:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 22 september, 2005 ::

Þá er ég kominn aftur heim til Galway eftir mikla og undarlega ferð til Bangor í Wales. Ég fylgdi Báru í skólann á sunnudaginn, fórum fyrst með lest til Dublin, síðan með ferju til Holyhead í Wales og þaðan aftur með lest til Bangor. Við vorum búin að panta okkur herbergi á gistiheimili í Bangor og þegar við komum til Bangor báðum við leigubílstjóra að keyra okkur þangað. Hann horfði á okkur eins og við værum svolítið skrýtin og eftir smá samtal við aðra leigubílstjóra á svæðinu kom í ljós að við höfðum pantað okkur gistingu í Bangor á Norður Írlandi!! Ekki alveg samkvæmt áætlun. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá voru nemendur að hrúgast til Bangor (Wales) og flest gistirými því upptekin. Við náðum þó á endanum að finna ágætis gistiheimili sem var svolítið frá miðbænum. Við fórum svo í bæinn að fá okkur að borða og þá tók ekki betra við. Það var eiginlega allt lokað! Engin kaffihús voru opin, helmingur veitingastaðanna var lokaður og það eina sem var í miðbænum voru drukknir nemendur nýkomnir aftur úr klóm foreldra sinna. Ekki góð fyrstu kynni af Bangor (Wales).

Ég verð að viðurkenna að við Bára vorum ekkert allt of hrifin af þessu og vorum frekar kvíðin morguninn eftir þegar við fórum í bæinn. En, þá sáum við allt annann bæ. Löng og skemmtileg verslunargata með kaffihúsum og búðum sem selja það sem maður þarf, frábært útsýni og bara allt í lagi. Bangor (Wales) er rétt hjá miklu skólendi og út um gluggann á gistiheimilinu sáum við fallega fjallasýn sem kveikti hjá mér mikla göngulöngun. Ég sagði Báru að ef hún vildi sjá mig þegar ég kæmi í heimsókn til hennar þá þyrfti hún að fara að venja sig við að fara í fjallgöngur!

Ég kom svo heim í gær um miðnættið, eftir lúxus snekkjuferð frá Holyhead til Dublin og rútuferð til Galway sem tók þrjá og hálfan tíma. Er enn rosalega þreyttur þar sem við Bára erum búin að sofa á einbreiðu rúmi undanfarna viku og ég hef ekki getað sofið mikið. Er loksins að fara að hitta Geraldine á morgun og vonandi fer nú rannsóknartillagan að sjá dagsins ljós. Heyrði í henni í dag og hún hljómaði svolítið sakbitin, sem er gott. Er líka að fara að hitta Jack James sem er deildarforseti eða skorarformaður sálfræðideildarinnar. Hann mun vonandi skrifa eitthvað bréf handa mér sem segir að ég sé í námi þarna og þá get ég loksins sótt um lán til LÍN. Það er heldur ekki seinna vænna þar sem umsóknarfresturinn rennur út 30. september og LÍN fólkið er ekki alveg það sveigjanlegasta.

Þetta reddast...

:: Jón Grétar 18:13 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?