|
:: 12 desember, 2005 ::
Alveg að koma heim!!
Þá er að koma að þessu, ég fer að koma á klakann. Ef áætlun Iceland Express stenst (yeah right) þá verð ég lentur í Kef-City á fimmtudagskvöld klukkan 22:40. Gistum hjá tengdó í Keflavík og svo heim á föstudag. Voða næs. Verðum á landinu þar til 10. janúar en þá þarf ég víst að halda áfram þessu harki hérna. Vona að skráningar- og íbúðarmál verði komin næstum því á hreint þá!
Er búinn að tæma herbergið mitt, nenni ekki lengur að búa hjá Sameinuðu þjóðunum. Er búinn að spilla þýsku stúlkunni á efri hæðinni og við ætlum að finna íbúð saman hér í bæ þegar ég kem aftur til Galway. Hún kemur hingað 5. jan en ég þann 10. þannig að hún fékk það hlutverk að skoða íbúðir í fimm daga! Fluttit allt draslið mitt í herbergið hennar Janinu og svo væntanlega til Ash þegar ég kem til Galway aftur. Ég mun svo vera hjá Ash í nokkra daga á meðan við Janina finnum okkur eitthvað hljóðlátara og hreinna!!
Rannsóknartillagan var samþykkt en þarf víst að taka einhverjum breytingum. Nefndin fundaði á fimmtudag en ég hef ekkert heyrt í leiðbeinandanum mínum um hvað kom út úr því! Hún hefði nú getað sent mér sms á fimmtudag eða drullað sér í skólan á föstudag en hún var víst of þunn til þess. Er að fara að hitta hana eftir klukkutíma, vonandi verða þetta ekki einhver leiðindi.
Best að fara að lesa eitthvað! Sjáumst eftir nokkra daga!!!
:: Jón Grétar 12:19 [+] ::
...
:: 28 nóvember, 2005 ::
Enn um íra
Írar eru sífellt að koma mér á óvart. Þannig er mál með vexti að við erum 6 framhaldsnemar í einu herbergi sem er frekar þröngt. Núna eiga þrjú okkar að fara í herbergi á annarri hæð (við erum núna á fyrstu) og flytja allt okkar hafurtask með þar með talið skrifborð, skúffur og tölvur.
Það fyndna er að við megum ekki flytja dótið sjálf heldur verðum við að panta flutningamenn sem vinna hjá skólanum til að fara með draslið upp. Ástæðan fyrir þessu er sú að ef við meiðum okkur við að flytja þá gætum við kært skólann og skólinn vill það náttúrulega ekki!
Hvers konar USA vitleysa er þetta eiginlega!! Ofsóknarbrjálæði á háu stigi sem ég bjóst satt að segja ekki við að finna í ligeglað Írlandi. Ekki er nóg með að þetta lið hérna er gersamlega sneytt því að geta afkastað nokkrum sköpuðum hlut á stuttum tíma, í þokkabót þarftu að fara í gegnum pappírsstafla frá helvíti til að koma nokkru í verk!
Heitasta helvíti.
:: Jón Grétar 11:37 [+] ::
...
:: 25 nóvember, 2005 ::
Eric Carr
Þennan dag árið 1991 lést Eric Carr, trommari KISS. Í dag verður hlustað á Rockology plötuna hans, Creatures of the Night sem er platan þar sem trumburnar hans fengu fyrst að njóta sín. Án ef einn magnaðasti og áhrifamesti trommuleikur in the 80s´.
Í kvöld verður svo skálað fyrir minningu besta trommara sem KISS hefur haft.
SKÁL!
:: Jón Grétar 15:23 [+] ::
...
:: 24 nóvember, 2005 ::
Í Galway aftur...
