:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 16 nóvember, 2005 ::

Ég hata íra!

Ekki alla svosem, bara þá sem keyra, sem eru víst flestir. Þannig er mál með vexti að ég á hjól og hjóla alltaf í skólann og spara þannig 20 mínútur af mínum tíma og slatta af ósóni þrátt fyrir að hjóla ekki stuttu leiðina. Hvað um það.
Í morgun var ég að hjóla í skólann og eins og löghlýðinn borgari þá hjóla ég alltaf á götunni. Ég er að hjóla í mestu makindum vinstra megin þegar ég sé bíl vera á leiðinni út úr stæði vinstra megin við veginn á leið á hægri akgrein. Bílstjórinn sér mig, fer lengra út á götuna, horfir til beggja hliða og gáir hvort það séu fleiri bílar að koma og fer svo enn lengra út á götuna. Þarna er svo komið að ég þarf að snarstoppa hjólið og lulla framhjá honum til þess að skella ekki á húddinu hjá honum. Ég horfi á hann eins og hann sé vanþroskaður maður sem var við það að drepa mig og hvað gerir hann? Hann segir mér að "fuck off!!" Sem sönnum heiðursmanni sæmir þá geri ég ekkert í þessu, lyfti löngutöng vinstri handar í átt að vanvitanum sem verður við þetta svo reiður að hann ætlar að æða út úr bílnum.
Nú veit ég ekki hvort hann fór út, ég var komin handan við hornið hugandi það hvort ég næði nú að hringja á Gardai (lögregluna) áður en maðurinn keyrði aftan á mig í bræði sinni. En, ekkert gerðist og ég komst heill á leiðarenda.
Ég er búinn að eiga hjólið núna í u.þ.b. 3-4 vikur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem íri reynir að drepa mig með bílskrjóð. Þetta er ekki heldur í annað eða þriðja skiptið heldur fimmta (5ta) skiptið sem bílstjóri svínar á mig. Ekki bara svínar á mig af því að hann sér mig ekki, það skil ég og er ekkert að ergja mig of mikið á því. Nei, í 5. (fimmta) skiptið sem einhver vanþroskaður, illa gefinn íri með minnimáttarkend horfir á hjólið og gefur svo í.

Ég er enn að hugsa hvað ég á að gera í þessu. Er mest að hugsa um að kaupa mér öfluga teygjubyssu og nokkrar stálrær. Ef einhver svínar fyrir mig, að stöðva þá í mestu makindum og skjóta á svínið. En einnig kemur til greina að vera með trélurk með naglabút og láta hann rekast óþyrmilega í bílinn ef hann kemur of nálægt.


Hvað finnst ykkur?

:: Jón Grétar 20:16 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?