:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 08 apríl, 2003 ::

Um kjósendur

Ég las um daginn bloggið hennar Albertínu sem er núna að bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn. Þar vitnaði hún í Ólaf Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði þar sem hann sagði að það væri rangt af fræðimönnum að kjósendur létu sig litlu varða málefni stjórnmálaflokka og litu frekar á umbúðir frekar en innihald. Kjósendur væru upp til hópa fólk sem skoðaði vel stefnumál stjórnmálaflokka, hugsaði sig vel um og tæki svo rökstudda afstöðu þegar að kosningum kæmi. Ég bara get ekki verið sammála þessu. Það þarf ekki nema skyndikúrs í félagslegri sálfræði til að sjá að þetta gengur einfaldlega gegn flestum lögmálum um félagslega hegðun. Það þarf ekki einu sinni að taka kúrs í félagslegri sálfræði til að sjá að þetta gengur ekki upp.

Hérna eru nokkrar ástæður fyrir þessu:
1. Stefnuskrár. Stjórnmálaflokkar setja fram stefnu sína, markmið og leiðir að markmiðunum í löngum stefnuskrám. Í þeim er farið í löngu máli yfir allt það sem flokkarnir vilja gera, hvernig þessi mál tengjast innbyrðis í eina heild og hver sýn flokksins er á framtíð þjóðfélagsins. Þetta er síðan sett fram í stikkorðamynd með góðum frösum eins og "skattalækkanir", "velferðarkerfi", "ábyrg stjórnun" og það sem hentar hverju sinni. Það að geta fullkomlega komið 100 blaðsíðna stefnuskrá fyrir í einum 7 mínútna bút í sjónvarpi er bara bull. Það er alltaf eitthvað sem týnist og að halda að kjósendur upp til hópa fari og kynni sér nákvæmlega stefnuskrár flokkanna er út í hött.

2. Kosningar snúast um fólk. Þetta hefur aldrei verið eins augljóst og núna í vetur þegar Ingibjörg Sólrún kom til liðs við Samfylkinguna. Flokkurinn var ekki nema milli 20 og 30% í skoðanakönnunum (ef hann komst svo hátt) áður en kvenskörungurinn kom í raðir flokksins. Á ég að trúað því að á nokkrum dögum hafi fólk snúist og orðið Samfylkingarfólk og að það komi Ingibjörgu bara ekkert við? Auðvitað kom það henni við, það er beint samband þarna á milli! Á ég svo líka að trúa því að allt þetta fólk sem allt í einu ákvað að Samfylkingin væri góður kostur hafi kynnt sér stefnumál flokksins? Það er bara út í hött. Það varð ekki nein merkileg stefnubreyting hjá Samfylkingunni við innkomu Ingibjargar Sólrúnar, ekki neitt. Fólk sá bara uppáhalds stjórnmálamanninn sinn koma inn á sviðið og þá var stokkið til og haldið með Samfylkingunni. Framsókn og Vinstri grænir hefðu örugglega hagnast álíka mikið og Samfylkingin ef Ingibjörg Sólrún hefði gengið til liðs við þá flokka.

3. Yfirborðið skiptir meira máli en innihaldið. Þetta hefur bara sannast marg oft. Ég trúði því í alvöru að fólk skoðaði innihald og tæki afstöðu byggða á sannfæringu sinni og hugsjónum. Af hverju er fólk enn að kjósa þetta lið sem situr á Alþingi núna? Það eru allir í landinu óánægðir með kvótakerfið (nema útgerðarmenn) en samt kýs fólk yfir sig Sjálfstæðis og Framsóknarflokk. Það vill enginn þurfa að borga meira þegar hann veikist en samt gleypa allir vi skattalækkunarloforðum. Þetta er ekkert rökrétt.

Þetta eru bara nokkur af þeim atriðum sem ég held að komi á móti því sem Óli Harðar segir um kjósendur og Albertína samþykkir. Ég samþykki ekki þeirra rök, ég kaupi þau bara ekki. Þau eru einmitt partur af því sem ég hef sagt. Albertína bíður sig fram fyrir framsókn og segir að kjósendur séu gáfaðir. Þeir muna að frammarinn sagði að þeir væru gáfaðir og hugsa með sér "Jah, þetta er nú skýrasta stúlka bara. Held ég kjósi hana"
En er ég þar með að segja að kjosendur séu heimskir? Ekki alveg. Það er hins vegar ólíklegt að allir hafi tíma til að skoða allar stefnuskrár og þess vegna ósköp eðlilegt að þeir velji sér stjórnmálaflokk eftir því sem lítur best út. Ég hef meira að segja heyrt fólk segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn af því að bæklingurinn þeirra var svo flottur! Segir kannski mikið um þá kjósendur.

Mér finnst þessi kenning bara jafn vitlaus og hagfræðikenningin sem segir að neytendur leiti alltaf eftir bestu vörunni á besta verðinu. Right.

:: Jón Grétar 13:16 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?