|
|
:: 07 desember, 2004 ::
Skólamál
Það er ýmislegt að gerast í skólamálunum hjá okkur Báru. Það má eiginlega slá á fast að við séum búin að dömpa Ameríku, allavega næstu tvö árin. Nú er stefnan tekin á Bretlandseyjar.
Við erum nú þegar komin í samband við kennara sem er okkur að skapi í skóla í Írlandi. Við erum svo líka búin að panta bæklinga frá öllum mögulegum og ómögulegum skólum víðs vegar um Bretland og Írland.
Bára er á leiðinni til London og þaðan til Írlands seinna í dag til þess að skoða einn skóla. Ég bíð heima á meðan og bíð frétta :/ Held hins vegar að ég fari síðar út, skoði skólann og jafnvel fleiri.
Hef líka loksins náð að afmarka það hvað ég vill gera. Ætla að sleppa alveg öllu því sem heitir hagnýting sálfræðinnar, allavega ef það tengist hefðbundinni klínískri sálfræði (sitja og hlusta á fólk) eða vinnusálfræði.
Verð hins vegar að viðurkenna að ég er farinn að fá meiri áhuga á lífeðlisfræðilegri sálfræði í bland við gamla góða áhugamálið... en veit ekkert hvað ég geri við það! En það reddast bara!
Þannig að... nú getur fólk fariðað planleggja whiskey ferðir til mín til UK!!
:: Jón Grétar 11:58 [+] ::
...
:: 12 nóvember, 2004 ::
Heimska fólks
Nú verð ég aðeins að tjá mig um heimsku fólks. Heyrði um daginn af skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa á Húsavík. Þar kom fram að milli um 90% íbúa var hlynntur stóriðjuáformum þar. Nú veit ég að eftirfarandi skrif mín munu ekki ná að snúa Húsvíkingum eða öðrum stóriðjusinnum, en ég ætla samt að láta móðann mása og vera hneykslaður á því að fólk skuli vera hlynnt stóriðju.
Tvær megin ástæður eru fyrir því að ég er mótfallinn:
1.
Nú var um síðastliðna helgi ráðstefna þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna á loftlagsbreytingum á Norðurhveli. Þar kom í ljós að hlýnun er mun meiri núna en hefur verið á nokkru öðru tímabili undanfarin 400.000 ár. Þetta virðist ekki vera hitabylgja sem er að fara yfir heldur bein afleiðing aukinnar losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Þetta finnst kannski mörgum gott. Fólk getur verið meira í sólbaði á sumrin, geymt vetrarflíkurnar ögn lengur og við fáum meiri fisk á miðin okkar (skítt með tegundirnar sem fara, can´t stand the heat, get out of the kitchen). Hitnun er ekki bara jákvæð hins vegar. Nú þegar eru skrásett fleiri ofsaveður og meiri öfgar í veðri en við höfum þekkt. Meiri vindur, meira regn, meiri hiti, sterkari sól (meiri líkur á krabba fyrir sólarloverana) og, það sem skiptir okkur meðstu, hækkun sjávar. Fólki finnst sosum í lagi að sjórinn hækki um 20 cm eða svo, hvað þá 50 cm. Hins vegar gleymist að hækkunin er ekki lárétt (þ.e. bara hærri flóð og fjara en nú er) heldur lóðrétt (merkilegt...). Byggðir á Suðurlandi eru nú þegar frekar lágar þannig að 50 cm hækkun á sjávarborði boðar ekki gott fyrir þær.
2.
Þar kemur í raun hinn pólinn, efnislegar ástæður. Prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild hefur komist að því með reiknikúnstum að stóriðjan er ekki eins hagkvæm og áður var haldið, ferðaþjónustan er betri þegar horft er ögn fram á við. Í fyrsta lagi er stóriðja ekki full af hálaunastörfum. Fólk fær vel borgað af því að það er á löngum vöktum og vinnur mikið. Stjórnendur eru ekki það margir að það hafi einhver úrslitaáhrif á byggðir landsins. Í annan stað er verkafólkið sem sér um uppbygginguna að miklu leiti innflutt (sjá Kárahnjúka) þannig að það er ólíklegt að þeir sem búa á svæðinu græði mikið á öllu umstanginu. Í þriðja lagi er ferðaþjónustan stöðugri og felur í sér meiri og fjölbreyttari uppbyggingu þjónustufyrirtækja heldur en stóriðja.
Þetta náttúrulega vissu Húsvíkingar ekki og voru því hlynntir stóriðju.
:: Jón Grétar 11:49 [+] ::
...
:: 31 október, 2004 ::
Kennaraverkfall
Neinei, nenni ekki að tala um það. Allt logar allstaðar út af þessu verkfalli sem ég varla tek eftir að sé í gangi... stundum kostur að vera barnlaus.
Nei, það er annað. Sá Silfur Egils í síðustu viku. Þar var Jón Baldvin á ferð og alltaf jafn gaman að hlusta á karlinn. Aðspurður um Evrópusambands aðild sagði hann:
"Ég hlustaði á fólkið hér áðan tala mikið, þar á meðal um Evrópusambandið. En það var það sem það gerði, það bara talaði en það hlustaði enginn"
Þetta finnst mér nokkuð nærri lagi hjá honum. Íslendingar kunna ekki að hlusta og taka rökum, skiptir eiginlega engu máli hvað það er sem verið er að tala um. Og þetta á við ESB aðild líka. Eins og nafni minn Baldvin benti á þá mun ekkert vera neitt lúxuslíf að fara í sambandið. Það er ekki lausn á öllum okkar vandamálum að ganga þar inn og það mun kosta okkur meira. En þegar/ef Noregur fer þar inn þá mun það komsta okkur mun meira að vera ekki þar inni. Við verðum að lúta ákvörðunum sem við höfum ekkert um að segja og ef við ekki gerum það verðum við beitt sektum.
Fólk talar um pappírsflóðið og reglugerðafarganið sem fylgir ESB en raunir er oft sú að aukaaðild, fylgiaðild og annað það sem við viljum hafa þar er ekket að einfalda hlutina. Þaðan koma flækjurnar og vandamálin. Frá eigingjörnum plebbum eins og Íslendingum sem ekki vilja taka á sig neinar skuldbindingar eða gefa eftir heldur bara græða á öllum samböndum einir.
Við mættum aðeins fara að færa okkur nær jafnaðarmennsku Jóns Baldvins og fara að hugsa um aðra en okkur.
:: Jón Grétar 15:32 [+] ::
...
:: 18 september, 2004 ::
Þá er það komið á hreint! Er kominn með bíl. Kufti glæsikerruna Lancer af Ásgeiri félaga mínum og er glaður með það :)
Hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað núna heldur en bílamál!
:: Jón Grétar 13:33 [+] ::
...
:: 08 september, 2004 ::
Hef ekki skrifað lengi þannig að það er mikið að skéast.
Er bíllaus aftur :( Bíllinn minn lenti í smávægilegu óhappi í morgun og er að öllum líkindum ónýtur (tekur ekki að gera við hann). Förum ekkert nánar út í þessa sálma hér, en nú er ég farinn að stunda miklar heilsubótargöngur!
