:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 30 nóvember, 2006 ::

Travel plan

Finally, I have bought my ticket home for Yule and am all set to go. I will fly from Dublin on the 17th of December at 2.00 pm to London Heathrow. At 20.35 I set sail for Iceland and hopefully arrive there around 23.35. I will then leave Iceland again on the 5th of January to London but have still not bought a ticket to Ireland from there. Haven't decided if I want to fly to Shannon or Dublin on the way back. Like they say here, sure it'll be grand!

Loksins keypti er ég búinn að kaupa mér miðan heim um jólin og er tilbúinn að leggja í ann. Ég flýg frá Dublin 17. desember klukkan 2 og fer til Heathrow. Klukkan 20.35 verður svo lagt í förina til Íslands og ég ætti að koma til landsins um 23.35. Ég fer svo frá Íslandi 5. janúar og fer til London en hef ekki enn keypt miða til Írlands þaðan. Á eftir að ákveða hvort ég vill fljúga til Shannon eða Dublin á bakaleiðinni. Það reddast!


:: Jón Grétar 09:55 [+] ::
...
:: 26 nóvember, 2006 ::
Jólagjafir (it's about Yule gifts, so no need for English ;p)

Þá er komið að því, elskuleg jólin að nálgast og fólk þarf að fara að setja saman jólagjafalista. Þar sem það er frekar erfitt fyrir mig að nálgast bókatíðindin og geisladiskatíðindin heima verður þetta ögn undarlegur og víðfemur listi. En það er allt í lagi.

Bækur, helst gamlar. Langar mikið í Þórberg (á bara Ýmsar ritgerðir), Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og fornsögurnar. Hins vegar langar mig mest í notuð eintök af þessum bókum, af fornsölu. Það er ódýrara og umhverfisvænna :D
Af nýjum bókum eru það helst Íslenskir hellar og bókin um Þórberg og Gunnar. Man ekki eftir fleiri bókum núna.

Geisladiskar, íslenskir helst (annars er ROSALEGA mikið af efni sem mig langar í!). Ampop, Lay low svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað í þeim dúr allavega :p Af erlendu efni væri það nýja stöffið hans Tom Waits. alger snillingur.

Dót fyrir myndavélina, lítill þrífótur (mini), stærri þrífótur, auka batterý, auka minniskort eða hulstur fyrir vélina. Þablega það.

Læt þetta duga í bili. Ferðaáætlun birtist bráðlega :D

:: Jón Grétar 20:11 [+] ::
...
:: 16 nóvember, 2006 ::
After thinking about this a wee bit too much I have decided to take the safe bet on New Years and stay in jolly ol' Iceland, preferably somewhere where there aren't too many people.

Held ég haldi mig heima um áramótin. Búinn að hugsa mikið um þetta og held að það sé farsælast. Helst að halda mig þar sem lítið er af fólki. Það er bestast.

:: Jón Grétar 11:36 [+] ::
...
:: 09 nóvember, 2006 ::

New Years Eve (íslenska fyrir neðan)

Here we go, Christmas and New Years are coming up, people start panicking about gifts, what to give, whom to give, how much to give and all that. I'll try not to worry too much about it, but will give my credit card a rest year and keep it simple but personal without resorting to crafts. So, Christmas isn't that much of a problem. New Years on the other hand... Me, Tyrone, Don Thomas, Tino and possibly Don Freysano were thinking about doing something different this New Years, maybe even go abroad. That has been thrown off the table and now it's New Years in Iceland, but possibly somewhere else than in the Capital of Cool aka Reykjavík. But, I have the Viking blood in me, want to travel and see new things so I'm asking you, both of the readers of this blog, to comment on what to do. The options are as follows:
1. Stay at home, celebrate New Years with friends in a cool location, somewhere in the Highlands maybe. Fly to Ireland early January and start preparing for the trip to London
2. Same as above, but instead of going Reykjavík-London-Shannon go something like Reykjavík-Frankfurt-Shannon and pick Janina up on the way to Ireland. Could also meet up with Judith (see picture below) and of course Marc from Roverway (picture coming soon).
3. Stay in Ireland for New Year.... nah, skip this one.
4. Go to Hungary for New Year, visit Panka, Szözi and the rest of the gang. Fly to Ireland and resume normal life.

