:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 19 apríl, 2003 ::

Páskar og trúmál

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt en mér leiðist að hafa frí núna. Ég hef aldrei fattað hvað er svona merkilegt við páskana, þetta er ein mest niðurdrepandi „hátíð" sem til er. Við erum að slappa af og fagna því að maður var hengdur á kross fyrir 2000 árum síðan. Síðan erum við að fagna því að fólk sem saknaði hans fór að sjá ofsjónir og fá samviskubit á stjarnfræðilegum kvarða yfir þvi hvað það var vont við hann.

Svo er fólki líka bannað að vinna vegna þess að það er í lögum að þetta sé heilagur dagur. Bara vegna þess að við erum með þjóðkirkju sem segir okkur hvað séu heilagir dagar og hvað við megum og megum ekki gera. Til hvers erum við með þjóðkirkju? Það trúir ekki nema brot af íslendingum á þetta bull hvort eð er. Þeir sem trúa á þann guð sem þjóðkirkjan boðar eru svosem margir. En það eru næstum allir í þjóðkirkjunni sem trúa líka á transmiðla, læknamiðla, árur, drauga, tarot, spákerlingar og stjörnumerki. Einmitt á allt það sem þjóðkirkjan segir okkur að við eigum ekki að trúa á. Af hverju er þetta fólk þá í kirkjunni?! Af hverju erum við með þjóðkirkju? Svo maður tali nú ekki um allt fólkið sem er í kirkjunni en trúir ekki á neitt sem þessir karlar segja, svona fólk eins og ég. Ég er algerlega trúlaus en er í kirkjunni vegna þess að mamma og pabbi voru í henni og þar með er ég fastur í henni þangað til ég nenni að fara niður í Borgartún, þramma inn á Hagstofuna og segja mig úr henni.

Ég var nú einmitt að ræða trúmál í gær við góða vinkonu mína sem, því miður, trúir á guð. Það sem henni fannst skrýtnast við mitt trúleysi (og flestum sem ekki trúa) er það að ég er algerlega á því að það sé enginn tilgangur með neinu. Ég er ekki hérna vegna þess að eitthvað eða einhver setti mig hér. Ég hef ekki neitt hlutverk, ég hef ekki það hlutverk eða tilgang að fjölga mér, vera góður, læra eða lifa. Ég bara er. Ég er bunki af taugafrumum, beinum og alls konar líffræðilegu drasli sem er bara þannig úr garði gerður að ég hef það sem fólk kallar meðvitun. Er alveg rosalega merkilegt að ég sé til í þessum óendanlega stóra heimi? Já, tvímælalaust. Er ótrúlegt að það skuli hafa orðið til líf fyrir mörgmilljón árum og ég sé ein af afleiðingum þess? Já, rosalega. Er „eitthvað" sem startaði þessu og hefur sett mig hingað eða búið mig til með því markmiðiað ég geri eitthvað? Nei! Svona eru hlutirnir bara. Þegar ég dey slokknar á mér. Ég rotna (eða læt brenna mig og verð að ösku) og hætti algerlega að finnan nokkuð vegna þess að ég get ekki fundið neitt þegar ekkert er að virka inni í mér.

Töff lökk en svona er lífið og tilveran

:: Jón Grétar 13:15 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?