Erum aftur komin á það að fara í skóla í USA (yeye, fool me once but fool me twice and fool on me.. eða þannig). Núna koma helst til greina Kalamazoo í Western Michigan og West Virgina í vestur Virginíu. Kemur á óvart. En við erum líka að skoða Maryland og nokkra aðra. Kemur allt í ljós. Ætli ég endi ekki á að fara í vinnu og skipulagssálfræði. Ég veit, hagnýtt en ég vill ekki vera með dagpeninga frá Báru alla tíð! Þetta kemur hins vegar allt í ljós.
Er síðan í fulltaprósent vinnu. Fyrirlitið á daginn, áreiðanleikamælingar með Magga nokkrum sinnum í viku og skipulagning á ráðstefnu líka. Ekkert gaman að hafa lítið að gera!
Eins og gefur að skilja hef ég því lítinn tíma til að vera sniðugur hér, en það er svosem í lagi þar sem ég er að dreyfa gleðinni út um allt núna! VEI! Allir fara glaðir út úr fyrirlitinu.
:: Jón Grétar 20:34 [+] ::
...
:: 23 ágúst, 2004 ::
Sveitasæla og vinnufíla
Eða eitthvað þannig. Þegar mesta hitabylgjan var, þá var ég staddur á Úlfljótsvatni að halda flokksforingjanámskeið með Jóni Ingvari. Vorum miðvikudag fram á sunnudag í blíðskaparveðri og góðu yfirlæti með 17 krakka sem allir voru frábærir. Man sérstaklega eftir Garðbæingnum sem talaði eins og Guðni Ágústsson allan tímann. Alger snillingur!
Byrjaði svo að vinna í Útlendingastofnun í dag eða það sem kallað er í daglegu tali Útlendingafyrirlitið. Það var svosem ágætt, ekki beint mikil áreynsla að byrja aftur í sama starfinu, á sama staðnum að vinna með sama fólkinu. En ágætt þó, fæ allavega steady launatékka sem er bót frá því sem áður var.
Er svo jafnvel að fara að skipuleggja ráðstefnu (já, aðra) sem á að vera í byrjun október í tilefni af aldarafmæli Jóhanns Símons Ágústssonar (vona að þetta sé rétt röð á nöfnunum hans). Hann var einn af fyrstu prófessorunum í sálfræði við Háskóla Íslands og skrifaði margar bækur um sálfræði á íslensku. Bendir allt til þess að ég taki þetta nú að mér. Hafa e-ð að dunda í september, svona meðfram dagvinnunni, skátanámskeiði og að koma bókinni út.
Þetta hefst allt saman einhvernveginn...
:: Jón Grétar 22:00 [+] ::
...
:: 11 ágúst, 2004 ::
Helvítis hiti
Bara svo það sé alveg á hreinu þá þoli ég ekki þennan hita! Núna er 25 stiga hiti í forsælu í garðinum heima og logn! Ég bara get ekki þolað við í svona hita. Allt of yfirþyrmandi og ógeðslegt, sveitt og viðbjóðslegt. Vill fá meiri kulda, takk!!
Annars er ég að fara á Úlfljótsvatn til að halda flokksforingjanámskeið með Jóni nafna mínum Ingvari og Ásgeir Ólafs kemur til okkar um helgina. Þar ætlum við að reyna að uppfræða mannskapinn e-ð um skátafræðin... vona að okkur takist það. Þar á víst að vera álíka hiti og þá er víst að flugnagerið mun verða allt að drepa. Ég kem því örugglega heim á föstudaginn útétinn og fallegur eftir útiveru í tæpa viku... veivei!!
:: Jón Grétar 13:54 [+] ::
...
:: 26 júlí, 2004 ::
Nýjir hlekkir
Eins og flestir vita sem mig þekkja er ég orðinn áhugamaður um viskí. Hef gaman af því að smakka mig til og njóta bragðsins sem og að drekka aðeins meira og njóta áhrifanna. Verð samt að viðurkenna að hið fyrrnefnda er ögn skemmtilegra, það er eitthvað svo kúltíverað :p
Setti inn hérna til hliðar nokkra viskí hlekki. Royal Mile er ein besta viskí búðin á aðalgötunni í Edinborg. Þar er hægt að finna nánast allar tegundir skosks eðalviskís á ágætis verði. Macleod framleiðir að mestu blandað viskí (sem getur verið mjög gott líka) en þeir eru einnig með fimm tegundir af single malt. Hver þessara tegunda á að vera einkennandi fyrir sitt viskísvæði (highland, lowland, speyside, island og isle). Þessar fimm tegundir fást allar í ríkinu hérna heima og eru fínar fyrir byrjendur til að fara að kynnast hvað er einstakt fyrir hvert svæði. Skellti inn Master of Malt líka en þar er hægt að kaupa sér viskí á netinu (líka á Royal Mile reyndar). Ekki má gleyma Whisky Heritage Museum en það er rétt við kastalann í Edinborg. Þar er hægt að fá kynningar á viskí, fræðast um sögu drykksins og fá sér að borða. Þar er einmitt 5 stjörnnu veitingastaður sem við Bára fórum á og getum hiklaust mælt með honum. Frábær matur og ekki mjög dýr. Ég ákvað að skella inn líka Jack Daniels. Flestir álíta Jack Daniels frekar mikið rudda viskí sem helst er frægt af drykkjusögum slíkra hetja eins og Lemmy úr Motorhead eða Metallicu. Ég ákvað því að smakka það um daginn og það kom mér á óvart hvað það er smooth. Eiginlega vanillukeimur af lyktinni og rennur ljúflega niður. Rífur svo aðeins í í lokin eins og vera ber. Mæli með að þið prófið það með klaka. Aldeilis gott bara.
Læt þetta vera núna, er að fara í upptökur á morgun á Rás 2 með Palla. Erum að taka upp þætti no 2-3 af KISS sem verða þar bráðlega. Best að fara að skoða handritið.
:: Jón Grétar 20:59 [+] ::
...
:: 24 júlí, 2004 ::
Inni í sólinni
Ég þykist veera frekar duglegur í dag. Er búinn að lesa yfir 6 greinar fyrir bókina okkar: Hvar er hún nú? Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld. Allt alveg sérdeilis skemmtilegar lesningar, þó ég segi sjálfur frá :)
Þurfti samt að vafra aðeins um netið og skoða uppáhalds síðuna mína http://www.aldaily.com þar sem hægt er að finna það helsta sem er í bandarískum netmiðlum dag frá degi. Pólitík, heimspeki, vísindi og bókadómar allt á einum stað. Rakst þar á grein um styrk EU fram yfir USA og það lét mér líða vel inní mér. Er alltaf frekar mikill Evrópusinni og þegar ég sé einhverja koma með rök fyrir því að sameinuð Evrópa sé allavega skömminni skárri en fasistaríkið vestan við okkur verð ég glaður.
Ekki löng grein, endilega kíkiðá hana: http://www.foreignpolicy.com/story/files/story2583.php?PHPSESSID=3fc62ced01e05533ce6ec42844c46fa9
Best að halda áfram
:: Jón Grétar 16:33 [+] ::
...
:: 13 júlí, 2004 ::
Honeymoon!!
Ákváðum í dag að skella okkur til Glasgow í brúðkaupsferð :) Pöntuðum í dag og förum í fyrramálið, búin að redda okkur hótelum og alles!
Sjáumst þann 21 júlí!!
:: Jón Grétar 19:06 [+] ::
...