Skrapp yfir til Báru á föstudaginn og eyddi með henni helginni og mánudeginum. Höfðum það voðalega gott saman og ég gerði mest litið nema að lesa og smakka hinar ýmsu tegundir af öli (ekki bjór, heldur öli) sem Wales-búar bjóða uppá. Enginn smá munur að geta fengið nýja tegund af öli á hverjum einasta pöbb í bænum. Annað en hérna hjá mér, ekkert nema Guinness á öllum krönum og sumir með Smithwicks líka sem er ögn ljósari. Fáir sem þora að bjóða uppá Murphy´s sem er miklu betri eða Beamish sem er ögn rammari en Guinness. Hvað þá að maður fái Kilkenny´s sem er alveg rosalega mjúkt og gott öl. Á litinn eins og Newcastle Brown en með áferð og froðu eins og Guinness. Himneskt alveg hreint. En ég hitti Báru aftur þann 15 des, þegar við fljúgum heim á leið og verðum á klakanum til 10 jan. Þá er Ásgeir (ekki blóð bróðir heldur skátabróðir) búinn að lofa að taka mig á jökul og ég er búinn að taka loforð frá drengjunum í Fjallaklúbbnum að við göngum á fjöll þegar ég er heima. Í skiptum fyrir slíkar ferðir er ég búinn að lofa að koma heim með gott írskt whiskey, Connemara. Þið getið kíkt á heimasíðuna þeirra hér til hliðar, bætti þeim við. Eins gott að setja inn það fáa sem gott er við þetta sker!
Er búinn með lokauppkast af rannsóknartillögunni minni, eða Research Proposalinu. Sendi það á Geraldine í dag og líka Jack sem er prófessorinn hér í deildinni. Fæ væntanlega smá feedback frá þeim bráðlega. Hef hins vegar ekki hugmynd um hvernig maður á að setja inn skjöl hér, eða hvort það er hægt yfir höfuð þannig að þið fáið víst ekki að lesa það sem ég er búinn að skrifa. Ekki strax allavega. Hugsa að þið séuð frávita af sorg yfir því.
Best að reyna að koma einhverju niður á blað.
:: Jón Grétar 14:44 [+] ::
...
:: 16 nóvember, 2005 ::
Ég hata íra!
Ekki alla svosem, bara þá sem keyra, sem eru víst flestir. Þannig er mál með vexti að ég á hjól og hjóla alltaf í skólann og spara þannig 20 mínútur af mínum tíma og slatta af ósóni þrátt fyrir að hjóla ekki stuttu leiðina. Hvað um það. Í morgun var ég að hjóla í skólann og eins og löghlýðinn borgari þá hjóla ég alltaf á götunni. Ég er að hjóla í mestu makindum vinstra megin þegar ég sé bíl vera á leiðinni út úr stæði vinstra megin við veginn á leið á hægri akgrein. Bílstjórinn sér mig, fer lengra út á götuna, horfir til beggja hliða og gáir hvort það séu fleiri bílar að koma og fer svo enn lengra út á götuna. Þarna er svo komið að ég þarf að snarstoppa hjólið og lulla framhjá honum til þess að skella ekki á húddinu hjá honum. Ég horfi á hann eins og hann sé vanþroskaður maður sem var við það að drepa mig og hvað gerir hann? Hann segir mér að "fuck off!!" Sem sönnum heiðursmanni sæmir þá geri ég ekkert í þessu, lyfti löngutöng vinstri handar í átt að vanvitanum sem verður við þetta svo reiður að hann ætlar að æða út úr bílnum. Nú veit ég ekki hvort hann fór út, ég var komin handan við hornið hugandi það hvort ég næði nú að hringja á Gardai (lögregluna) áður en maðurinn keyrði aftan á mig í bræði sinni. En, ekkert gerðist og ég komst heill á leiðarenda. Ég er búinn að eiga hjólið núna í u.þ.b. 3-4 vikur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem íri reynir að drepa mig með bílskrjóð. Þetta er ekki heldur í annað eða þriðja skiptið heldur fimmta (5ta) skiptið sem bílstjóri svínar á mig. Ekki bara svínar á mig af því að hann sér mig ekki, það skil ég og er ekkert að ergja mig of mikið á því. Nei, í 5. (fimmta) skiptið sem einhver vanþroskaður, illa gefinn íri með minnimáttarkend horfir á hjólið og gefur svo í.
