:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 01 apríl, 2003 ::

Frægðin

Ég bara skil ekki fólk sem er að sækjast eftir því að vera frægt. Hvað er svona gaman við að vera frægur? Að allir kjafti um mann og Séð og heyrt sé í sífellu að snapast í einkalífi manns? Að þú getir ekki hegðað þér eins og manneskja og verið fúll endrum og eins líkt og allir gera og þá eru allir farnir að tala um það hvað þú ert ömurleg manneskja? Nei takk, ég vill ekki sækjast eftir því að vera frægur.

Það sem mér þykir nú eiginlega merkilegra er hvað fólk gerir til að ná frægð og frama hvort heldur hér á Íslandi eða úti í heimi. Besta dæmið er náttúrulega Survivor þar sem fólk verður frægt út á að vera saman í drullupolli og svíkja hvort annað í rúmann mánuð. Enn verri eru svo plebbarnir sem reyna að komast í sjónvarpið eða í blöðin eins mikið og þeir mögulega geta. Síðan monta þeir sig af því að hafa komið í blaðinu eða imbanum í næstu afmælum og fjölskyluboðum alveg út í hið óendanlega. Það er síðan ekki nóg með að sumir leiti eftir þessu heldur er eins og fjölmiðlar reyni stundum að búa svona fólk til. Taka viðtöl við plebba úti á götu bara til þess að leyfa liðinu að tala í miðlinum og beinlínis ýta á það að fólk komi og geri sig að fífli. Muna ekki allir eftir America´s funniest home videos? Ömurlegur þáttur sem var gott dæmi um hnignun siðmenningarinnar. Fólki fannst í alvörunni mikið til þess koma að láta fólk um allan heim sjá sig verða að fífli. Af hverju? Jú af því að það fékk að koma í sjónvarpinu.

Látum vera að fólk komi í sjónvarpið til að segja sína skoðun á málunum, segja að því finnist gaman að gera eitthvað eða segja frá hvað það er að gera þessa stundina. Ok, ég skal gúddera það. En mér finnst alltaf jafn ömurlega sjúklegt að gera næstum hvað sem er til að reyna að vera frægur. Einu sinni var fægt fólk bara það sem hafði eitthvað fram að færa, svona fyrir utan harðsvíraða glæpamenn. Þetta voru pólitíkusar sem gerðu mikið fyrir sitt fólk, þetta voru íþróttamenn, skáld og vísindamenn. Síðan fóru leikarar að komast inn í þennan hóp og það má svo sem segja að þeir hafi getað haft eitthvað fram að færa. Þetta var fallegt fólk, hafði hæfileika á sínu sviði og gerði því oftast miðilinn skemmtilegri sem það birtist í. Smá saman gerði "venjulegt" fólk sér grein fyrir því að með því að birtast í fjölmiðlum var það álitið hafa eitthverja þá eiginleika sem fræga fólkið hafði. Allir smá plebbar og auðnuleysingjar sem ekkert hafa fram að færa hafa því reynt að koma sér í fjölmiðla til að geta litið út fyrir að hafa gert eitthvað af viti með líf sitt. Það er því orðið þannig í dag að þegar maður sér fólk í sjónvarpi, blöðunum, les um það eða sér á netinu þá er betra að stimpla það sem fífl strax því það er mjög ólíklegt að það hafi gert nokkuð af viti með líf sitt.

Þess vegna myndi ég hvorki vilja vera þekktur, frægur eða á allra vitorði. Oftast eru það fíflin.

:: Jón Grétar 22:58 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?