:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 23 júní, 2004 ::

Giftingin og aðdragandi hennar

Þetta er búið að vera ein heljarinnar vika! Best að byrja á byrjuninni.

16. júní ákváðum við Bára að fara út að borða og hafa það kósý, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þegar við erum að ljúka við að borða koma þrjár ungmeyjar og biðja mig um að fylgja sér út! Ég vissi ekki alveg hvað var að gerast en sá á glottinu á Báru og pokanum sem hún hafði dröslast með með sér að eitthvað var á seiði. Ég ákvað því að láta undan og fara með stúlkunum. Þær keyrðu í marga hringi og enduðu að lokum í Paintball þar sem margir góðir menn biðu mín. Ég komst þá að því að Ingó klippari hafði skipulagt þetta steggjapartý. Þar var síðan mikið skotið og síðan drukkið og kjaftað (annars staðar samt) fram á nótt.

17. júní var planað að ég færi með mínum elstu vinum, skátum og MH-ingum upp í sveit á hótelið sem familían hans Tomma á þar. Þar vorum við saman, Ég, Ásgeir Ó, Tino (Stebbi), Tiny (Þórir), Mosi (Tommi) og Frezano (Freysi). Tommi og Freysi nýstignir út úr flugvél eftir að hafa flogið á klakan sérferð til að vera í blilluppinu okkar Báru! Ótrúlegir drengir alveg hreint!
Ég bjóst ekki við öðru en að við myndum þurfa að keyra í tvo tíma til að komast á staðinn. En um 3 komu Ásgeir og Tino til mín og keyrðu mig sem leið lá á Reykjavíkurflugvöll! Þar beið okkar fjögurra manna rella sem flaug með okkur á Skóga! Þaðan var svo stuttur akstur að hótelinu þar sem við grilluðum, drukkum og fórum í Seljavallalaug.... og drukkum líka :)

En stóri dagurinn var auðvitað 19. júní. Giftingin sjálf. Þetta var rosalega fallegur dagur og brúðurin var alveg einstaklega falleg (eins og venjulega!). Sýslumaðurinn í Keflavík Jón Eysteinsson gaf okkur saman fyrir framan 155 manns (skamm á ykkur sem ekki komuð en létuð ekki vita). Kaja söng fyrsta lagið en svo spiluðu Stebbi, Freysi og Jón Ingvar brúðarmarsinn þegar Bára gekk inn. ROSALEGA flott! Eftir að við höfðum sett up hringana söng Palli Forever með KISS alveg frábærlega þrátt fyrir nokkra byrjunarhnökra. Að lokum slaufaði Kaja þessu með Sól um nótt sem Sálin flutti.
Þótt ótrúlegt sé þá vildu einhverjir tjá sig um mig og mamma sendi Möggu frænku og Jóhönnu Maggý með skilaboð og myndashow til mín. Alveg ótrúlega fallegt og sérstaklega það sem Jóhanna sagði um frænda sinn. Hún er einstök :) Elva Dögg flutti líka alveg einstaklega skemmtilega ræðu um hvað ég var/er mikill lúði en samt skemmtilegur :D Síðan var alveg frábært atriði þar sem strákarnir fluttu frumsamið tónverk handa okkur Báru. Meginstefið var víst byggt Parasite með KISS sem er uppáhalds lagið mitt með þeim. Tónlistarfávitinn ég hins vegar fattaði það ekki. Á eftir að hlusta betur á lagið og þá fatta ég það örugglega þegar búið er að benda mér á það! Kærar þakkir drengir, þetta var geðveikt!

Þetta var líka alveg frábær dagur og yndislegt að hitta allt þetta fólk. Kærar þakkir til allra sem nenntu að koma til okkar og áttu með okkur frábæran dag :)

:: Jón Grétar 17:09 [+] ::
...
:: 10 júní, 2004 ::
Carbondale

Það hlaut að koma að því... við héldum að allt gengi svo vel og allt væri í himnalagi með usa förina okkar. En nei. Erum búin að bíða nær endalaust eftir pappírunum frá skólanum og skildum ekkert í því að við fengum ekkert. Svo kom í ljós að þeim vantaði b.a. diplómað okkar (sem þeir fengu strax í byrjun) og ljósrit úr vegabréfunum okkar. Voða voða gaman.

