:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 23 júní, 2004 ::

Giftingin og aðdragandi hennar

Þetta er búið að vera ein heljarinnar vika! Best að byrja á byrjuninni.

16. júní ákváðum við Bára að fara út að borða og hafa það kósý, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þegar við erum að ljúka við að borða koma þrjár ungmeyjar og biðja mig um að fylgja sér út! Ég vissi ekki alveg hvað var að gerast en sá á glottinu á Báru og pokanum sem hún hafði dröslast með með sér að eitthvað var á seiði. Ég ákvað því að láta undan og fara með stúlkunum. Þær keyrðu í marga hringi og enduðu að lokum í Paintball þar sem margir góðir menn biðu mín. Ég komst þá að því að Ingó klippari hafði skipulagt þetta steggjapartý. Þar var síðan mikið skotið og síðan drukkið og kjaftað (annars staðar samt) fram á nótt.

17. júní var planað að ég færi með mínum elstu vinum, skátum og MH-ingum upp í sveit á hótelið sem familían hans Tomma á þar. Þar vorum við saman, Ég, Ásgeir Ó, Tino (Stebbi), Tiny (Þórir), Mosi (Tommi) og Frezano (Freysi). Tommi og Freysi nýstignir út úr flugvél eftir að hafa flogið á klakan sérferð til að vera í blilluppinu okkar Báru! Ótrúlegir drengir alveg hreint!
Ég bjóst ekki við öðru en að við myndum þurfa að keyra í tvo tíma til að komast á staðinn. En um 3 komu Ásgeir og Tino til mín og keyrðu mig sem leið lá á Reykjavíkurflugvöll! Þar beið okkar fjögurra manna rella sem flaug með okkur á Skóga! Þaðan var svo stuttur akstur að hótelinu þar sem við grilluðum, drukkum og fórum í Seljavallalaug.... og drukkum líka :)

En stóri dagurinn var auðvitað 19. júní. Giftingin sjálf. Þetta var rosalega fallegur dagur og brúðurin var alveg einstaklega falleg (eins og venjulega!). Sýslumaðurinn í Keflavík Jón Eysteinsson gaf okkur saman fyrir framan 155 manns (skamm á ykkur sem ekki komuð en létuð ekki vita). Kaja söng fyrsta lagið en svo spiluðu Stebbi, Freysi og Jón Ingvar brúðarmarsinn þegar Bára gekk inn. ROSALEGA flott! Eftir að við höfðum sett up hringana söng Palli Forever með KISS alveg frábærlega þrátt fyrir nokkra byrjunarhnökra. Að lokum slaufaði Kaja þessu með Sól um nótt sem Sálin flutti.
Þótt ótrúlegt sé þá vildu einhverjir tjá sig um mig og mamma sendi Möggu frænku og Jóhönnu Maggý með skilaboð og myndashow til mín. Alveg ótrúlega fallegt og sérstaklega það sem Jóhanna sagði um frænda sinn. Hún er einstök :) Elva Dögg flutti líka alveg einstaklega skemmtilega ræðu um hvað ég var/er mikill lúði en samt skemmtilegur :D Síðan var alveg frábært atriði þar sem strákarnir fluttu frumsamið tónverk handa okkur Báru. Meginstefið var víst byggt Parasite með KISS sem er uppáhalds lagið mitt með þeim. Tónlistarfávitinn ég hins vegar fattaði það ekki. Á eftir að hlusta betur á lagið og þá fatta ég það örugglega þegar búið er að benda mér á það! Kærar þakkir drengir, þetta var geðveikt!

Þetta var líka alveg frábær dagur og yndislegt að hitta allt þetta fólk. Kærar þakkir til allra sem nenntu að koma til okkar og áttu með okkur frábæran dag :)

:: Jón Grétar 17:09 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?