!
:: Jón Grétar 22:15 [+] ::
...
|