Ég er enn að hugsa hvað ég á að gera í þessu. Er mest að hugsa um að kaupa mér öfluga teygjubyssu og nokkrar stálrær. Ef einhver svínar fyrir mig, að stöðva þá í mestu makindum og skjóta á svínið. En einnig kemur til greina að vera með trélurk með naglabút og láta hann rekast óþyrmilega í bílinn ef hann kemur of nálægt.
Hvað finnst ykkur?
:: Jón Grétar 20:16 [+] ::
...
:: 14 nóvember, 2005 ::
Þá er ég alveg að verða búinn með rannsóknartillöguna mína, loksins. Ætla að reyna að klára hana í vikunni og kíkja svo yfir til Báru um helgina og vera þar eitthvað fram í næstu viku. Þegar ég klára tillöguna og hún verður samþykkt þá set ég hana inn, bara svona ef einhver hefur áhuga á því að lesa skrýmslið.
Vill líka benda áhugasömum á http://www.neilswaab.com/ þar sem þið getið séð eina þá bitrustu myndasögu sem þið sjáið á netinu! Sem sagt, frábært í alla staði!
:: Jón Grétar 21:26 [+] ::
...
:: 20 október, 2005 ::
Undanfarnar vikur eru búnar að vera ansi viðburðaríkar, búinn að fá fullt af fólki í heimsókn til mín. Eða allavega fjóra :) 7-11 október komu mamma, pápi og brósi í heimsókn til mín. Þau gistu á gistiheimili sem ég fann fyrir þau sem er bara í 4 mín. fjarlægð frá mér. Við ferðuðumst nú ekki langt út fyrir Galway, ég bara tölti með þeim um bæinn, við kíktum á pöbbana og á veitingahúsin og höfðum það gott saman. Þau komu líka með 20 kg af fötum handa mér, lakkrís, súkkulaði, flatkökur og hangiálegg. Hangikjötið og flatkökurnar voru kláraðar í einum rikk, en ég á ennþá nammi eftir. Er að reyna að spara það aðeins. Bára kíkti svo til mín um daginn, bara nokkrum dögum eftir að familían hélt heim á leið. Við lásum saman (svolítið sorgleg hjón, en mjög dugleg!), kuftum smá jólagjafir og fórum út að borða. Fyrir utan að spjalla náttúrulega heilmikið saman ;) Það vildi annars svo skemmtilega til að ég fékk nýja herbergið mitt, með stóra rúminu, daginn sem Bára fór heim. Meira að segja eftir að hún var farin. Þannig að við þurftum að láta okkur nægja einbreytt rúm þessa daga sem hún var hérna. En það dugði sosum, við skiptumst á að geta ekki sofið neitt :D
Sá um daginn að það er flugvöllur hérna rétt norðan við Galway sem er að fara að bjóða uppá beint flug til Íslands. Það er víst einhver ferðaskrifstofa sem er að bjóða upp á borgarferðir til ýmissa borga í Evrópu og Reykjavík er ein þeirra. Ef þið kíkið á: http://www.knockairport.com/ þá sjáið þið City Breaks neðarlega á síðunni. Þar er svo hægt að velja Reykjavík. Kannski ég taki mér bara "city break" um jólin og skelli mér til Reykjavíkur :D
Er búinn að koma mér ágætlega fyrir á skrifstofunni minni. Búinn að snúa mér þannig að ég er með mitt eigið horn hér sem allir öfunda mig af. Það verður reyndar að viðurkennast að þetta er svolítið þröngt hérna, eða allavega er margt um manninn. 6 manns á sömu skrifstofunni og jafnvel fleiri að bætast í hópinn. En það gæti verið að það batni, að við fáum fleiri skrifstofur fyrir okkur. Það væri nú aldeilis ljúft maður!
