:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 16 apríl, 2003 ::

Kosningarnar

Þá eru kosningarnar að nálgast og maður fer að velta fyrir sér hvað á að kjósa. Ég er ekki viss um hvað ég á að gera núna en ég get sagt skemmtilega sögu af ungum manni sem var einu sinni alveg viss um hvað hann átti að kjósa.
Ungi maðurinn var að verða búinn með menntaskólann, 21 árs. Greinilega svolítið tregur og svo bætti ekki úr skák að hann hafði villst af leið ungur að árum og reynt við handverk sem fór honum illa. Svo var skólinn sem hann stundaði núna vel búinn sófum á göngum sínum og það hafði oft freistað unga drengsins á menntabrautinni að leggja sig því oft var kappið mikið. Svo fór að draga að kosningum og ungi maðurinn fór að skoða valmöguleikana. Hafði nákvæmar skoðanir á hlutunum, vildi ekki neina öfga, ekki í neinum málum, hvort sem um var að ræða pólitík eða lífsskoðunum sínum almennt. Meðalhófið er allra hófa best, þar eru allir vinir. Hann skoðaði alla flokka gaumgæfilega áður en hann tók afstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn var úti í kuldanum. Drengurinn stundaði Hamrahlíð af kappi og ekki var hægt að láta sjá sig í skólanum ef maður kaus Verslunarskólaflokkinn. Svo voru þeir eitthvað svo miklið í því að láta fólk vera að sjá um sig sjálft og koma með undralausnir á vandanum að drengurinn hafnaði þeim.
Næst skoðaði drengurinn nýstofnaðann flokk Samfylkingarinnar. Þetta hét nú eitthvað annað í þá daga en var það sama. Gamlir kratar sem voru að reyna að fylkja sér gegn íhaldinu. Það virtist ekki vera mikil málefnastaða í gangi og drengurinn var málefnalegur í afstöðu sinni og vildi því ekkert með þetta fólk hafa. Einu málefni þeirra virtist vera það að vera á móti íhaldinu. Ekki gott mál. Svo var hún Jóhanna svo helvíti leiðinleg.
Næstir voru Vinstri grænir. Þetta var nýr flokkur sem blés mikið og skilgreindi sig sem umhverfissinnaðann vinstriflokk. Þetta hljómaði nokkuð vel fyrir unga drenginn. Hann hafði alltaf talið sig vera umhverfisverndarsinna. Henti aldrei rusli úti á götu, stundaði útivist, var á móti of mikilli stóriðju (bara hafa það hóflegt) og henti aldrei neinu sem hægt var að nýta (hann henti reyndar aldrei nokkrum sköpuðum hlut ef út í það er farið, móður hans til mikils ama). En drengurinn taldi sig líka hafa mikið vit á utanríkismálum. Hann las Moggann á hverjum degi og hafði gert síðan hann var 13 ára, hafði tekið valáfanga í skólanum sínum sem fjölluðu um sögu Evrópu og hvað við höfðum það gott vegna alls sem á undan var gengið. Og nýji flokkurinn vildi ganga úr NATO sem myndi setja Suðurnes á hausinn þegar allir sem unnu hjá kananum færu að biðja um atvinnuleysisbætur. Það var líka eins og þessi flokkur væri bara á móti því að fólk efnaðist. „Hvað er að því að efnast" spurði drengurinn „svo lengi sem ekki er til fátækt má alveg vera til ríkt fólk. Ríkið sér um hina fátæku en aðrir geta bara alveg orðið ríkir í friði, það er þeirra mál". Með þessa röksemdafærslu að vopni var VG hafnað. Þessari röksemdafærslu og leiðinlegu konunni henni Kolbrúnu sem var á móti þeim sjálfsögðu mannréttindum fullfrískra karlmanna að fá að horfa á strípimeyjar! Þetta var náttúrulega ekki hægt að kjósa yfir sig.
Frjálslyndi flokkurinn skaut sig svolítið í fótinn þegar formaður hans sagði að hann yrði alltaf Sjálfstæðismaður. Það fannst drengnum kindugur málflutningur hjá manni sem var kominn í annan flokk. Svo var þetta bara gamall kall sem ekki sagði neitt nema vitna í fornbókmenntir! Varla hægt að skilja kallinn. Nema þegar hann sagði kvóti. Þá skildi drengurinn hvað kallinn sagði og var sosum sammála. En þar sem þetta var það eina sem upp úr kallinum valt þá fannst drengum ekki vera nægilega mikið af meðalhófi í þessum flokk. Of mikil áhersla á eitt mál fram yfir önnur. Það náttúrulega gekk ekki.
Þá var bara Framsókn eftir. Drengurinn var nú ekki alveg viss hvort hann ætti að taka skrefið og ganga til liðs við þennan flokk sem var kallaður öllum illum nöfnum. Bændaflokkurinn („það er nú ekki svo vont fólk" hugsaði drengurinn) og Afturhald („stundum þarf bara að vera á bremsunni" var svar drengsins þarna) voru meðal þeirra nafna sem drengurinn fékk að heyra þegar hann spurði sér eldra fólk álits á þessum flokki. En flokkurinn skilgreindi sig sem frjálslyndann miðjuflokk sem hljómaði vel í meðalhófseyrum drengsins unga. Miðjan var góður staður að vera á, ekkert að vera með neina öfga til hægri og vinstri. Bara taka það besta frá báðum hliðum og búa til góða málamiðlun sem allir gætu sætt sig við. Það hljómaði vel í eyrum kjósandans unga. Svo var þetta orð „frjálslyndur" skeytt fyrir framan af svo mikilli snilld að þarna var kominn flokkur sem drengurinn taldi vera alveg tilvalinn að kjósa. Hann var meira að segja svo ánægður með val sitt að hann ákvað að ganga í flokkinn, sýna stuðning sinn í verki við flokkinn sem var svona lítill og átti bágt. Ungi drengurinn hafði nefnilega alltaf verið aumingjagóður og þótti því rétt að vera með..taka ábyrga afstöðu og allt það.

Og þar er drengurinn enn.

Ekki veit ég hvað ég á að kjósa núna. Ég veit það eitt að núna er landslagið í pólitík innanlands sem utan gjörbreytt, fólkið annað sem stýrir þessu spili og ekki held ég að ég myndi vera sammála unga drengnum ef við færum að ræða pólitík.
Þetta kemur allt í ljós bráðlega.

:: Jón Grétar 15:58 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?