:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 29 apríl, 2004 ::

Framtíðarplönin

Það er nú aldeilis upplýsingaflóðið sem kemur frá Carbondale! Ég hef bara sjaldan kynnst annari eins þjónustu og ég hef nú farið í nokkuð mörg illa rekin einka- og ríkisfyrirtæki.
Fyrir ekki svo löngu síðan fegnum við Bára staðlað mail um að Behavior Analysis deildin vildi taka við okkur og von bráðar fengjum við official bréf frá Carbondale með nauðsynlegum pappírum til að fá dvalarleyfi og fleira. Þegar það kæmi gætum við líka haft samband við stúdentagarðana þarna úti og gengið frá húsnæði. Ef við hefðum einhverjar spurningar áttum við að hafa sambandi og reynt yrði að greiða úr okkar flækjum og svara spurningum okkar. Flott, mar?

Varla. Við sendum meil og spurðum hverjar væru líkurnar á niðurfellingu skólagjalda og aðstoðarmannastöðu. Við fengum svar upp á það að þetta hefði gengið í 27 ár, en því miður væri ekki hægt að gefa opinbert já. Sem sagt, lesist "já".
Þetta var svarið sem ég fékk, Bára fékk ekkert svar. Hún hafði hins vegar spurt um húsnæði (eins og okkur var bent á í mailinu). Þá var sagt "við komum þér í samband við aðra nemendur, látum þig fá einhver meil". Ekkert hefur heyrst í næstum mánuð. Frábært.
Ég spurði svo hvenær prógrammið byrjaði. Okkur Báru langar að fara á fund í Ohio áður en prógrammið byrjar en erum ekki viss um að við getum farið inn í landið vegna þess að ef við erum með námsmannavísa getum við ekki farið inn í landið nema 30 dögum áður en skólinn byrjar. Ekkert svar hefur borist. Ekki einu sinni "Veit ekki". Það er nú ekki eins og það sé mikið af fólki sem þetta lið þarf að sjá um! heilir 20-30 manns byrja á hverju ári og það eru 5 kennarar, sem sagt 4-6 nemendur á kjaft, whoopdee-dandy!

Vona að þetta batni þegar við komum út.

Annars erum við farin að velta fyrir okkur UK og Eirie í doktorsprógrammi :) Þá verðum við komin ögn nær heimaslóðum og mér sýnist á öllu að við verðum heilu ári styttra úti ef við kæmumst þar inn. Það er vel þess virði að tékka á því!

Jolly ol' England, 'ere we come! (eftir tvö ár það er að segja!

:: Jón Grétar 22:00 [+] ::
...
:: 23 apríl, 2004 ::
Evrópuþingi lokið

Loksins! Búinn að sitja á rassgatinu á Evrópuþingi skáta alla vikuna. Big issues næstu árin... give peace a chance. Skátahreyfingin ætlar víst að stefna á að vinna friðarverðlaun Nóbels eða e-ð álíka. Voða áhugaverð prójekt sem hafa verið í gangi út um allan heim, skátar að vinna að minnkun ofbeldis meðal ungmenna í Brasilíu, samvinnu milli tútsa og hútúa barna í Afríku og skilningi milli N-Írlands og venjulegu Íranna.

Þegar ég las í gegnum þessi verkefni fattaði ég hvað við erum helvíti heppin hérna á Íslandi, höfum ekki mikið af svona ófrið hérna heima.

Það var annað sem ég komst að á þessu þingi... mér er illa við allar Norðurlandaþjóðir nema Finna. Reyndar hitti ég nú ágætis Dana. Fínn kall, en dugði ekki til að draga meðaltalið upp. And don´t get me started á svíunum. Fannst reyndar frekar fyndið að það var svíi þarna sem var með okkur Jóni á Nopolk fyrir áramót. Hann vildi ekki einu sinni tala við okkur. Held við höfum farið illa í hann með ofurpragmatismanum okkar þegar við hittum hann síðast! Muahahahahaha!

Best að fara a drulla sér í háttinn, eða að lesa e-ð áhugavert og skemmtilegt.