Er ekki búinn að vera duglegur í dag, las bara um 80 síður frá því klukkan 9 í morgun. Það þýðir svona um það bil 10 blaðsíður á klukkutíma. Léleg frammistaða!
Best að fara heim og mæta snemma á morgun og gera eitthvað betra þá!
:: Jón Grétar 17:16 [+] ::
...
:: 02 október, 2005 ::
Vikan sem leið... er búin að vera nokkuð góð. Ég er kominn með aðstöðu í skólanum í herbergi með 4 öðrum rannsóknarnemum, búinn að fara með þeim einu sinni út að borða og svo á pöbbinn og í kvöld að fara á grínklúbbinn hérna í Galway.
Rannsóknartillagan mín er að taka á sig mynd, búinn að hripa niður á blað um það bil 1000 orð sem eru reyndar frekar samhengislaus. Þetta eru nú bara glósur í augnablikinu en þetta kemur saman á endanum.
Er hugsanlega að fá herbergi með tvöföldu rúmi en vonandi á sama verði og það sem ég er að leigja núna, 95 evrur á viku. Þar sem þetta hús sem ég leigji í er oft skammtímastoppistöð fyrir fólk þá er mikið af herbergjum að losna og ég fæ vonandi eitt af þeim... þannig að ég er ekki að flytja út.
Eins og fólk kannski hefur tekið eftir þá er ég búinn að stækka letrið, það er gert svo eldra fólkið geti lesið þetta betur, letrið var svolítið smátt. Það ætti að lagast núna.
Kíkið endilega á síðunna hennar Báru, þar sjáið þið myndir frá Galway og frá ferðum okkar hjónakorna.
:: Jón Grétar 13:36 [+] ::
...
:: 27 september, 2005 ::
Í dag fékk ég loksins bækurnar mínar :) Mamma sendi þær af stað með Jónum transport fyrir næstum tveimur vikum og þær áttu að vera komnar til mín eftir 24 tíma. En nei, þær auðvitað týndust í London. Í dag fékk ég svo kassana, sundurtætta og innplastaða, þó nokkrar bækur krumpaðar og Big Fish DVD hulstrið bókstaflega hrundi út í molum. Vona að það hafi engu verið stolið úr kassanum, þó svo að það sé vel líklegt.
Þannig að gott fólk, ekki nota Jóna transport og ekki nota TNT (tékkið á síðunni hennar Báru af hverju það er).
Fékk líka í dag herbergi með öðrum framhaldsnemum. Deili herbergi með 4 eða 5 öðrum, fékk þar skrifborð, skjalaskáp og tölvu sem reyndar er ekki enn nettengd. Ætla að taka mynd af aðstöðunni bráðlega og senda Magga Blöndal.... hann verður væntanlega nett öfundsjúkur :Þ Maggi, ef þú lest þetta: Flatscreen ma man og prentari inni í herberginu :D Já, það þarf ekki mikið til að gleðja mig þessa dagana.
Er að fara út að borða með hinum framhaldsnemunum núna klukkan 7 þannig að ég verð að fara að gera mig tilbúinn.
:: Jón Grétar 17:05 [+] ::
...
:: 22 september, 2005 ::
Þá er ég kominn aftur heim til Galway eftir mikla og undarlega ferð til Bangor í Wales. Ég fylgdi Báru í skólann á sunnudaginn, fórum fyrst með lest til Dublin, síðan með ferju til Holyhead í Wales og þaðan aftur með lest til Bangor. Við vorum búin að panta okkur herbergi á gistiheimili í Bangor og þegar við komum til Bangor báðum við leigubílstjóra að keyra okkur þangað. Hann horfði á okkur eins og við værum svolítið skrýtin og eftir smá samtal við aðra leigubílstjóra á svæðinu kom í ljós að við höfðum pantað okkur gistingu í Bangor á Norður Írlandi!! Ekki alveg samkvæmt áætlun. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá voru nemendur að hrúgast til Bangor (Wales) og flest gistirými því upptekin. Við náðum þó á endanum að finna ágætis gistiheimili sem var svolítið frá miðbænum. Við fórum svo í bæinn að fá okkur að borða og þá tók ekki betra við. Það var eiginlega allt lokað! Engin kaffihús voru opin, helmingur veitingastaðanna var lokaður og það eina sem var í miðbænum voru drukknir nemendur nýkomnir aftur úr klóm foreldra sinna. Ekki góð fyrstu kynni af Bangor (Wales).