:: 09 júlí, 2004 ::
Við erum hætt við USA
vildi bara láta áhugasama lesendur vita af þessari óvæntu framvindu mála. Enn er allt á huldu um hvað tekur við, vona bara að ég hafi ekki verið of vondur aðstoðarkennari þannig að fólk vilji ráða mig aftur :/
Núna verður byrjað að skoða skóla í USA, UK, eyjaálfu og já, jafnvel skandinavíu!
:: Jón Grétar 13:32 [+] ::
...
:: 06 júlí, 2004 ::
The times the are a changing...
söng Bob Dylan. Það á við hjá okkur Báru núna. Við fengum þær fréttir á föstudag að við myndum ekki fá aðstoðarmennsku í Carbondale. Þetta þýðir þá að við fáum ekki launin sem við bjuggumst við og fáum ekki niðurfellingu skólagjalda. Sem sagt, 18.000$ skólagjöld á kjaft fyrsta árið, 9.000 fyrir áramót! Þetta er frekar hvimleiður fjandi þar sem LÍN lánar einungis rúmlega 33.000$ fyrir skólagjöldum í framhaldsnámi. Þannig að: ef við borgum þarna núna og fáum enga tryggingu fyrir því að þurfa ekki að borga skólagjöldin gætum við verið að fyrirgera því að við komumst í doktorsnám eftir þetta nám. Ekki falleg staðan hjá okkur í dag.
Ástæðan fyrir þessu er víst ekki alveg á hreinu. Á pappír segjast kennararnir hafa haft reynslu viðkomandi til hliðsjónar. Þá ætti Bára að vera ofarlega á lista miðað við það sem við höfum verið að lesa af bréfum samstúdenta okkar. Margir hverjir hafa jafnvel aldrei unnið við neitt sem tengist þessu. Einnig segja kennararnir undanfarin ár hafi 15 manns verið hleypt inn í þetta prógram. Hins vegar var að bætast við nýr kennari og því hafi verið ákveðið að opna fyrir fimm nemendur í viðbót... en ekki fengist fjármagn til að láta þetta fólk fá aðstoðarmennsku! Sem er frmur skrýtið því aðal kosturinn við þetta nám er það að þarna fær fólk hagnýta reynslu, ekki bara endalausan bóklestur.
Við erum því ekki alveg viss hvað er að taka við hjá okkur. Við skrifuðum út og létum þá vita af vandræðum okkar og sögðumst einfaldlega ekki komast út ef svona væri í pottinn búið. Við fáum vonandi svar á næstu dögum. Ef það gengur ekki að láta okkur fá einhverja vinnu við skólan erum við svolítið lost.
Annars er sá möguleiki í stöðunni að reyna að finna skóla í Bretlandi sem vill taka við okkur beint í doktorsnám, en ég er ekki að sjá það gerast.
Fylgist með þessari æsispennandi framvindu, eingöngu... HÉR!! eða eitthvað
:: Jón Grétar 17:12 [+] ::
...
:: 23 júní, 2004 ::
Giftingin og aðdragandi hennar
Þetta er búið að vera ein heljarinnar vika! Best að byrja á byrjuninni.
16. júní ákváðum við Bára að fara út að borða og hafa það kósý, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þegar við erum að ljúka við að borða koma þrjár ungmeyjar og biðja mig um að fylgja sér út! Ég vissi ekki alveg hvað var að gerast en sá á glottinu á Báru og pokanum sem hún hafði dröslast með með sér að eitthvað var á seiði. Ég ákvað því að láta undan og fara með stúlkunum. Þær keyrðu í marga hringi og enduðu að lokum í Paintball þar sem margir góðir menn biðu mín. Ég komst þá að því að Ingó klippari hafði skipulagt þetta steggjapartý. Þar var síðan mikið skotið og síðan drukkið og kjaftað (annars staðar samt) fram á nótt.
17. júní var planað að ég færi með mínum elstu vinum, skátum og MH-ingum upp í sveit á hótelið sem familían hans Tomma á þar. Þar vorum við saman, Ég, Ásgeir Ó, Tino (Stebbi), Tiny (Þórir), Mosi (Tommi) og Frezano (Freysi). Tommi og Freysi nýstignir út úr flugvél eftir að hafa flogið á klakan sérferð til að vera í blilluppinu okkar Báru! Ótrúlegir drengir alveg hreint!
Ég bjóst ekki við öðru en að við myndum þurfa að keyra í tvo tíma til að komast á staðinn. En um 3 komu Ásgeir og Tino til mín og keyrðu mig sem leið lá á Reykjavíkurflugvöll! Þar beið okkar fjögurra manna rella sem flaug með okkur á Skóga! Þaðan var svo stuttur akstur að hótelinu þar sem við grilluðum, drukkum og fórum í Seljavallalaug.... og drukkum líka :)
En stóri dagurinn var auðvitað 19. júní. Giftingin sjálf. Þetta var rosalega fallegur dagur og brúðurin var alveg einstaklega falleg (eins og venjulega!). Sýslumaðurinn í Keflavík Jón Eysteinsson gaf okkur saman fyrir framan 155 manns (skamm á ykkur sem ekki komuð en létuð ekki vita). Kaja söng fyrsta lagið en svo spiluðu Stebbi, Freysi og Jón Ingvar brúðarmarsinn þegar Bára gekk inn. ROSALEGA flott! Eftir að við höfðum sett up hringana söng Palli Forever með KISS alveg frábærlega þrátt fyrir nokkra byrjunarhnökra. Að lokum slaufaði Kaja þessu með Sól um nótt sem Sálin flutti.
Þótt ótrúlegt sé þá vildu einhverjir tjá sig um mig og mamma sendi Möggu frænku og Jóhönnu Maggý með skilaboð og myndashow til mín. Alveg ótrúlega fallegt og sérstaklega það sem Jóhanna sagði um frænda sinn. Hún er einstök :) Elva Dögg flutti líka alveg einstaklega skemmtilega ræðu um hvað ég var/er mikill lúði en samt skemmtilegur :D Síðan var alveg frábært atriði þar sem strákarnir fluttu frumsamið tónverk handa okkur Báru. Meginstefið var víst byggt Parasite með KISS sem er uppáhalds lagið mitt með þeim. Tónlistarfávitinn ég hins vegar fattaði það ekki. Á eftir að hlusta betur á lagið og þá fatta ég það örugglega þegar búið er að benda mér á það! Kærar þakkir drengir, þetta var geðveikt!
Þetta var líka alveg frábær dagur og yndislegt að hitta allt þetta fólk. Kærar þakkir til allra sem nenntu að koma til okkar og áttu með okkur frábæran dag :)
:: Jón Grétar 17:09 [+] ::
...
:: 10 júní, 2004 ::
Carbondale
Það hlaut að koma að því... við héldum að allt gengi svo vel og allt væri í himnalagi með usa förina okkar. En nei. Erum búin að bíða nær endalaust eftir pappírunum frá skólanum og skildum ekkert í því að við fengum ekkert. Svo kom í ljós að þeim vantaði b.a. diplómað okkar (sem þeir fengu strax í byrjun) og ljósrit úr vegabréfunum okkar. Voða voða gaman.
Þannig í dag fórum við í ÚTL-ið, ljósrituðum vegabréfin okkar, niðrí HÍ og fengum stöffið og svo var allt heila draslið faxað út. Það var reyndar góð kona sem sagði við Báru að hún myndi faxa okkur pappírana sem við þyrftum en ekki senda þá í pósti svo við gætum strax hafist handa við að reyna að koma okkur út.