:: Jón Grétar 00:22 [+] ::
...
:: 15 apríl, 2004 ::
Nostalgía

Ég var að detta inn á alveg hreint snilldar síðu! Þetta er dótaframleiðandinn Hasbro, sem færði okkur slík snilldar leikföng eins og Transformers, G.I Joe, Lazer Tag og Star Wars. Þarna er hægt að skoða endalaust mikið af gömlum og nýjum leikföngum, skoða sögurnar á bak við alla kallana og fá að sjá teiknimyndir með öllu draslinu líka.

Ég sem ofurnjörður og dótageek þurfti náttúrulega að skoða G.I Joe hlutann og er kominn inn í hvernig hið illa Cobra starfar :D Svo er ég líka búinn að kynna mér Transformers söguna, voðalega átakanleg saga af því hvernig vélmennin fóru í borgarastyrjöld og lentu á jörðinni.... eða whatever.

Það er allavega gaman að renna aðeins yfir gamla dótið sitt og fá nostalgíu flipp í nokkrar mínútur.

:: Jón Grétar 00:11 [+] ::
...
:: 13 apríl, 2004 ::
Update

Þá er að koma mynd á Ameríkuferð okkar Báru. Ekki alveg ljóst hvenær skólinn vill fá okkur en við komumst vonandi að því í vikunni. Málið er að fara til USA í byrjun júlí, fljúga til New York og vera þar í nokkra daga. Fara þaðan á fund TIBI (The International Behaviorological Institude) sem verður haldinn í Columbus, Ohio 10-12 júlí. Columbus er bara 6 tíma frá Chicago og örugglega Carbondale líka. Við förum þá frá Ohio til Carbondale og förum að koma okkur fyrir. Voðalega gaman! Vona bara að skólinn fari að senda okkur bréf svo við getum farið að sækja um vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr... þetta verður frekar mikið stress.

Er svo núna á næstunni að fara að lesa yfir nokkra kafla í bók sem prófessor útí heimi er að fara að skrifa. Stephen (gestafyrirlesarinn á ráðstefnunni sem ég hélt með Jöru og Palla um daginn) benti mér á þennan mann og hvatti mig til að skrifa honum. Sá heitir Lawrence Fraley (ótrúlega líkt Frehley gítarleikara KISS) og er að skrifa inngangsbók í atferlisfræði. Þar eiga m.a. að vera kaflar um taugahegðun (asnalegt nafn á íslensku). Þar sem B.A. ritgerðin mín fjallaði um skild efni fannst Stephen tilvalið að ég læsi þessa kafla yfir og kommentaði á þá.

Það verður því mikið að gera hjá mér á næstunni!

:: Jón Grétar 01:30 [+] ::
...
:: 02 apríl, 2004 ::
Spurning dagsins...

Hvenær er maður búinn að fara yfir of mikið af rottuskýrslum?

Svar: Þegar maður sér rottu á bílaplaninu og það eina sem manni dettur í hug hvernig hún myndi bregðast við sístyrkingu og hve lengi maður væri að slökkva slásláttarhegðun hennar!

Þetta kom fyrir mig áðan! Var að koma heim eftir að hafa verið að lesa þrjátíu skýrslur í Greiningu og mótun hegðunar sem fjalla allar um það sama: Hvernig á að skilyrða rottu (kennsluaðferð sem er vel þekkt í sálfræði og virkar á allar lífverur), slökkva hegðun hennar án þess að refsa henni (gildir líka fyrir allar lífverur) og kenna henni að greina á milli tveggja áreita.
Allavega, ég kem heim og sé eitthvað undarlegt fyrirbæri skoppa yfir bílaplanið. Brúnt lítið með stórt skott. "Sniffy!" hugsaði ég strax (en það er nafnið á gervirottunni sem stúdentar eiga að kenna og skrifa skýrslu um).

Á meðan eldri maður skoppaði á eftir rottunni og stelpa sat stjörf inn í bíl þá fannst mér hún bara nokkuð sæt og hugsaði helst um það hvernig ég kæmi henni í búrin sem ég er með uppí háskóla ónotuð. Ég er alvarlega skemmdur!
En ætli ég verði ekki að redda þessu. Reyni bara að fá útrás fyrir þessar tilraunaþarfir mínar þegar ég fer til USA. Þá fæ ég heilabilað fólk til að gera tilraunir á!

Best að fara að leita sér að heimildum :)

:: Jón Grétar 19:26 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?