Ég verð að viðurkenna að við Bára vorum ekkert allt of hrifin af þessu og vorum frekar kvíðin morguninn eftir þegar við fórum í bæinn. En, þá sáum við allt annann bæ. Löng og skemmtileg verslunargata með kaffihúsum og búðum sem selja það sem maður þarf, frábært útsýni og bara allt í lagi. Bangor (Wales) er rétt hjá miklu skólendi og út um gluggann á gistiheimilinu sáum við fallega fjallasýn sem kveikti hjá mér mikla göngulöngun. Ég sagði Báru að ef hún vildi sjá mig þegar ég kæmi í heimsókn til hennar þá þyrfti hún að fara að venja sig við að fara í fjallgöngur!
Ég kom svo heim í gær um miðnættið, eftir lúxus snekkjuferð frá Holyhead til Dublin og rútuferð til Galway sem tók þrjá og hálfan tíma. Er enn rosalega þreyttur þar sem við Bára erum búin að sofa á einbreiðu rúmi undanfarna viku og ég hef ekki getað sofið mikið. Er loksins að fara að hitta Geraldine á morgun og vonandi fer nú rannsóknartillagan að sjá dagsins ljós. Heyrði í henni í dag og hún hljómaði svolítið sakbitin, sem er gott. Er líka að fara að hitta Jack James sem er deildarforseti eða skorarformaður sálfræðideildarinnar. Hann mun vonandi skrifa eitthvað bréf handa mér sem segir að ég sé í námi þarna og þá get ég loksins sótt um lán til LÍN. Það er heldur ekki seinna vænna þar sem umsóknarfresturinn rennur út 30. september og LÍN fólkið er ekki alveg það sveigjanlegasta.
Þetta reddast...
:: Jón Grétar 18:13 [+] ::
...
:: 18 september, 2005 ::
On the road again... Á morgun förum við Bára til Bangor í Wales, ég verð nú að fylgja konunni minni í skólann :D Við munum vakna fyrir allar aldir og fara með 7:45 lestinni frá Galway til Dublin. Þaðan förum við á höfnina og tökum ferjuna yfir til Holyhead og þaðan verður svo rúta eða strætó til Bangor. Þar ætlum við að finna okkur gistiheimili eina nótt á meðan Bára lætur lesa yfir húsaleigusamninginn sinn og svo flytur hún inn.
Í gær var voðalega skemmtilegur kvöldverður hérna heima í SÞ. Við Bára fórum fyrst með Louis hinum spænska á markaðinn og keyptum í matinn. Þegar við komum heim var síðan eldað og á boðstólunum var kjúklingaréttur með paprikum og lauk, nautakjöt steikt á pönnu með hinum ýmsustu grösum, karrýhrísgrjón með radísum, rauðrófum og brómberjum og alls kyns ostar og grænmeti. Allt þetta drukkið með dýrindis rauðvíni. Það var ekki nema helmingur íbúanna með okkur. Louis, spænski ævintýramaðurinn sem er að skrifa bók, John írska verðandi sápustjarnan, Eric, sem hætti í enskunámi hér til að vinna í fjallahjólabúð og sænska stúlkan (sem ég man ekki hvað heitir) sem er hér að vinna með hesta. Mjög skemmtilegt.
Á meðan ég man... ef þið viljið senda sms eða hringja í mig þá er númerið: +353-870544286 Setti víst auka núll hérna fyrir neðan :)
:: Jón Grétar 12:53 [+] ::
...
