|
:: 12 desember, 2006 ::
Jólin koma og Jón með/Yuletide is coming and Jón with them
Þá fer að líða að jólum og ég er ekki frá því að jólaskapið sé að koma. Um helgina skrifaði ég jólakortin með jólakrúsina sem amma Dista málaði handa mér stútfulla af kakói og hlustaði á jólaplötur áranna 2003-2005 með gæðagleðibandinu Hraun. Ein sería komin upp hér, mínímalískur aðventukrans, smartís jóladagatal með berbrjósta Maríu mey og sitthvað í þeim dúr.
Það eru líka smá breytingar á ferðatilhögun minni. Kem heim á föstudaginn 15. des og verð til 5. jan. Fannst óþarfi að eyða helginni hér í Galway í lítið annað en að bíða eftir því að fara. Gæti líka verið að ég geri eitthvað skemmtilegt um helgina heima ;)
Yuletide is coming and I just think that the yuletidespirit is upon me. This weekend I wrote the cards with the season mug that my granny Dista painted for me full to the brim with hot coco and listened to the christmas albums from 03-05 with the most amazing band Hraun. At the house we have the festive decorations up, some lights, minimalistic advent decoration, smarties chocolate calendar with a bear breasted Virgin Mary and stuff like that.
Small changes with my itinerary, am going home next Friday instead of Sunday but will stay until the 5th as planned. Found no reason for staying in Galway when I could have fun in Iceland. Who knows, maybe I'll find something to do there ;)
:: Jón Grétar 09:39 [+] ::
...
|