:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 26 júlí, 2004 ::

Nýjir hlekkir

Eins og flestir vita sem mig þekkja er ég orðinn áhugamaður um viskí. Hef gaman af því að smakka mig til og njóta bragðsins sem og að drekka aðeins meira og njóta áhrifanna. Verð samt að viðurkenna að hið fyrrnefnda er ögn skemmtilegra, það er eitthvað svo kúltíverað :p

Setti inn hérna til hliðar nokkra viskí hlekki. Royal Mile er ein besta viskí búðin á aðalgötunni í Edinborg. Þar er hægt að finna nánast allar tegundir skosks eðalviskís á ágætis verði. Macleod framleiðir að mestu blandað viskí (sem getur verið mjög gott líka) en þeir eru einnig með fimm tegundir af single malt. Hver þessara tegunda á að vera einkennandi fyrir sitt viskísvæði (highland, lowland, speyside, island og isle). Þessar fimm tegundir fást allar í ríkinu hérna heima og eru fínar fyrir byrjendur til að fara að kynnast hvað er einstakt fyrir hvert svæði. Skellti inn Master of Malt líka en þar er hægt að kaupa sér viskí á netinu (líka á Royal Mile reyndar). Ekki má gleyma Whisky Heritage Museum en það er rétt við kastalann í Edinborg. Þar er hægt að fá kynningar á viskí, fræðast um sögu drykksins og fá sér að borða. Þar er einmitt 5 stjörnnu veitingastaður sem við Bára fórum á og getum hiklaust mælt með honum. Frábær matur og ekki mjög dýr. Ég ákvað að skella inn líka Jack Daniels. Flestir álíta Jack Daniels frekar mikið rudda viskí sem helst er frægt af drykkjusögum slíkra hetja eins og Lemmy úr Motorhead eða Metallicu. Ég ákvað því að smakka það um daginn og það kom mér á óvart hvað það er smooth. Eiginlega vanillukeimur af lyktinni og rennur ljúflega niður. Rífur svo aðeins í í lokin eins og vera ber. Mæli með að þið prófið það með klaka. Aldeilis gott bara.

Læt þetta vera núna, er að fara í upptökur á morgun á Rás 2 með Palla. Erum að taka upp þætti no 2-3 af KISS sem verða þar bráðlega. Best að fara að skoða handritið.

:: Jón Grétar 20:59 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?