So, what ya think... I'm thinking option 2 is pretty good. (Roverway reunion) and the visit from David and Anne.

Jæja, þá er komið að því, jól og áramót nálgast, fólk fer að hafa áhyggjur af gjöfum, hvað á að gefa, hverjum á að gefa, hvað mikið á að gefa og allt það. Ég ætla að reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur af því, gefa kreditkortinu mínu smá pásu og hafa gjafirnar einfaldar og persónulegar án þess að fara að föndra. Þannig að, jólin eru ekki mikið vandamál. Gamlárskvöld hinsvegar... Ég, Tyrone, Don Thomas, Tino og hugsanlega Don Freysano vorum að pæla í að gera eitthvað öðruvísi þessi áramót, hugsanlega fara erlendis. Þessari hugmynd hefur verið sópað af borðinu þannig að nú er það Gamlárskvöld á Íslandi en hugsanlega einhversstaðar annars staðar en í The Capital of Cool, Reykjavík. En, ég hef víkingablóðið í æðum mér og langar að ferðast og sjá nýja hluti þannig að ég spyr ykkur báða lesendur þessa bloggs til að gefa mér ráðleggingar hvað skal gera.

Eftirfarandi valmöguleikar eru til boða:

1. Vera heima, halda uppá áramótin með vinum á einhverjum flottum stað, t.d. uppá hálendinu. Fljúga til Írlands snemma í janúar og byrja undirbúning fyrir Roverway reunion í London og heimsókn David og Anne.

2. Sama og að ofan, nema í stað þess að fara Reykjavík-London-Shannon að gera eitthvað eins og Reykjavík-Frankfurt-Shannon og ná í Janinu á leiðinni aftur til Írlands. Gæti þá nýtt ferðina og kíkt í heimsókn til Judith (sjá mynd að neðan) og Marc frá Roverway (mynd kemur fljótlega).

3. Vera á Írlandi um áramótin... nee, sleppum þessu!

4. Fara til Ungverjalands um áramótin, heimsækja Pönku, Szözi og restina af genginu þeirra. Fljúga til Írlands og taka upp reglubundið líferni... eða þar sem næst.

Hvað finnst ykkur? Mér finnst valmöguleiki 2 helvíti spennandi.


:: Jón Grétar 11:09 [+] ::
...
:: 06 nóvember, 2006 ::

Janina and her lovely friend Judith

My friend Ash, flatmate Janina and my silly ol' self
When Rökkvi got the bird flue...
My brother Ásgeir, aka Posi, in his fancy new suit. No, he's not going to a wedding...
Tommi at the Cliffs of Moher, or as some people know them. The Cliffs of Insanity!!
Salthill, that's where I live folks!

This is from last weekend, I just had to record the good weather. No one would believe me otherwise!

:: Jón Grétar 09:16 [+] ::
...
:: 02 nóvember, 2006 ::
Found this quote by Einstein on Wikipedia.

"Although I am a typical loner in daily life, my consciousness of belonging to the invisible community of those who strive for truth, beauty, and justice has preserved me from feeling isolated."
Speech to the German League of Human Rights, Berlin (Autumn 1932); as published in Einstein: A Life in Science (1994) by Michael White and John Gribbin This repeats or revises some statements and ideas of Mein Weltbild (1931).

For the full text of this quote:
http://www.einsteinandreligion.com/credo.html

For more quotes by Einstein see here:
http://en.wikiquote.org/wiki/Albert_Einstein

:: Jón Grétar 11:18 [+] ::
...
Íslenska fyrir neðan

Well now, here I am again. After visits from family and old and new friends there is a lot to say. But so as not to bore you all to death with details I shall just give you a little overview.

