:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 11 apríl, 2003 ::

Er ég að breytast í sjálfstæðismann!

Sú hugsun flaug í huga mér þegar ég las pistil á frelsi.is núna áðan. Þar var ungur Heimdellingur að kvarta yfir skoðanakönnunum Fréttablaðsins, eitthvað sem allir með smá grunn í tölfræði gera alltaf þegar kannanirnar koma í þeim annars ágæta snepli.

Ég ætla svo sem ekkert að vera að tíunda frekar þá gagnrýni sem maðurinn kemur með í þessari grein því hún talar alveg sínu máli (hún er stutt þannig að lesið hana endilega). Það sem mér þykir hins vegar mest óþolandi við kannanir Fréttablaðsins er þessi ömurlega tilhneiging til þess að bunka saman öllum könnunum mánaðarins í eina könnun og ákvarða út frá því hvert fylgið sé í dag! Fyrir þá sem ekki vita alveg hvað ég er að tala um skal ég reyna að útskýra betur. Í hverri viku framkvæmir Fréttablaðið litla skoðanakönnun um fylgi flokkana. Úrtakið (fólkið sem er spurt) í þessum könnunum er alltaf á bilinu 400-500 manns og ekki allir sem taka afstöðu eða næst í. Úrtakið er sem sagt pínu lítið og því ekkert hægt að alhæfa út frá þessum könnunum, sérstaklega þar sem ekkert er talað um öryggisbil (það er fjallað vel um það í pistlinum á frelsi.is). Kannanirnar eru sem sagt ekki marktækar vegna of fárra þátttakenda. Í lok mánaðar er síðan nokkrum könnunum hrúgað saman í eina könnun með samanlögðu úrtaki sem er nóg til að fá út marktekt í tölfræðiprófunum. Þarna finnst mér Fréttablaðið algerlega missa niður um sig buxurnar. Skoðanakönnunum þeirra er ætlað að mæla breytingar á fylgi. Ef breyting hefur orðið á fylgi á milli könnunar 1 og könnunar 2 á það að stafa af því að fólk hefur breytt um skoðun (hugarfar almennings hefur breyst). Það er því ekki hægt að hrúga saman mörgum úrtökum sem tekin eru á mismunandi tíma með það fyrir augum að mæla fylgið eins og það er í dag (nema kannski ef engin breyting hefur mælst á fylgi flokka) vegna þess að það er ekki verið að bera saman sambærileg úrtök.
Þess vegna eru kannanir Fréttablaðsins drasl.

En ég er samt ekki Sjálfstæðismaður.

:: Jón Grétar 15:40 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?