Þannig í dag fórum við í ÚTL-ið, ljósrituðum vegabréfin okkar, niðrí HÍ og fengum stöffið og svo var allt heila draslið faxað út. Það var reyndar góð kona sem sagði við Báru að hún myndi faxa okkur pappírana sem við þyrftum en ekki senda þá í pósti svo við gætum strax hafist handa við að reyna að koma okkur út.

Vonandi gengur það bara, þetta er kannski bara ágætis fólk þarna úti :)

:: Jón Grétar 13:54 [+] ::
...
:: 03 júní, 2004 ::
Umræðan í dag

Núna er allt vitlaust vegna þess að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Vinstri pésarnir kalla lögin ritskoðunarlögin en hægristuttbuxnadrengir kalla þau nauðsynleg og gjörning forsetans aðför að þingræðinu. Fjölmiðlalögin eru líka kölluð öllum illum nöfnum og margt satt og logið sagt um þau.

Sem sannur veitiggi maður sem er á móti sem flestu, þá er ég ósammála báðum aðilum, stuttbuxnadrengjum og vinstripésum.

Neitunin er aðför að lýðræðinu/þingræðinu
Nei, ekki alveg. Það er verulega undarlegt að kalla stjórnarskrárbundin rétt forseta aðför að þingræðinu. Ekki allir sammála um að forseti hafi þennan rétt, en hins vegar finnst mér rök Sigurðar Líndal um þetta fremur sannfærandi. Hann heldur því fram að forsetinn hafi þessi völd. Annars held ég að ekki sé deilt mikið um að forseti hafi þennan rétt, meira að segja Jón Steinar samþykkir það og hann er nú oft talinn lögfræðispekúlant Sjálfstæðisflokksins.


Gjá milli þings og þjóðar
Ég sé ekki alveg hvernig gjá hefur myndast milli þings og þjóðar í þessu máli, gjá sem er mikilvægara að brúa en þá sem myndaðist í Öryrkjamálinu eða Kárahnjúkum. Tók Ólafur þessa ákvörðun vegna undirskriftalistans sem var á netinu? Vonandi ekki því þó nokkrir hafa séð nafn sitt á þeim lista án þess að hafa nokkru sinni farið inn á þessa síðu, aðrir hafa séð nafn sitt á listanum þegar þeir ætluðu að skrá sig. Sem sagt, það lítur svo út sem listinn sé allavega að hluta til falsaður. Ef Ólafur Ragnar leggur þennan lista til grundvallar ákvörðun sinni þá er hann á rangri braut.
Ólafur Ragnar hefur ekki sannfært mig um að ákvörðun hans byggist á einhverju öðru en fjölmiðlafári og áróðri frá fréttamönnum sem óttast um starfið sitt.

Lögunum er beitt gegn Norðurljósum...
Það er rétt og það er einmitt punkturinn með lögunum. Ekki er annað fyrirtæki á frjálsum markaði sem hefur viðlíka stöðu og Norðurljós. Hins vegar eru Norðurljós ekki með ráðandi stöðu ef tekið er tillit til allra fjölmiðla, RÚV er miklu stærra og með mun meiri hlutdeild á auglýsinga og fjölmiðlamarkaði en öll fyrirtæki Norðurljósa til samans. Nú er í burðarliðnum að endurskoða stöðu og hlutverk RÚV. Gáfulegra hefði verið að gera það áður en þessi lög fóru í gegnum Alþingi.

