|
:: 06 júní, 2006 ::
Á heimleið!
Jæja, þá er það ljóst. Ég kem heim á morgun, lending klukkan 23.15 í Keflavík og verð á landinu þar til í byrjun ágúst.
Síðustu vikur hafa verið aldeilis viðburðaríkar hjá mér. Þórir og Freysi komu um daginn og við fórum vítt og breytt um vesturströnd Írlands. Í síðustu viku fór ég svo til Búdapest til að læra á hugbúnaðinn sem fylgir heilalínuritinu okkar og hafði tvo aukadaga þar til að dandalast og gera lítið. Notaði tímann auðvitað til að eyða peningum og fjárfesti í klifurhjálmi, sigbelti, karabínu og áttu. Allt þetta verður notað í sumar þegar Maggi Blöndahl ætlar að kenna mér að klifra heima og þegar ég fer að klöngrast ofan í hella sunnan lands og norðan.
Þarf núna að klára nokkra hluti áður en ég get farið út í sólina. Hér er núna milli 25 og 30 stiga hiti, brennandi sól og Jón kominn með sólbruna á hendurnar. Eina leiðin til að slökkva sársaukan er að drekka bjór ;)
Sjáumst í vikunni!!
:: Jón Grétar 08:55 [+] ::
...
|