:: The Materialistic Worldview ::"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact :: | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
:: 22 september, 2005 :: Þá er ég kominn aftur heim til Galway eftir mikla og undarlega ferð til Bangor í Wales. Ég fylgdi Báru í skólann á sunnudaginn, fórum fyrst með lest til Dublin, síðan með ferju til Holyhead í Wales og þaðan aftur með lest til Bangor. Við vorum búin að panta okkur herbergi á gistiheimili í Bangor og þegar við komum til Bangor báðum við leigubílstjóra að keyra okkur þangað. Hann horfði á okkur eins og við værum svolítið skrýtin og eftir smá samtal við aðra leigubílstjóra á svæðinu kom í ljós að við höfðum pantað okkur gistingu í Bangor á Norður Írlandi!! Ekki alveg samkvæmt áætlun. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá voru nemendur að hrúgast til Bangor (Wales) og flest gistirými því upptekin. Við náðum þó á endanum að finna ágætis gistiheimili sem var svolítið frá miðbænum. Við fórum svo í bæinn að fá okkur að borða og þá tók ekki betra við. Það var eiginlega allt lokað! Engin kaffihús voru opin, helmingur veitingastaðanna var lokaður og það eina sem var í miðbænum voru drukknir nemendur nýkomnir aftur úr klóm foreldra sinna. Ekki góð fyrstu kynni af Bangor (Wales).
Comments:
Skrifa ummæli
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||