More than three weeks ago my friend Tommi came to see me and stayed with me for 9 days and we had great fun, looking at the Green Isle and the capital Dublin. My friend Rökkvi and his cameraman Siggi came over that weekend also and Rökkvi conquered the Galway stand-up crowds here before going to Montreal to compete in a stand up competition there.
Tommi came on a Wednesday and left on the Friday the following week while Rökkvi and Siggi could only stay for two nights from Saturday until Monday. Then I had one day of cleaning up and then my brother Posi came to see me and stayed for a whole week. We had a good time here in Galway, saw some traditional sessions, toured the countryside and went to Dublin where my bro bought a fancy suit for an extortionate amount of money. But they did look good! Posi also brought me a shipload of stuff. Icelandic candy, flatkökur, smoked meat, my Van Morrison cd's and Monty Python DVD's. And my parents also sent me a cool t-shirt with a huge Icelandic coat of arms so I can show off my Icelandicness. My mom also sent me two of her paintings that I am going to have framed and put on the wall in my new house. Sweet!
After that was a week of working and catching up at the office and then Janina had her lovely friend Judith over. Again I had to be the host (poor ol' me), showing the German lass how the Irish people like their drinks.

Now I am back at the office, trying to catch up with three weeks of doing almost nothing. My first job? Call first year students and persuade them to come in and participate in my research. I love this job, anyone up to being my phone bee-atch for this particular assignment? No? Well, I guess I will have to put on my phone voice and start a recruiting!

Pictures soon, I just figured out how to put them here!

Jæja, þá er ég kominn aftur. Eftir heimsóknir frá fjölskyldu og gömlum og nýjum vinum er mikið að segja frá. En til þess að drepa ykkur ekki úr leiðindum ætla ég bara að stikla á stóru. Heimsóknarholskeflan byrjaði með heimsókn Tomma sem var hjá mér í 9 daga. Auðvitað gerði ég það sem manni ber að gera þegar gesti ber að garði, sýndi honum Eyjuna grænu, kíktum til Dublin og skoðuðum pöbbana hér í Galway. Þegar Tommi var búinn að vera hér í tvo daga kom Rökkvi með Sigga myndatökumann. Rökkvi var í heimsreisu með uppistandið sitt og hafði viðkomu í Galway, Montreal og London. Ég veit ekki hvernig Montreal og London tóku honum en Galway fannst hann helvíti fyndinn og vildu fá hann aftur. Hlakka til þess.
Þegar Tommi fór var einn dagur til þess að taka til og þvo en þá kom Posi bróðir í heimsókn. Sá kom færandi hendi með flatbrauð, hangikjet, sælgæti, Van Morrison geisladiskana mína og Monty Python DVD. Frábært!! Mútta og pabbi sendu mér líka þennan forláta bol með íslenska skjaldarmerkinu og ég get núna básúnað það um allt að ég sé íslenskur og passa auðvitað að hafa stóra Þórshamarinn minn áberandi líka ;) Auk þess fékk ég tvö málverk sem mútta hafði málað. Þau eru á leið í innrömmun og verða uppá vegg í nýja húsinu. Við Posi kíktum líka til Dyflinnar þar sem hann keypti sér þessi líka forlátu jakkaföt, við kíktum á kastala hér í nágrenninu og fórum á þjóðlagakvöld í einum pöbbnum hérna. Frábært!
Þegar Posi fór var vika í að vinna upp skóladótið sem fallið hafði aðeins niður í forgangsröðinni og svo kom önnur heimsókn. Það var Judith, sem er vinkona Janinu meðleigjanda míns. Það var stutt heimsókn og ég gat að mestu látið skoðunarferðir eiga sig en ekki er hægt að láta það eiga sig að sýna gestum næturlífið hér svo ég var með í þeim pakka :p

Núna er ég aftur kominn á skrifstofuna og er í þann mund að byrja að hringja í fyrsta árs nema til þess að plata þá til þess að taka þátt í rannsókninni minni. Ef einhver vill vera símatíkin mín og hringja fyrir mig þá er það guðvelkomið. Ef ekki, þá verð ég víst bara að gera það sjálfur.

Set inn myndir bráðlega, er búinn að fatta hvernig á að gera það hér.

:: Jón Grétar 10:50 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?