Vonandi gengur það bara, þetta er kannski bara ágætis fólk þarna úti :)
:: Jón Grétar 13:54 [+] ::
...
:: 03 júní, 2004 ::
Umræðan í dag
Núna er allt vitlaust vegna þess að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Vinstri pésarnir kalla lögin ritskoðunarlögin en hægristuttbuxnadrengir kalla þau nauðsynleg og gjörning forsetans aðför að þingræðinu. Fjölmiðlalögin eru líka kölluð öllum illum nöfnum og margt satt og logið sagt um þau.
Sem sannur veitiggi maður sem er á móti sem flestu, þá er ég ósammála báðum aðilum, stuttbuxnadrengjum og vinstripésum.
Neitunin er aðför að lýðræðinu/þingræðinu
Nei, ekki alveg. Það er verulega undarlegt að kalla stjórnarskrárbundin rétt forseta aðför að þingræðinu. Ekki allir sammála um að forseti hafi þennan rétt, en hins vegar finnst mér rök Sigurðar Líndal um þetta fremur sannfærandi. Hann heldur því fram að forsetinn hafi þessi völd. Annars held ég að ekki sé deilt mikið um að forseti hafi þennan rétt, meira að segja Jón Steinar samþykkir það og hann er nú oft talinn lögfræðispekúlant Sjálfstæðisflokksins.
Gjá milli þings og þjóðar
Ég sé ekki alveg hvernig gjá hefur myndast milli þings og þjóðar í þessu máli, gjá sem er mikilvægara að brúa en þá sem myndaðist í Öryrkjamálinu eða Kárahnjúkum. Tók Ólafur þessa ákvörðun vegna undirskriftalistans sem var á netinu? Vonandi ekki því þó nokkrir hafa séð nafn sitt á þeim lista án þess að hafa nokkru sinni farið inn á þessa síðu, aðrir hafa séð nafn sitt á listanum þegar þeir ætluðu að skrá sig. Sem sagt, það lítur svo út sem listinn sé allavega að hluta til falsaður. Ef Ólafur Ragnar leggur þennan lista til grundvallar ákvörðun sinni þá er hann á rangri braut.
Ólafur Ragnar hefur ekki sannfært mig um að ákvörðun hans byggist á einhverju öðru en fjölmiðlafári og áróðri frá fréttamönnum sem óttast um starfið sitt.
Lögunum er beitt gegn Norðurljósum...
Það er rétt og það er einmitt punkturinn með lögunum. Ekki er annað fyrirtæki á frjálsum markaði sem hefur viðlíka stöðu og Norðurljós. Hins vegar eru Norðurljós ekki með ráðandi stöðu ef tekið er tillit til allra fjölmiðla, RÚV er miklu stærra og með mun meiri hlutdeild á auglýsinga og fjölmiðlamarkaði en öll fyrirtæki Norðurljósa til samans. Nú er í burðarliðnum að endurskoða stöðu og hlutverk RÚV. Gáfulegra hefði verið að gera það áður en þessi lög fóru í gegnum Alþingi.
...sem munu fara á hausinn
Af hverju ættu Norðurljós að fara á hausinn? Ef þetta fyrirtæki getur á engan hátt staðið eitt og sér og skilað arði þá hlýtur sú spurning að vakna af hverju Baugur vill reka þessa fjölmiðla.
Ef Norðurljós geta ekki skilað arði þá er ólíklegt að Baugur sé í góðgerðarstarfsemi og vilji reka fullt af útvarps- og sjónvarpsstöðvum bara til þess að við þurfum ekki að horfa á Græna fingur á RÚV. Með fjölmiðlum nær Baugur (og hvaða fyrirtæki sem er sem er í svipaðri stöðu) að ýta sínum vörum, þjónustu og sjónarmiðum fram á kostnað annara. Þetta skekkir samkeppnisaðstöðu á öllum þeim mörkuðum sem Baugur stundar viðskipti.
Ef Norðurljós geta skilað arði þá þurfa fréttamennirnir ekki að hafa neinar áhyggjur. Nýjur meirihlutaeigendur geta eflaust haldið áfram því góða starfi sem hefur verið þarna áður. Fjölmiðlalög breyta engu um það. Þetta hins vegar leiðir okkur að næsta punkti...
Baugur notar sína fjölmiðla sem áróðurstæki
Þetta hlýtur hver heilvita maður að sjá. Nóg er að skoða fyrirsagnir Fréttablaðsins og bera þær saman við innihald fréttanna þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umfjöllunuar. Þetta Gerði Ólafur Teitur Guðnason í Viðskiptablaðinu og niðurstaðan var sú að Fréttablaðið ýkti punkta sem voru á móti frumvarpinu og dró úr þeim sem gerðu lítið úr áhrifum þess. Þetta var ekki niðurstaða rannsóknar sem HA gerði á fréttaflutningi Stöðvar 2 og RÚV, fréttastofurnar voru nokkuð líkar. Sem sagt, blöð þeirra Norðuljósamanna virðast vera notuð í áróður.
Fleiri segja svipaða sögur af öðrum tímum. Nokkrir fyrrverandi fréttamenn á DV og Fréttablaðinu hafa sagt að þeir hafi fengið upphringingar frá stjórnarmönnum í Baugi þar sem þaim var bent á að fréttin sem þeir væru að vinna að væri ekki góð fyrir önnur fyrirtæki Baugs og þeim væri því hollara að hætta við fréttina. Þessa menn hef ég sjálfur talað við og fengið þetta staðfest, þetta eru ekki langgengnar kjaftasögur.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur
Það er ótrúlegt að sjá kúgvendingu þessara tveggja flokka þegar kemur að löggjöf um fjölmiðla. Fyrir ekki mörgum árum sögðu Davíð og Björn að ekki væri nauðsynlegt að setja lög um fjölmiðla, markaðurinn gæti séð um þetta án íhlutunar ríkisvaldsins. Samfylkingin (eða þeir vinstri flokkar sem voru þá) voru hins vegar á þeirri skoðun að bráðnauðsynlegt væri að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Núna eru þeir búnir að skipta um horn. Það út af fyrir sig er ekki skrýtið, þegar Davíð og Björn létu þessi orð falla voru Norðurljós ekki eins stór og núna og Kolkrabbinn var enn á lífi og hafði möguleika á að komast í markaðsráðandi stöðu. Þeirra menn voru að vinna. Hins vegar hafði Össur og hans fólk ekki neinn fjölmiðlarisa í sínu horni og höfðu þar af leiðandi áhyggjur af stöðu mála. Við vitum hvernig þetta fór.
Davíð og hans fólk væri engu betra en Baugur
Hvað með það? Þýðir það að ef þú brýtur af þér þá má ég það bara líka? Auðvitað ekki! Bara það að sjálfstæðiskolkrabbinn sé engu skárri en Baugur réttlætir ekki að það eigi ekki að setja lög á fjölmiðla. Svona rök dæma sig sjálf. Það er í raun ekkert sem útilokar að kolkrabbinn eða gamla SÍF klíkan nái Norðurljósum og prómóteri sín sjónarmið á kostnað annara. Eigum við þá að setja lög af því að við erum mótfallin þessum tilteknu mönnum? auðvitað ekki, jafnt skal yfir alla ganga.
Nóg í bili... röfla meira síðar
:: Jón Grétar 12:45 [+] ::
...
