|
:: 18 apríl, 2006 ::
Kominn heim til Galway
Þá er ég kominn heim til Galway eftir langa fjarveru, 3 vikur alls. Byrjaði á því að fara til Báru í Wales í viku. Þá kom félagi minn héðan frá Galway, hann Mike til okkar og við tókum Báru og Janet vinkonu hennar í road trip til norður Englands (Ambleside og Once Brewed nánar tiltekið) og svo þaðan til Skotlands til eyjunnar Arran þar sem við skoðuðum höllina á eyjunni og fórum í fjallgöngu. Eftir það var farið til Stirling þar sem við skoðuðum kastalann þar sem Skotarnir börðust oft við Englendingana (og unnu) og minnismerkið um William Wallace (Braveheart). Eftir það fórum við til Edinborgar í tvær nætur og nutum þess að vera í höfuðborg Skotlands. Eftir það fórum við til Melrose þar sem við gistum í ágætis gistiheimili en borðuðum á vondum veitingastað sem einhver hafði gefið 4 stjörnur. Myndir úr ferðinni eru á síðunni hennar Báru, endilega kíkið þangað :)
Þegar þessu var lokið kíkti Bára til Íslands í fermingu hjá Ingibjörgu frænku sinni en ég fór til Búdapest í nokkra daga. Ég féll algerlega fyrir borginni og er alveg viss um að ég fer þangað aftur. Nánar tiltekið þá fer ég þangað í lok maí á námskeið í heilalínuritatækni. Í Búdapest kíkti ég á kastalann og minnismerkin í Buda og gekk um strætin í Pest og skoðaði Basilikuna. Frábært alveg hreint!
Núna er ég kominn aftur til Galway og Bára er hjá mér og fer ekki fyrr en á sunnudag. Á fimmtudag kíkjum við til bæjarins Kilkerrin sem er hér fyrir utan Galway og heimsækjum foreldra hans Mike, gistum þar og fáum að finna fyrir alvöru írskri sveitastemmingu.
:: Jón Grétar 21:17 [+] ::
...
|