|
:: 18 september, 2005 ::
On the road again... Á morgun förum við Bára til Bangor í Wales, ég verð nú að fylgja konunni minni í skólann :D Við munum vakna fyrir allar aldir og fara með 7:45 lestinni frá Galway til Dublin. Þaðan förum við á höfnina og tökum ferjuna yfir til Holyhead og þaðan verður svo rúta eða strætó til Bangor. Þar ætlum við að finna okkur gistiheimili eina nótt á meðan Bára lætur lesa yfir húsaleigusamninginn sinn og svo flytur hún inn.
Í gær var voðalega skemmtilegur kvöldverður hérna heima í SÞ. Við Bára fórum fyrst með Louis hinum spænska á markaðinn og keyptum í matinn. Þegar við komum heim var síðan eldað og á boðstólunum var kjúklingaréttur með paprikum og lauk, nautakjöt steikt á pönnu með hinum ýmsustu grösum, karrýhrísgrjón með radísum, rauðrófum og brómberjum og alls kyns ostar og grænmeti. Allt þetta drukkið með dýrindis rauðvíni. Það var ekki nema helmingur íbúanna með okkur. Louis, spænski ævintýramaðurinn sem er að skrifa bók, John írska verðandi sápustjarnan, Eric, sem hætti í enskunámi hér til að vinna í fjallahjólabúð og sænska stúlkan (sem ég man ekki hvað heitir) sem er hér að vinna með hesta. Mjög skemmtilegt.
Á meðan ég man... ef þið viljið senda sms eða hringja í mig þá er númerið: +353-870544286 Setti víst auka núll hérna fyrir neðan :)
:: Jón Grétar 12:53 [+] ::
...
|