:: 28 maí, 2004 ::
Drasl
Það er e-ð helvíti að blogginu hjá mér. Allavega þegar ég er uppí skóla. Þegar ég reyni að fara á síðuna mína hér kemur alltaf e-r melding um hvort ég vilji save file or open... bleh! Ef það er einhver sem kann að laga þetta endilega sendið mér línu á jon_gretar@hotmail.com
Á svipuðum nótum. Er að hætta að nota jonsi@hi.is og skipta yfir í jon_gretar@hotmail.com. Frekar undarlegt að vera með hi mail þegar ég er hættur þar :) Svo verðum við væntanlega ekki nema 2 ár í USA og skiptum aftur um skóla/vinnu mail svo það er alveg eins gott að vera bara með varanlegt hotmail drasl.
Best að halda áfram að lesa yfir rökfærsluritgerðirnar. Voðalega gaman að vera lokaður ofan í kjallara í 20 stiga hita og þurfa að fara yfir allar þessar ritgerðir.
Það er GAMAN að vera ég!
:: Jón Grétar 18:26 [+] ::
...
:: 20 maí, 2004 ::
Síðasta nóttin
Þá er komið að því, við Bára erum að flytja út úr Ljósheimunum og förum til mömmu og pabba í Birkigrundina á morgun. Svolítið skrýtið að vera að fara héðan, höfðum hálft í hvoru undirbúið okkur fyrir það að vera hér svolítið lengur, jafnvel einn vetur í viðbót.
Það sem er líka undarlegt við þetta er að núna finnst mér eins og við séum að taka fyrstu skrefin út í alvöruna. Húsnæðislaus, allt okkar dót ofan í kössum, atvinnulaus eftir júnímánuð. Það er ekkert fyrir okkur að gera nema að koma okkur úr landi og byrja á náminu úti í USA. Það er undarlegt að vera að fara þangað. Landið er svo stórt, enginn fjölskylda í tvö ár og umvafinn könum á alla kanta! Reydar verður hún Svanfríður frænka mín þarna frá og með janúar, þannig við ættum að geta farið í Thanksgiving til hennar og svona einstaka dinner. Hún verður í Chicago svo það er stutt að fara með lestinni uppeftir til hennar. Svo getum við flogið einu sinni tvisvar til Ellu og Henry sem búa í Barstow, California, rétt utan við Las Vegas.
Það er samt einhver tómleiki, kannski það sé bara af því að Gamli Grár er bilaður aftur.
:: Jón Grétar 23:07 [+] ::
...
:: 14 maí, 2004 ::
Brúðkaupsgjafaleiðangur
Við Bára fórum í dag í Kringluna að setja inn brúðargjafalista. Settum bara inn á einn stað, Borð fyrir tvo. Þar völdum við eiginlega allt sem hægt var að velja á listann okkar og vonum að fólk frétti af því að við höfum farið þangað. Settum ekki inn lista á neinn annann stað, alveg nóg að fá bara stell í brúðargjöf og fara svo til útlanda.
Annars eigum við eftir að finna hringa líka sem verður örugglega svolítið erfitt. Ég hefði helst viljað platínu, helst svolítið grófa áferð en Bára vill fá gull. Þetta verður erfitt, ætli við verðum ekki bara að sættast á brons hringa með pjáturrönd :D
:: Jón Grétar 22:21 [+] ::
...
:: 09 maí, 2004 ::
Bíó
Fór í bíó í gær og fyrrakvöld. Hef sjaldan séð eins mikinn mun á tveim myndum! Fór fyrst á Kill Bill vol. II sem var alger tærasta snilld. Tarantino að gera enn betur en vol I, frábær myndataka, skemmtilegri húmor. Bara allt var betra í vol II heldur en í vol I en samt var sú fyrri alls ekki slæm!
Fór svo á Van Helsing í gær. Held að það sé bara ræpa sumarsins. Allt er vont í þeirri mynd nema Jackman. Leikurinn, samtölin, plottið, brellurnar, myndatakan. Allt var þetta annað hvort lélegt, allt of mikið eða bara asnalegt.
EKKI sjá þessa mynd! Hún er ekki einu sinni hallærislega fyndin eða skemmtilega drungaleg. Bara asnaleg og illa gerð. Svona fer þegar hnakka nördar eins og Summers ætla að gera dramatískar eða melankólískar hasarmyndir. Bara saur!
:: Jón Grétar 13:10 [+] ::
...
:: 29 apríl, 2004 ::
Framtíðarplönin
Það er nú aldeilis upplýsingaflóðið sem kemur frá Carbondale! Ég hef bara sjaldan kynnst annari eins þjónustu og ég hef nú farið í nokkuð mörg illa rekin einka- og ríkisfyrirtæki.
Fyrir ekki svo löngu síðan fegnum við Bára staðlað mail um að Behavior Analysis deildin vildi taka við okkur og von bráðar fengjum við official bréf frá Carbondale með nauðsynlegum pappírum til að fá dvalarleyfi og fleira. Þegar það kæmi gætum við líka haft samband við stúdentagarðana þarna úti og gengið frá húsnæði. Ef við hefðum einhverjar spurningar áttum við að hafa sambandi og reynt yrði að greiða úr okkar flækjum og svara spurningum okkar. Flott, mar?
Varla. Við sendum meil og spurðum hverjar væru líkurnar á niðurfellingu skólagjalda og aðstoðarmannastöðu. Við fengum svar upp á það að þetta hefði gengið í 27 ár, en því miður væri ekki hægt að gefa opinbert já. Sem sagt, lesist "já".
Þetta var svarið sem ég fékk, Bára fékk ekkert svar. Hún hafði hins vegar spurt um húsnæði (eins og okkur var bent á í mailinu). Þá var sagt "við komum þér í samband við aðra nemendur, látum þig fá einhver meil". Ekkert hefur heyrst í næstum mánuð. Frábært.
Ég spurði svo hvenær prógrammið byrjaði. Okkur Báru langar að fara á fund í Ohio áður en prógrammið byrjar en erum ekki viss um að við getum farið inn í landið vegna þess að ef við erum með námsmannavísa getum við ekki farið inn í landið nema 30 dögum áður en skólinn byrjar. Ekkert svar hefur borist. Ekki einu sinni "Veit ekki". Það er nú ekki eins og það sé mikið af fólki sem þetta lið þarf að sjá um! heilir 20-30 manns byrja á hverju ári og það eru 5 kennarar, sem sagt 4-6 nemendur á kjaft, whoopdee-dandy!
Vona að þetta batni þegar við komum út.
Annars erum við farin að velta fyrir okkur UK og Eirie í doktorsprógrammi :) Þá verðum við komin ögn nær heimaslóðum og mér sýnist á öllu að við verðum heilu ári styttra úti ef við kæmumst þar inn. Það er vel þess virði að tékka á því!
Jolly ol' England, 'ere we come! (eftir tvö ár það er að segja!
:: Jón Grétar 22:00 [+] ::
...
:: 23 apríl, 2004 ::
Evrópuþingi lokið
Loksins! Búinn að sitja á rassgatinu á Evrópuþingi skáta alla vikuna. Big issues næstu árin... give peace a chance. Skátahreyfingin ætlar víst að stefna á að vinna friðarverðlaun Nóbels eða e-ð álíka. Voða áhugaverð prójekt sem hafa verið í gangi út um allan heim, skátar að vinna að minnkun ofbeldis meðal ungmenna í Brasilíu, samvinnu milli tútsa og hútúa barna í Afríku og skilningi milli N-Írlands og venjulegu Íranna.
