|
:: 28 nóvember, 2005 ::
Enn um íra
Írar eru sífellt að koma mér á óvart. Þannig er mál með vexti að við erum 6 framhaldsnemar í einu herbergi sem er frekar þröngt. Núna eiga þrjú okkar að fara í herbergi á annarri hæð (við erum núna á fyrstu) og flytja allt okkar hafurtask með þar með talið skrifborð, skúffur og tölvur.
Það fyndna er að við megum ekki flytja dótið sjálf heldur verðum við að panta flutningamenn sem vinna hjá skólanum til að fara með draslið upp. Ástæðan fyrir þessu er sú að ef við meiðum okkur við að flytja þá gætum við kært skólann og skólinn vill það náttúrulega ekki!
Hvers konar USA vitleysa er þetta eiginlega!! Ofsóknarbrjálæði á háu stigi sem ég bjóst satt að segja ekki við að finna í ligeglað Írlandi. Ekki er nóg með að þetta lið hérna er gersamlega sneytt því að geta afkastað nokkrum sköpuðum hlut á stuttum tíma, í þokkabót þarftu að fara í gegnum pappírsstafla frá helvíti til að koma nokkru í verk!
Heitasta helvíti.
:: Jón Grétar 11:37 [+] ::
...
|