:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 29 apríl, 2003 ::

Enn um pólitík

Til er ungur maður hér í bæ með undarlegar skoðanir. Hann finnur fáa sem eru sammála sér en það kann að skýrast af því að hann er ekki mikið fyrir að flagga sínum róttækustu hugsunum. Hans skoðanir snúast fyrst og fremst um stjórnun landsins, hvernig eigi að gera þetta allt saman og í ljósi þess að núna eru kosningar að koma er rétt að skoða hvað hann hefur að segja.

Hann finnur sér engann samastað í íslenskri pólitík, vill hvorki kalla sig vinstri né hægri, frjálslyndann eða húmanískann. Hann er satt að segja svolítið villtur. Hann er pirraður yfir því að fólki endalaust refsað fyrir hegðun sína, hann er svekktur yfir því að þekking sem safnast hefur saman í áranna rás skuli ekki notuð okkur til bóta. Hann vill að fólk fái að nýta sér þá hæfileika sem það hefur, rækta þá á þann hátt að samfélagið vaxi og dafni.
Hann er þreyttur á endalausri efnishyggju, umræðu um hvað sé best að gera til að græða, hagræða, umstafla, kjósa og laga. „Af hverju" spyr hann „erum við sífellt að hugsa innan sama rammans? Hvers vegna ekki að breyta kerfinu sem stýrir þessu?"

Þetta er voðalega skrýtin hugmynd finnst mér, hann er farinn að hljóma stundum eins og Össur sem talar endalaust um að Davíð sé orðinn þreyttur og það þurfi konu í forsætisráðherrastólinn. Eða eins og Steingrímur sem talar um velferð og umhverfismál og velferðarstjórn muni breyta þessu öllu saman. Hann er jafnvel farin að líkjast Guðjóni fyrir vestan sem segir að það þurfi að hreinsa til í pólitík á Íslandi. En, alveg eins og Davíð og Halldór, þá eru þessir menn ekki lausnin heldur vandamálið. Þeir þora ekki að taka á þeim vanda sem er til staðar í samfélaginu með þeim hætti sem þarf. Það eru ekki stjórnunarhættirnir sem þarf að laga, eða stefnan sem stjórnað er eftir heldur hugsjónin.
En það er annað mál...ég hætti að skilja hann þarna og týndi honum. En ég vonast til að skilja han bráðlega.

:: Jón Grétar 13:35 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?