:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 26 apríl, 2003 ::

Kirkjan

Ég skil ekki Ísland. Hérna er svokallað trúfrelsi en samt sem áður er hérna ríkiskirkja sem ríkið (með Sjálfstæðisflokkinn fremstann í flokki) dælir peningum endalaust í. Í Fréttablaðinu í dag er áhugaverð grein um þetta þar sem farið er yfir afstöðu stærstu flokkana til þessa máls (því miður var ekki talað við Nýtt afl en þeir eru meðal annars á móti því að grafa göng út um allt handa sveitaplebbunum). Í blaðinu kom fram að sjálfstæðisflokkurinn vildi viðhalda kristilegu siðgæði á komandi öld. Kristilegu siðgæði!? Hvað er nú það? Jújú, það til dæmis að hefna sín margfalt á þjóðum sem gerðu þinni þjóð ekki neitt, sýna fautaskap og ruddalega yfirgöngu í alþjóðamálum, drepa fólk án almennilegra réttarhalda og þar fram eftir götunum. Þetta er það sem kristilega ríkisstjórnin í USA er að gera og sér ekkert að því. Troða sínum skoðunum upp á fólk sem vill ekket með það hafa.
Og þetta er þá kannski það sem sjálfstæðisflokkurinn vill gera? Hann hefur allavega ekki sýnt annað undanfarin ár en að allt sem gert sé í „ammríku" sé bara voða fínt og flott. Trúfrelsið hér er ekki nema að nafninu til. Eitt trúfélag fær margmilljón krónum meira til sín en nokkur trúfélög. Þá er ég ekki að tala um bara vegna þess að ríkiskirkjan er stærri, heldur er hlutfallslegt fjárframlag ríkisins þangað mun meira en til nokkurs annars trúfélags. Ekki fær allsherjargoði borguð laun úr ríkissjóði en hins vegar erum við að borga prestum laun. Ég vill ekki að mínir skattar fari í laun handa prestum! Ekki séns! En ég fæ engu um það ráðið. Í

Fréttablaðinu kom einnig fram að það er bara einn flokkur sem þorir að hafa það á sinni stefnuskrá að aðskilja eigi ríki og kirkju og það er Frjálslyndi flokkurinn. Sami flokkur og er á móti kvótakerfinu (ég þoli það ekki heldur) og er á móti utanríkisstefnu Íslands (og þar með USA). Samfylkingin segir að það þeir séu svo heppnir að hafa presta í sínum röðum. Minnast ekkert á hvað væri gott að hafa skoðanir annara hópa. Framsókn segir bara að í lögunum standi að það eigi að passa evangelísk lútersku kirkjuna. Svo það má bara ekki ræða það að breyta því. FÍNT. Vinstri grænir hafa bara komist að þeirri niðurstöðu að vera sammála um að vera ósammála um kirkjuna. Vá...en heiðursmannlegt og frábært hjá róttæka flokknum.

Það er gott að hafa flokka hérna sem vilja virkilega taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir góða.

:: Jón Grétar 13:12 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?