:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 02 apríl, 2003 ::

Sjálfsögð sannindi

Ég er að gera verkefni núna fyrir skemmtilegan kúrs sem ég er í hjá Magnúsi Kristjánssyni sem er prófessor í sálfræði og mikill snillingur. Í þessum kúrsi sem heitir Sérefni í heimspeki sálfræðinnar erum við látin taka fyrir greinar í virtum ritum og skoðað þær með gagnrýnu hugarfari. Með öðrum orðum, rakka þær í spað. Núna er verkefnið ekki af verri endanum, að finna grein sem birst hefur og sýna fram á að rannsóknin er með öllu óþörf og það hefði verið hægt að segja sér niðurstöðurnar fyrirfram. Ég tók fyrir grein sem heldur því fram fullum fetum að það þurfi að athuga hvað það er sem hefur áhrif á hegðun. Höfundurinn leggur síðan fram módel sem hann telur að þurfi að prófa með rannsóknum. Inni í módelinu eru síðan hinar ýmsu breytur sem höfundurinn segir að þurfi að athuga hvort hafi áhrif á hegðun eins og ætlun, vilji, trú, aðstæður þegar hegðunin á að vera framin og venjur samfélagsins. Nú já, þetta kemur mér á óvart.

Hann vill sem sagt athuga hvort það skipti máli hvort ég geri frekar hlutinn ef ég ætla að gera hann. Ok fínt. En það skiptir líka máli hvort ég vilji gera það sem ég ætla að gera. Líka að ég trúi að ég geti gert það sem ég ætla að gera og að aðstæðurnar séu fyrir hendi þannig að ég geti hegðað mér svona. Nú já. Svo svona til að setja smá kórónu á þetta þá skiptir víst líka máli að taka inn í módelið venjur samfélagsins, vegna þess að ef venjur samfélagsins eru þannig að maður t.d. segi "takk fyrir matinn" þá er líklegra að maður geri það.

Með öðrum orðum: Ef ég vill fara í bíó, veit að það er góð mynd í bíó, tækifærið er til staðar (bíóið er opið ,ég á pening) og það er almennt samþykkt í samfélaginu að bíóferðir séu í lagi, þá fer ég hugsanlega í bíó. En samt bara hugsanlega, það er ekki alveg víst.

Ég held að allir sem eru í námi eða starfi sem er akademíkst að hluta eða öllu leyti hafi gott af því að skoða það sem þeir og kollegar þeirra eru að gera með svona gleraugum. Svona kenningar eru alveg sérstaklega mikið í þeim fögum sem segjast snúast um mannlega hegðun eins og hagfræði, viðskiptafræði, mannfræði, félagsfræði og sálfræði.
Það er óþolandi að það sé endalaust verið að eyða peningum í að rannsaka hluti sem þarf ekkert að rannsaka.

:: Jón Grétar 18:02 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?