Þegar ég las í gegnum þessi verkefni fattaði ég hvað við erum helvíti heppin hérna á Íslandi, höfum ekki mikið af svona ófrið hérna heima.
Það var annað sem ég komst að á þessu þingi... mér er illa við allar Norðurlandaþjóðir nema Finna. Reyndar hitti ég nú ágætis Dana. Fínn kall, en dugði ekki til að draga meðaltalið upp. And don´t get me started á svíunum. Fannst reyndar frekar fyndið að það var svíi þarna sem var með okkur Jóni á Nopolk fyrir áramót. Hann vildi ekki einu sinni tala við okkur. Held við höfum farið illa í hann með ofurpragmatismanum okkar þegar við hittum hann síðast! Muahahahahaha!
Best að fara a drulla sér í háttinn, eða að lesa e-ð áhugavert og skemmtilegt.
:: Jón Grétar 00:22 [+] ::
...
:: 15 apríl, 2004 ::
Nostalgía
Ég var að detta inn á alveg hreint snilldar síðu! Þetta er dótaframleiðandinn Hasbro, sem færði okkur slík snilldar leikföng eins og Transformers, G.I Joe, Lazer Tag og Star Wars. Þarna er hægt að skoða endalaust mikið af gömlum og nýjum leikföngum, skoða sögurnar á bak við alla kallana og fá að sjá teiknimyndir með öllu draslinu líka.
Ég sem ofurnjörður og dótageek þurfti náttúrulega að skoða G.I Joe hlutann og er kominn inn í hvernig hið illa Cobra starfar :D Svo er ég líka búinn að kynna mér Transformers söguna, voðalega átakanleg saga af því hvernig vélmennin fóru í borgarastyrjöld og lentu á jörðinni.... eða whatever.
Það er allavega gaman að renna aðeins yfir gamla dótið sitt og fá nostalgíu flipp í nokkrar mínútur.
:: Jón Grétar 00:11 [+] ::
...
:: 13 apríl, 2004 ::
Update
Þá er að koma mynd á Ameríkuferð okkar Báru. Ekki alveg ljóst hvenær skólinn vill fá okkur en við komumst vonandi að því í vikunni. Málið er að fara til USA í byrjun júlí, fljúga til New York og vera þar í nokkra daga. Fara þaðan á fund TIBI (The International Behaviorological Institude) sem verður haldinn í Columbus, Ohio 10-12 júlí. Columbus er bara 6 tíma frá Chicago og örugglega Carbondale líka. Við förum þá frá Ohio til Carbondale og förum að koma okkur fyrir. Voðalega gaman! Vona bara að skólinn fari að senda okkur bréf svo við getum farið að sækja um vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr... þetta verður frekar mikið stress.
Er svo núna á næstunni að fara að lesa yfir nokkra kafla í bók sem prófessor útí heimi er að fara að skrifa. Stephen (gestafyrirlesarinn á ráðstefnunni sem ég hélt með Jöru og Palla um daginn) benti mér á þennan mann og hvatti mig til að skrifa honum. Sá heitir Lawrence Fraley (ótrúlega líkt Frehley gítarleikara KISS) og er að skrifa inngangsbók í atferlisfræði. Þar eiga m.a. að vera kaflar um taugahegðun (asnalegt nafn á íslensku). Þar sem B.A. ritgerðin mín fjallaði um skild efni fannst Stephen tilvalið að ég læsi þessa kafla yfir og kommentaði á þá.
Það verður því mikið að gera hjá mér á næstunni!
:: Jón Grétar 01:30 [+] ::
...
:: 02 apríl, 2004 ::
Spurning dagsins...
Hvenær er maður búinn að fara yfir of mikið af rottuskýrslum?
Svar: Þegar maður sér rottu á bílaplaninu og það eina sem manni dettur í hug hvernig hún myndi bregðast við sístyrkingu og hve lengi maður væri að slökkva slásláttarhegðun hennar!
Þetta kom fyrir mig áðan! Var að koma heim eftir að hafa verið að lesa þrjátíu skýrslur í Greiningu og mótun hegðunar sem fjalla allar um það sama: Hvernig á að skilyrða rottu (kennsluaðferð sem er vel þekkt í sálfræði og virkar á allar lífverur), slökkva hegðun hennar án þess að refsa henni (gildir líka fyrir allar lífverur) og kenna henni að greina á milli tveggja áreita.
Allavega, ég kem heim og sé eitthvað undarlegt fyrirbæri skoppa yfir bílaplanið. Brúnt lítið með stórt skott. "Sniffy!" hugsaði ég strax (en það er nafnið á gervirottunni sem stúdentar eiga að kenna og skrifa skýrslu um).
Á meðan eldri maður skoppaði á eftir rottunni og stelpa sat stjörf inn í bíl þá fannst mér hún bara nokkuð sæt og hugsaði helst um það hvernig ég kæmi henni í búrin sem ég er með uppí háskóla ónotuð. Ég er alvarlega skemmdur!
En ætli ég verði ekki að redda þessu. Reyni bara að fá útrás fyrir þessar tilraunaþarfir mínar þegar ég fer til USA. Þá fæ ég heilabilað fólk til að gera tilraunir á!
Best að fara að leita sér að heimildum :)
:: Jón Grétar 19:26 [+] ::
...
:: 23 mars, 2004 ::
USA HERE WE COME!!
Fengum svar frá Carbondale. Við erum bæði komin inn :D Verðum að ganga frá smáatriðum eins og vinnu meðan á námi stendur, íbúð, hvernig á að komast þangað en það kemur vonandi bráðum :)
:: Jón Grétar 09:03 [+] ::
...
:: 20 mars, 2004 ::
Þreytudrómi
Nenni ekkert að gera núna... búinn að vera á Skátaþingi frá því seinni partinn í dag og er bara búinn á því. Undarlegt hvað ég er þreyttur miðað við að ég sat bara, kjaftaði, klappaði og át svo. Merkilegur andskoti.
Annar var ég víst búinn að lofa að fara í afmæli til hennar Siggu sálfræðisnótar upp í Grafarvog. Svo bættist við félagslegur þrýstingur að fara með ungskátunum sem eru á mínum aldri að halda upp á gott Skátaþing. Ofan á það bættist við þrýstingur frá Báru um að koma á árshátíðina hjá BUGL-inu þar sem hún er. Þeir sem þekkja mig vita væntanlega hvað ég geri... það sama og þegar of margir djammmöguleikar eru í boði. Ekkert. Nenni ekki að hendast milli staða, nenni varla að útskýra fyrir einum af hverju ég nennti ekki að koma til hans en fór til hins í staðin. Voða leiðinleg uppákoma þegar svoleiðis gerist.
Kannski ég geri bara eins og vinur minn Rocky stakk upp á... taka spólu, setja hana í tækið og sprengja svo upp á sér hausinn :)
btw, ef einhver finnur þennan Rocky á netinu þá endilega láta mig vita. Þetta er ekki sá hinn sami og var í Rocky og Bullwinkle, heldur súri hundurinn sem var í Fréttablaðinu í smá tíma... hef ekki séð hann í svolítinn tíma.
:: Jón Grétar 22:47 [+] ::
...