:: 11 september, 2005 ::
Þá er ég kominn með nýtt símanúmer... er reyndar svolítið síðan ég fékk það en ég steingleymdi að setja það hér inn :þ
+353-0870544286
:: Jón Grétar 11:39 [+] ::
...
:: 09 september, 2005 ::
Þá er best að bæta fyrir syndir síðasta alvöru pósts. Eins og Þórir benti á þá lét ég liggja milli hluta að útskýra af hverju skólinn væri byrjaður en ég ekki byrjaður í honum. Þannig er það að þar sem ég er rannsóknarnemandi þá þarf kennarinn minn (Geraldine) að samþykkja rannsóknaráætlunina mína og leggja hana fyrir nefnd áður en ég get byrjað formlega í skólanum. Ég ætlaði að gera þetta áður en ég kom hingað en Geraldine vildi frekar við gerðum þetta saman. Þannig að ég beið. Þegar ég kom hingað var Geraldine hins vegar svo upptekin að skipuleggja ráðstefnu í Póllandi (sem ég fór ekki á sökum peningaskorts) að hún gat ekki sest yfir þetta með mér. Þannig að: Ég henti saman rannsóknaráætlun með smá rökstuðningi og hún er að lesa það í Póllandi (vonandi). Ég hins vegar get ekki byrjað í skólanum eða skráð mig sem nemanda fyrr en hún kemur aftur.
Þannig að undanfarna viku hef ég notað í að dandalast og gera ekki neitt, kaupa mér í matinn og hinar ýmsu nauðsynjar (handklæði, ilmkerti, myndasögublöð, kaffikönnu). Í dag festi ég svo kaup á hjóli, með lás, bögglabera og brettum á aðeins 175 evrur. Ágætis fákur sem ég vona að bili ekki alveg strax.
:: Jón Grétar 13:26 [+] ::
...
:: 08 september, 2005 ::
Þetta eru löndin sem ég hef farið til, heil 12 lönd að Íslandi meðtöldu eða alls um 5% af löndum heimsins. Ekki nógu gott, bæta nokkrum við næsta sumar :D
create your own visited country map or check our Venice travel guide
:: Jón Grétar 20:14 [+] ::
...
:: 06 september, 2005 ::
Kominn til Galway
Þá er ég kominn til Galway, búinn að koma mér fyrir hér og tilbúinn að byrja í skólanunm. Það vill reyndar svo til að skólinn er byrjaður en ekki ég... kem að því á eftir. Þetta er búin að vera skemmtileg vika so here goes:
Lagði af stað á laugardeginum fyrir rúmri viku. Fyrsta stopp: Stanstead, London. Ekkert merkilegt þar sosum, nema það að ég þurfti að borga 99 pund í yfirvigt fyrir farangurinn minn. Allt í lagi, ég viðurkenni að ég var með heil 30 kíló en Ryan Air leyfir aðeins 15 kg.
Ég lenti seint í Dublin og komst á "hótelið" um klukkan 1 að nóttu. Þar kannaðist enginn við það að hafa fengið bókun á netinu en næturvörðurinn leyfði mér samt að fá herbergi og alles. Voða góður kall með uppsnúið yfirvaraskegg. Þegar ég mætti á staðinn var hins vegar spænsk kona að vesenast í móttökunni. Við fórum að spjalla og það kom í ljós að hún var ein að vesenast líka. Morguninn eftir settist hún hjá mér í morgunmatnum og fór að spyrja mig um Dublin eins og ég væri innfæddur. Þá kom í ljós að hún var ekki alveg viss á muninum á Ireland og Iceland... allavega ekki fyrr en ég sagði með miklum spænskum tilþrifum "Isl-land-ia!"... þá skyldi hún mig. Svo fór á endanum að við eyddum deginum saman í að vafra um Dublin. Ég verð að viðurkenna að það var svolítið undarlegt að vafra um Dublin með ókunnugri spænskri konu um fertugt, með rautt og bleikt hár... en það var ágætt að hafa einhvern að spjalla við.
