|
:: 09 september, 2005 ::
Þá er best að bæta fyrir syndir síðasta alvöru pósts. Eins og Þórir benti á þá lét ég liggja milli hluta að útskýra af hverju skólinn væri byrjaður en ég ekki byrjaður í honum. Þannig er það að þar sem ég er rannsóknarnemandi þá þarf kennarinn minn (Geraldine) að samþykkja rannsóknaráætlunina mína og leggja hana fyrir nefnd áður en ég get byrjað formlega í skólanum. Ég ætlaði að gera þetta áður en ég kom hingað en Geraldine vildi frekar við gerðum þetta saman. Þannig að ég beið. Þegar ég kom hingað var Geraldine hins vegar svo upptekin að skipuleggja ráðstefnu í Póllandi (sem ég fór ekki á sökum peningaskorts) að hún gat ekki sest yfir þetta með mér. Þannig að: Ég henti saman rannsóknaráætlun með smá rökstuðningi og hún er að lesa það í Póllandi (vonandi). Ég hins vegar get ekki byrjað í skólanum eða skráð mig sem nemanda fyrr en hún kemur aftur.
Þannig að undanfarna viku hef ég notað í að dandalast og gera ekki neitt, kaupa mér í matinn og hinar ýmsu nauðsynjar (handklæði, ilmkerti, myndasögublöð, kaffikönnu). Í dag festi ég svo kaup á hjóli, með lás, bögglabera og brettum á aðeins 175 evrur. Ágætis fákur sem ég vona að bili ekki alveg strax.
:: Jón Grétar 13:26 [+] ::
...
|