:: 16 mars, 2004 ::
Letihaugurinn...
fór loksins á skrifstofu Félagsvísindadeildar í dag og náði í B.A. plaggið mitt. Ekkert voðalega flott, þessum alvitringum og alsherjar snillingum tókst meira að segja að endurskýra ritgerðina mína. Ákváðu bara að sleppa bara byrjuninni á titilinum, en auðvitað vita þessir háttvirtu bókasafns og upplýsingarfræðingar miklu betur en ég hvað ritgerðin MÍN á að heita.
Er loksins búinn að kaupa mér bassamagnara. Fór með brósa í síðustu viku og kufti Fender magnara :D Hef vonandi verið að gera karlinn á neðri hæðinni algerlega geðveikann með War Machine og Under the Rose með KISS. MUAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
Best að halda áfram að bassasst, þetta er allt að koma neblega. Er farinn að ná nokkrum KISS lögum ef ég spila hægt. Er svona 10-15 mín að spila 3 mín lag... :p Alger mongó!
:: Jón Grétar 00:19 [+] ::
...
:: 10 mars, 2004 ::
Fleiri próf
Var að taka fleiri próf á netinu
Driretlan is your Vampire name.
You are a witty Vampire with a certain style that others are drawn to.
To use your new Vampire name and become a Vampire, go here:
www.life-blood.vze.com
What is your Vampire name? brought to you by Quizilla
Þa neblea þa sko... é bara pure evil.
Og japanska nafnið mitt:
 TOSHIRO: talented; intelligent
People of your personality type should visit:
www.life-blood.cjb.net
What would your Japanese name be? (male) brought to you by Quizilla
Svo er ég víst Aþena líka...
 Athena
?? Which Of The Greek Gods Are You ?? brought to you by Quizilla
Elska svona tilgangslaus próf á netinu :D Makes my day
:: Jón Grétar 13:45 [+] ::
...
:: 05 mars, 2004 ::
Skemmtilegur dagur
Þetta er búinn að vera áhugaverður dagur. Ég var að koma heim af leikritinnu Meistarinn og Margaríta sem er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Mjög áhugaverð sýning, ég skemmti mér ágætlega fyrir utan eina leikkonu í hópnum sem ég get aldrei skilið eða fílað. Takk fyrir Jón Ingvar, það var hann sem bauð mér og ég tók brósa með. Held að honum hafi ekki þótt mikið gaman. Ætla að leita mér að meiri infó um þetta leikrit og henda því hér inn... held að þetta sé ekki leikrit fyrir alla, frekar undarlegt á tíðum!
Fór líka í dag og lét gamlan draum rætast, fjárfesti í bassa :) Hef langað í bassa síðan fyrir fermingu en aldrei látið verða af því að kaupa mér svoleiðis... fyrr en nú. Tók útskriftarpeninga, fór með þá niðrí Tónamiðstöð held ég að það heiti og kufti bassa. bara 20.000 kr sem er víst ekki mikið fyrir nýjann bassa. Kufti líka stand og bók til að læra og núna er ég á netinu að finna bassakennslu. Ógisslega gaman!
:: Jón Grétar 00:06 [+] ::
...
:: 02 mars, 2004 ::
Léttir
Þá er það búið! Ráðstefnan fór vel og það var næstum fullt hús á laugardeginum hjá okkur í stofu 101 í Odda. Eftir hádegi fækkaði aðeins en það kom ekki að sök, það var samt slatti af liði. Svo var þetta líka heljarinnar partý um kvöldið heima hjá Gabríelu. Þið getið séð myndirnar hérna, bæði af ráðstefnunni og úr matarboðinu.
Á sunnudag hélt ég síðan útskriftarveisluna mína þar sem ég var víst að fá einhverja B.A. gráðu ;) Það var rosa gaman, fullt hús hérna hjá okkur í Heimunum. Það sem mér fannst ekki gaman var að ég gleymidi örugglega að bjóða einhverju fólki :( Ég var búinn að vera svo stressaður fyrir þessa ráðstefnu að ég hugsaði bara ekki um neitt annað! Sem þýddi það að ég var að bjóða fólki sem ég rakst á og spurði um veisluna en gleymdi eiginlega öllum öðrum! Veit ég er fífl, en það verður að hafa það. Það er til nóg af afgöngum, verið velkomin!
Best að fara að drífa sig í vinnuna... alvara lífsins tekin við :)
:: Jón Grétar 09:20 [+] ::
...
:: 25 febrúar, 2004 ::
Jón í útvarpinu
Það er aldeilis! Var í Íslandi í bítið í gær og er svo á leið í Radíó Reykjavík í kvöld :) Ég og Palli ætlum að fjalla um KISS og sérstaklega tónleikaplöturnar þeirra og þau áhrif sem þær höfðu á rokkheiminn.
Spilum bara gott rokk og höfum gaman að þessu :)
:: Jón Grétar 14:38 [+] ::
...
:: 23 febrúar, 2004 ::
Það er neblega það....

You're The Mists of Avalon!
by Marion Zimmer Bradley
You're obsessed with Camelot in all its forms, from Arthurian legend
to the Kennedy administration. Your favorite movie from childhood was "The Sword in
the Stone". But more than tales of wizardry and Cuban missiles, you've focused on
women. You know that they truly hold all the power. You always wished you could meet
Jackie Kennedy.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
:: Jón Grétar 15:27 [+] ::
...
:: 19 febrúar, 2004 ::
Ofurhetja
Mér finnst þessi ofurhetja nú ekkert vera neitt sérstaklega kúl:
http://www.liquidgeneration.com/quiz/images/banshee.jpg
To link it (the actual code):
Ætli ég verði ekki að taka prófið aftur
:: Jón Grétar 22:43 [+] ::
...
Gettu betur
Var að horfa á Menntaskólann Hraðbraut vinna FG í Bettu betur. Mér finnst alltaf jafn gaman að því að glápa á þetta. Fílaði líka Hraðbrautarliðið, sérstaklega gaurinn í Anthrax bolnum, hann virðist vera nokkuð mikill rokkari. Tekur keppninni ekki of alvarlega eins og margir í hinum liðinum. MR-ingar eru t.d. alveg hreint leiðinlegasta Gettu betur lið sem nokkru sinni hefur verið í keppninni. Það er sama hvaða ár það er, þeir eru alltaf eins og þeir séu með kústskaftið á bólakafi í rassgatinu og keppnin snúist um það hver fær að lifa sem lengst.
Algerlega óþolandi lið.
:: Jón Grétar 21:34 [+] ::
...
:: 13 febrúar, 2004 ::
Uppfærslur
Ég er búinn að vera ofvirkur að laga bloggið hérna undanfarið finnst mér. Búinn að bæta við fullt af linkum. Fleiri koma bráðum, því mér finnst linkarnir sýna vel hvað það er sem ég er að dútla.
Bæti við Carbondale og Dennett bráðum, er með fullt af fleiri linkum sem eiga að koma hér inn. Just you wait.
Ef ég hef gleymt að linka á einhvern, sendið mér bara póst og ég kippi því í lag :)
:: Jón Grétar 10:23 [+] ::
...
Heimsmaðurinn ég
Sá að Jón Ingvar var með skemmtilegt kort sem sýndi öll þau lönd sem hann hefur heimsótt. Það var 4% af löndum í heiminum. Ég er með sömu prósentutölu :) Kíkiði bara:

create your own visited country map
Voða merkilegt
:: Jón Grétar 10:01 [+] ::
...