Því næst fór ég til Galway, með allt mitt hafurtask og var kominn þangað um hálf ellefu að kvöldi. Þar tók Geraldine á móti mér á lestarstöðinni. Geraldine er leiðbeinandinn minn og verulega yndæl ung kona. Lítil ljóshærð og einungis 32 ára! Það nægir til þess að láta mig fá ögn af minnimáttarkennd... þangað til ég fattaði að þeir byrja í háskóla 17 ára og hún kláraði doktorinn 25 ára. Þegar við komum heim til hennar var kærastinn hennar, hann Paul, búinn að elda frábærann mat. Einhverskonar enska kássu með alls kyns grænmeti og góðgæti í.
Þessa undanfarna viku hef ég notað til að kynnast bænum aðeins og leitað mér að húsnæði en Geraldine var svo góð að leyfa mér að gista hjá sér meðan ég var að leita. Ég er þegar kominn með uppáhalds kaffihús í miðbænum, ekki í aðal verslunargötunni heldur við hliðina. Fann líka bókabúð sem selur notaðar bækur og þar keypti ég fyrir smotterý um daginn ;) Paul hefur svo verið svo yndæll að lóðsa mig um pöbbana í bænum. Við erum búnir að fara tvisvar á "pub crawl" eins og hann kallar það. Þá drekkum við helst aldrei meira en einn bjór á hverjum stað. Þannig fæ ég að sjá marga pöbba á einu kvöldi :D Ég er hins vegar ekki búinn að koma mér upp uppáhalds pöbb, en Paul segir að ég eigi eftir að sjá tvo sem gætu verið það!
En, nú er ég kominn í "mitt eigið". Leigi herbergi í fyrrum Bed og Breakfast þar sem 9 aðrir eru að leigja! Það er ágætt, þar fæ ég að kynnast fólki og herbergið er nægilega snyrtilegt fyrir mig. Skemmtilegast við þetta er að húsið er aðeins 15 mín labb frá bænum, 5 mín frá ströndinni og 15-20 mín frá skólanum. Svo eru að ég held engir tveir af sama þjóðerni hérna, sem gerir þetta að hálfgerðu útibúi sameinuðu þjóðanna!
En, best að fara að koma sér að verki. Ætla að kíkja í skólann og sjá hvort ég fái einhverja kompu þar :)
:: Jón Grétar 12:19 [+] ::
...
:: 04 ágúst, 2005 ::
ARMENIA, HERE I COME!!
Jamm, í fyrramálið klukkan eldsnemma fer ég til Armeníu. Frá 6-14 ágúst verður þar ráðstefna á vegum Euroðean Youth Council (held það sé örugglega rétt hjá mér). Hins vegar ætla ég og ferðafélaginn að vera þarna fram til 16. til að skoða land og þjóð :)
Síðan kem ég heim og mun hafa 11 daga til að gera mig tilbúinn fyrir Írlandsferð, pakka mínu hafurtaski, flokka það og klára vinnuna. Nóg að gera hjá mér :D
Bless í bili
:: Jón Grétar 15:07 [+] ::
...
:: 25 apríl, 2005 ::
Meiri breytingar
Ákvað í gær í samráði við Báru að ég flyt á Öldugrandann, það mun gerast núna í vikunni. Ætla að vera þar þar til við flytjum út, hvort heldur sem það verður saman eða í sitt hvoru lagi. Gaman að þessu :)
Skellti mér upp á Helgafell í gær með Jóni Ingvari. Mættu þarna fullt af fólki, þessir smátindar í kringum höfuðborgina eru alltaf eins og samkomustaðið þegar veðrið er svona gott. Fín, núna er mér illt í löppunum af því að ég teygði náttúrulega ekkert en fékk engann lit í andlitið af því að ég er næpa að eðlisfari. Frábært. En ég er samt hetja að fara þarna upp!
