|
:: 24 nóvember, 2005 ::
Í Galway aftur...
Skrapp yfir til Báru á föstudaginn og eyddi með henni helginni og mánudeginum. Höfðum það voðalega gott saman og ég gerði mest litið nema að lesa og smakka hinar ýmsu tegundir af öli (ekki bjór, heldur öli) sem Wales-búar bjóða uppá. Enginn smá munur að geta fengið nýja tegund af öli á hverjum einasta pöbb í bænum. Annað en hérna hjá mér, ekkert nema Guinness á öllum krönum og sumir með Smithwicks líka sem er ögn ljósari. Fáir sem þora að bjóða uppá Murphy´s sem er miklu betri eða Beamish sem er ögn rammari en Guinness. Hvað þá að maður fái Kilkenny´s sem er alveg rosalega mjúkt og gott öl. Á litinn eins og Newcastle Brown en með áferð og froðu eins og Guinness. Himneskt alveg hreint. En ég hitti Báru aftur þann 15 des, þegar við fljúgum heim á leið og verðum á klakanum til 10 jan. Þá er Ásgeir (ekki blóð bróðir heldur skátabróðir) búinn að lofa að taka mig á jökul og ég er búinn að taka loforð frá drengjunum í Fjallaklúbbnum að við göngum á fjöll þegar ég er heima. Í skiptum fyrir slíkar ferðir er ég búinn að lofa að koma heim með gott írskt whiskey, Connemara. Þið getið kíkt á heimasíðuna þeirra hér til hliðar, bætti þeim við. Eins gott að setja inn það fáa sem gott er við þetta sker!
Er búinn með lokauppkast af rannsóknartillögunni minni, eða Research Proposalinu. Sendi það á Geraldine í dag og líka Jack sem er prófessorinn hér í deildinni. Fæ væntanlega smá feedback frá þeim bráðlega. Hef hins vegar ekki hugmynd um hvernig maður á að setja inn skjöl hér, eða hvort það er hægt yfir höfuð þannig að þið fáið víst ekki að lesa það sem ég er búinn að skrifa. Ekki strax allavega. Hugsa að þið séuð frávita af sorg yfir því.
Best að reyna að koma einhverju niður á blað.
:: Jón Grétar 14:44 [+] ::
...
|