Bíllinn minn
"Bíllinn minn. Ég elska bílinn minn" Þetta söng Gunnar Jökul á meistaraverki sínu Hamförum fyrir nokkrum árum. Ég elska ekki bílinn minn eins mikið. Það kviknaði í honum í gær! Bára var að keyra hjá nýja Náttúrufræðihúsinu þegar allt í einu kemur ógeðsleg lykt. Svo gýs upp mikill reykur. Bára náttúrulega bregst hárrétt við og slekkur á bílnum, tekur lykilin úr svissinum og fer út.
Hvað gerir bílhaugurinn þá? Heldur áfram að ganga í 1-2 mínútur! Það er búið að taka lyklana úr en hann gengur samt! Helvítis trega apparat! Bára hringdi í 112 og það var sendur löggubíll, tvö löggumótorhjól, sjúkrabíll og slökkvibíll, götunni var lokað og þeir skoðuðu þetta. Það var reyndar enginn eldur, Bára náði að koma í veg fyrri það með því að taka lyklana úr. Það voru víst einhverjir vírar sem voru lausir og snertu e-ð plast sem gerði það að verkum að var næstum kviknað í bílnum.
Mamma var svo yndæl að lána okkur bílinn sinn og ég plataði Tyrone til að kíkja á þetta með mér í kvöld.
SHI´!
:: Jón Grétar 08:41 [+] ::
...
:: 12 febrúar, 2004 ::
Léttir
Þá er ég búinn að skila inn innbundnum eintökum af B.A. ritgerðinni minni til skrifstofu Félagsvísindadeildar. Eitt fyrir deildina, eitt handa Hlöðunni og eitt fyrir Dr. MK. Ég hins vegar lét gera nokkur auka eintök. Dr. KG þarf náttúrulega sitt eintak sem aðstoðarleiðbeinandi, ég vill eiga tvö. Svo þarf þetta náttúrulega að vera notað til uppfræðslu á heimilum ættingja minna sem hafa pantað stykki. Voða gaman, níu stykki allt í allt! Gaman að þessu.
Ég, Þórir og Freysi erum að pæla í að fara að blogga saman. Það yrði þá á godfathers.blogspot.com voða skemmtilegt mar. Við erum jú guðfeður lil´ Tino þannig að nafnið á vel við. Höfum enn ekki gert mikið þar en það kemur. Þá verð ég farinn að tjá mig á þremur bloggsíðum! Voðalega liggur mér eitthvað mikið á hjarta!
Er núna í vinnunni hjá múttu. Hún er búin að vera veik svo lengi þannig ég er aðeins að létta á bunkunum sem munu bíða eftir henni þegar hún kemur aftur. Vona að ég geri þetta rétt :s Væri ekki gott að klúðra öllu svo illa að hún yrði bara veik aftur þegar hún kæmist til vinnu.
Best að halda áfram
:: Jón Grétar 14:37 [+] ::
...
:: 06 febrúar, 2004 ::
Brúðkaupskort
Við Bára fórum í gær og létum prenta prótó týpurnar af boðskortunum í brúðkaupið. Þetta verður voðalega sætt allt saman. Ætlum að liggja yfir þessu um helgina og ákveða hvernig þetta mun allt saman líta út.
Það verða víst um 150 manns boðið í veisluna sem verður haldin í Njarðvíkuskóla þann 19. júní 2004. Það er svolítið mikið. Ætlum að gifta okkur í salnum, ekkert kirkjustand. Ég var svo heppinn að finna mér yndislega konu sem auk þess að vera frábær er jafn trúlaus og ég. Það verður því fulltrúi sýslumanns sem pússar okkur saman í veislunni. Við erum að reyna að skipuleggja þetta þannig að það verði samt hátíðarblær á þessu. Ætlum að hafa giftinguna sjálfa sem part af veislunni, þannig að hægt verði að hafa gaman af þessu. Ekki sitja snöktandi í helgihúsi og mega ekki tala eða gefa upp hljóð. Nenni ekki svoleiðis.
Hugsa sér...ég ætlaði einu sinni að verða prestur! Hefði átt að leggja mig inn!!
:: Jón Grétar 09:36 [+] ::
...
:: 04 febrúar, 2004 ::
Þetta er allt að koma
Þetta var heiti bókar Hallgríms Helgasonar þar sem hann skrifar um MH í skemmtilegum hæðnistón. Það er nú engin hæðnistónn hjá mér þessa dagana þegar ég segi þetta. Ráðstefnan er á næstu dögum, nánar tiltekið 28-29 febrúar í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Fyrir þá sem ekki vita af hverju ég er í þessum barningi þá hefði heiðurssálfræðingurinn B.F. Skinner orðið 100 ára á þessu ári og ég ákvað að halda upp á það með Jöru og Palla. Fengum 9 stykki fræðimenn til að halda fyrirlestra og vonandi nokkra til að kynna rannsóknir. Voðalega gaman.
Það sem er síðan að koma núna er fjármagnið. Fengum fyrst ágætis summu frá rektor og gengum á fund félagsmálaráðherra í morgun og hann var svo góður að lofa okkur smá aur.
Vantar núna hjálp í að setja upp síðu ráðstefnunnar, bara inná heimasvæðinu mínu í HÍ, endilega gefið ykkur fram ;)
:: Jón Grétar 14:36 [+] ::
...
:: 20 janúar, 2004 ::
Framhaldsnám
Þá er kannski bara að fara að koma að því... við erum að fara til kanalands. Eða allavega reyna að plata einhvern skóla til að taka við okkur. Veit nú ekki hvernig það gengur.
Efstur á óskalistanum okkar er University of Illinois, Carbondale. Hérna er deildin sem við erum að vonast til að komast í.
Svo er hægt að kíkja á nánasta umhverfi hér.
Þetta er ekki sálfræðideild, heldur sér deild í atferlisgreiningu. En ég skoðaði líka sálfræðideildina sem er verulega spennó :D
Svo er það náttúrulega Tufts þar sem snillingurinn Daniel Dennett stýrir þessari líka skemmtilegu rannsóknarstofu.
Ef þið viljið kíkja á hvað það er sem ég hef mestan áhuga á þá skulið þið bara kíkja á listann yfir hvað þetta lið er að skrifa um... reyndar mest Dennett.
Vonandi gengur þetta
:: Jón Grétar 18:43 [+] ::
...
Erða nú!
Það vara nennir enginn að kommenta hérna að neðan! Voðalega er ég réttmæltur og æðislegur þar sem enginn vill spyrja eða undrast yfir mér.
Ég veit ég er æði
:: Jón Grétar 18:31 [+] ::
...
:: 10 janúar, 2004 ::
Stresskast
...eða þannig. Samkvæmt reglugerðum háskólans hefði ég átt að skila fyrsta uppkasti af lokaritgerðinni mini þann 5. janúar. En ég er enn að skrifa. Gæti svosem alveg hent einhverju inn en finnst það ósmekklegt. Reyni bara að rumpa þessu af sem fyrst.
Svo á ég að byrja að vinna í næstu viku, verð núna í nýja náttúrufræðihúsinu :D Geðveikt töff fyrir lítið gimp úr félagsvísindadeild með raunvísindakrump. Hlakka til að byrja að kenna e-ð sem ég er alveg handviss um að geta útskýrt í þaula. Reyna að koma með betra kennslumat næst!
Best að fara að skrifa
:: Jón Grétar 16:22 [+] ::
...
|