...sem munu fara á hausinn
Af hverju ættu Norðurljós að fara á hausinn? Ef þetta fyrirtæki getur á engan hátt staðið eitt og sér og skilað arði þá hlýtur sú spurning að vakna af hverju Baugur vill reka þessa fjölmiðla.
Ef Norðurljós geta ekki skilað arði þá er ólíklegt að Baugur sé í góðgerðarstarfsemi og vilji reka fullt af útvarps- og sjónvarpsstöðvum bara til þess að við þurfum ekki að horfa á Græna fingur á RÚV. Með fjölmiðlum nær Baugur (og hvaða fyrirtæki sem er sem er í svipaðri stöðu) að ýta sínum vörum, þjónustu og sjónarmiðum fram á kostnað annara. Þetta skekkir samkeppnisaðstöðu á öllum þeim mörkuðum sem Baugur stundar viðskipti.
Ef Norðurljós geta skilað arði þá þurfa fréttamennirnir ekki að hafa neinar áhyggjur. Nýjur meirihlutaeigendur geta eflaust haldið áfram því góða starfi sem hefur verið þarna áður. Fjölmiðlalög breyta engu um það. Þetta hins vegar leiðir okkur að næsta punkti...

Baugur notar sína fjölmiðla sem áróðurstæki
Þetta hlýtur hver heilvita maður að sjá. Nóg er að skoða fyrirsagnir Fréttablaðsins og bera þær saman við innihald fréttanna þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umfjöllunuar. Þetta Gerði Ólafur Teitur Guðnason í Viðskiptablaðinu og niðurstaðan var sú að Fréttablaðið ýkti punkta sem voru á móti frumvarpinu og dró úr þeim sem gerðu lítið úr áhrifum þess. Þetta var ekki niðurstaða rannsóknar sem HA gerði á fréttaflutningi Stöðvar 2 og RÚV, fréttastofurnar voru nokkuð líkar. Sem sagt, blöð þeirra Norðuljósamanna virðast vera notuð í áróður.
Fleiri segja svipaða sögur af öðrum tímum. Nokkrir fyrrverandi fréttamenn á DV og Fréttablaðinu hafa sagt að þeir hafi fengið upphringingar frá stjórnarmönnum í Baugi þar sem þaim var bent á að fréttin sem þeir væru að vinna að væri ekki góð fyrir önnur fyrirtæki Baugs og þeim væri því hollara að hætta við fréttina. Þessa menn hef ég sjálfur talað við og fengið þetta staðfest, þetta eru ekki langgengnar kjaftasögur.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur
Það er ótrúlegt að sjá kúgvendingu þessara tveggja flokka þegar kemur að löggjöf um fjölmiðla. Fyrir ekki mörgum árum sögðu Davíð og Björn að ekki væri nauðsynlegt að setja lög um fjölmiðla, markaðurinn gæti séð um þetta án íhlutunar ríkisvaldsins. Samfylkingin (eða þeir vinstri flokkar sem voru þá) voru hins vegar á þeirri skoðun að bráðnauðsynlegt væri að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Núna eru þeir búnir að skipta um horn. Það út af fyrir sig er ekki skrýtið, þegar Davíð og Björn létu þessi orð falla voru Norðurljós ekki eins stór og núna og Kolkrabbinn var enn á lífi og hafði möguleika á að komast í markaðsráðandi stöðu. Þeirra menn voru að vinna. Hins vegar hafði Össur og hans fólk ekki neinn fjölmiðlarisa í sínu horni og höfðu þar af leiðandi áhyggjur af stöðu mála. Við vitum hvernig þetta fór.

Davíð og hans fólk væri engu betra en Baugur
Hvað með það? Þýðir það að ef þú brýtur af þér þá má ég það bara líka? Auðvitað ekki! Bara það að sjálfstæðiskolkrabbinn sé engu skárri en Baugur réttlætir ekki að það eigi ekki að setja lög á fjölmiðla. Svona rök dæma sig sjálf. Það er í raun ekkert sem útilokar að kolkrabbinn eða gamla SÍF klíkan nái Norðurljósum og prómóteri sín sjónarmið á kostnað annara. Eigum við þá að setja lög af því að við erum mótfallin þessum tilteknu mönnum? auðvitað ekki, jafnt skal yfir alla ganga.

Nóg í bili... röfla meira síðar

:: Jón Grétar 12:45 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?