:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 26 júlí, 2004 ::

Nýjir hlekkir

Eins og flestir vita sem mig þekkja er ég orðinn áhugamaður um viskí. Hef gaman af því að smakka mig til og njóta bragðsins sem og að drekka aðeins meira og njóta áhrifanna. Verð samt að viðurkenna að hið fyrrnefnda er ögn skemmtilegra, það er eitthvað svo kúltíverað :p

Setti inn hérna til hliðar nokkra viskí hlekki. Royal Mile er ein besta viskí búðin á aðalgötunni í Edinborg. Þar er hægt að finna nánast allar tegundir skosks eðalviskís á ágætis verði. Macleod framleiðir að mestu blandað viskí (sem getur verið mjög gott líka) en þeir eru einnig með fimm tegundir af single malt. Hver þessara tegunda á að vera einkennandi fyrir sitt viskísvæði (highland, lowland, speyside, island og isle). Þessar fimm tegundir fást allar í ríkinu hérna heima og eru fínar fyrir byrjendur til að fara að kynnast hvað er einstakt fyrir hvert svæði. Skellti inn Master of Malt líka en þar er hægt að kaupa sér viskí á netinu (líka á Royal Mile reyndar). Ekki má gleyma Whisky Heritage Museum en það er rétt við kastalann í Edinborg. Þar er hægt að fá kynningar á viskí, fræðast um sögu drykksins og fá sér að borða. Þar er einmitt 5 stjörnnu veitingastaður sem við Bára fórum á og getum hiklaust mælt með honum. Frábær matur og ekki mjög dýr. Ég ákvað að skella inn líka Jack Daniels. Flestir álíta Jack Daniels frekar mikið rudda viskí sem helst er frægt af drykkjusögum slíkra hetja eins og Lemmy úr Motorhead eða Metallicu. Ég ákvað því að smakka það um daginn og það kom mér á óvart hvað það er smooth. Eiginlega vanillukeimur af lyktinni og rennur ljúflega niður. Rífur svo aðeins í í lokin eins og vera ber. Mæli með að þið prófið það með klaka. Aldeilis gott bara.

Læt þetta vera núna, er að fara í upptökur á morgun á Rás 2 með Palla. Erum að taka upp þætti no 2-3 af KISS sem verða þar bráðlega. Best að fara að skoða handritið.

:: Jón Grétar 20:59 [+] ::
...
:: 24 júlí, 2004 ::
Inni í sólinni
 
Ég þykist veera frekar duglegur í dag. Er búinn að lesa yfir 6 greinar fyrir bókina okkar: Hvar er hún nú? Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld. Allt alveg sérdeilis skemmtilegar lesningar, þó ég segi sjálfur frá :)
 
Þurfti samt að vafra aðeins um netið og skoða uppáhalds síðuna mína http://www.aldaily.com þar sem hægt er að finna það helsta sem er í bandarískum netmiðlum dag frá degi. Pólitík, heimspeki, vísindi og bókadómar allt á einum stað. Rakst þar á grein um styrk EU fram yfir USA og það lét mér líða vel inní mér. Er alltaf frekar mikill Evrópusinni og þegar ég sé einhverja koma með rök fyrir því að sameinuð Evrópa sé allavega skömminni skárri en fasistaríkið vestan við okkur verð ég glaður.
 
Ekki löng grein, endilega kíkiðá hana: http://www.foreignpolicy.com/story/files/story2583.php?PHPSESSID=3fc62ced01e05533ce6ec42844c46fa9
 
Best að halda áfram



:: Jón Grétar 16:33 [+] ::
...
:: 13 júlí, 2004 ::
Honeymoon!!

Ákváðum í dag að skella okkur til Glasgow í brúðkaupsferð :) Pöntuðum í dag og förum í fyrramálið, búin að redda okkur hótelum og alles!

Sjáumst þann 21 júlí!!

:: Jón Grétar 19:06 [+] ::
...
:: 09 júlí, 2004 ::
Við erum hætt við USA

vildi bara láta áhugasama lesendur vita af þessari óvæntu framvindu mála. Enn er allt á huldu um hvað tekur við, vona bara að ég hafi ekki verið of vondur aðstoðarkennari þannig að fólk vilji ráða mig aftur :/

Núna verður byrjað að skoða skóla í USA, UK, eyjaálfu og já, jafnvel skandinavíu!

:: Jón Grétar 13:32 [+] ::
...
:: 06 júlí, 2004 ::
The times the are a changing...

söng Bob Dylan. Það á við hjá okkur Báru núna. Við fengum þær fréttir á föstudag að við myndum ekki fá aðstoðarmennsku í Carbondale. Þetta þýðir þá að við fáum ekki launin sem við bjuggumst við og fáum ekki niðurfellingu skólagjalda. Sem sagt, 18.000$ skólagjöld á kjaft fyrsta árið, 9.000 fyrir áramót! Þetta er frekar hvimleiður fjandi þar sem LÍN lánar einungis rúmlega 33.000$ fyrir skólagjöldum í framhaldsnámi. Þannig að: ef við borgum þarna núna og fáum enga tryggingu fyrir því að þurfa ekki að borga skólagjöldin gætum við verið að fyrirgera því að við komumst í doktorsnám eftir þetta nám. Ekki falleg staðan hjá okkur í dag.

Ástæðan fyrir þessu er víst ekki alveg á hreinu. Á pappír segjast kennararnir hafa haft reynslu viðkomandi til hliðsjónar. Þá ætti Bára að vera ofarlega á lista miðað við það sem við höfum verið að lesa af bréfum samstúdenta okkar. Margir hverjir hafa jafnvel aldrei unnið við neitt sem tengist þessu. Einnig segja kennararnir undanfarin ár hafi 15 manns verið hleypt inn í þetta prógram. Hins vegar var að bætast við nýr kennari og því hafi verið ákveðið að opna fyrir fimm nemendur í viðbót... en ekki fengist fjármagn til að láta þetta fólk fá aðstoðarmennsku! Sem er frmur skrýtið því aðal kosturinn við þetta nám er það að þarna fær fólk hagnýta reynslu, ekki bara endalausan bóklestur.

Við erum því ekki alveg viss hvað er að taka við hjá okkur. Við skrifuðum út og létum þá vita af vandræðum okkar og sögðumst einfaldlega ekki komast út ef svona væri í pottinn búið. Við fáum vonandi svar á næstu dögum. Ef það gengur ekki að láta okkur fá einhverja vinnu við skólan erum við svolítið lost.
Annars er sá möguleiki í stöðunni að reyna að finna skóla í Bretlandi sem vill taka við okkur beint í doktorsnám, en ég er ekki að sjá það gerast.

Fylgist með þessari æsispennandi framvindu, eingöngu... HÉR!! eða eitthvað

:: Jón Grétar 17:12 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?