:: Jón Grétar 13:20 [+] ::
...
:: 21 apríl, 2005 ::
Lífsreglurnar
Nýlega var ég að lesa mér til um atferlisstefnuna og B.F. Skinner (reyndar virðist ég alltaf vera að því en látum það liggja milli hluta) og komst mér til mikillar ánægju að nýjum hlut sem ég vissi ekki um Skinner. Kallinn var allt að því sjálfshjálpargúrú! Í einni af bókunum sínum skrifar Skinner um útópíu, fyrirmyndarsamfélag, sem notfærði sér hugmyndir atferlisstefnunnar til stjórnunar. Þetta vissi ég. Það sem ég vissi ekki var að Skinner setti fram 10 hugmyndir eða ráð að betra lífi í innganginum að þessari bók.
Hér eru þær: 1. No way of life is inevitable. Examine yours closely. 2. If you do not like it, change it. 3. But do not try to change it through political action. Even if you succeed in gaining power, you will not be able to use it any more wisely than your predecessors. 4. Ask only to be left alone to solve your problems in your own way. 5. Simplify your needs. Learn to be happy with fewer possessions.. 6. Build a way of life in which people live together without quarreling, in a social climate of trust rather than suspicion, of love rather than jeolousy, of cooperation rather than competition. 7. Maintain that world with gentle but pervasive ethical sanctions rather than police or military force. 8. Transmit the culture effectively to new members through expert child care and a powerfull educational technology. 9. Reduce compulsive labour to a minimum by arranging the kind of incentives under which people enjoy working. 10. Regard no practice as immutable. Change and be ready to change again. Accept no eternal verity. Experiment.
Sem sagt. Ekki sætta þig við hlutina eins og þeir eru ef þú ert ekki ánægður, breyttu þeim. Reyndu að byggja upp traust og milli fólks. Sættu þig við að þú þarft ekki að kaupa allt það nýjasta og besta strax. Í ljósi breyttra aðstæðna hjá mér finnst mér þetta vera við hæfi. Skoða lífið sem þú lifir með gagnrýnum augum, sættu þig við að breytinga gæti verið þörf og prófaðu hvað virkar.
Það er gott.
:: Jón Grétar 16:11 [+] ::
...
:: 29 mars, 2005 ::
Í tilefni páskana ákvað ég að fylgja í kjölfar Þóris félaga míns og taka trúarprófið og gá hvar ég stend... bara svona til að taka af allan vafa.
| You scored as atheism. You are... an atheist, though you probably already knew this. Also, you probably have several people praying daily for your soul.
Instead of simply being "nonreligious," atheists strongly believe in the lack of existence of a higher being, or God.
atheism | | 100% | Satanism | | 75% | Paganism | | 67% | Judaism | | 46% | agnosticism | | 42% | Buddhism | | 33% | Islam | | 21% | Christianity | | 8% | Hinduism | | 0% |
Which religion is the right one for you? (new version) created with QuizFarm.com |
Jújú 100% trúleysingi sem trúir ekki á nokkurn skapaðan hlut. Áhugavert að ég er 75% satanisti. Satanismi eins og ég skil hann eru reyndar mjög einstaklinssinnuð trúarbrögð og ekki eins rosalega gjörn á fyrirgefningu og kristni. Satanismi er í raun kominn frá gamaldags paganisma eða náttúrutrú en kirkjan hefur málað náttúrutrú sem illa og gefið því of illt nafn. Þannig ekki rugla saman unglingum sem hlusta á dauðarokk og alvöru "satanisma" eða trú á Bealzebub (sem var hebreskur náttúruguð að ég held).
:: Jón Grétar 17:45 [+] ::
...
:: 13 mars, 2005 ::
Í leiðindum, procrastinating og allsherjar bömmer hef ég lítið annað að gera en að skoða og taka ömurleg og undarleg persónuleikapróf á netinu. Þetta er það nýjasta, merkilega gott bara finnst mér. Sérstaklega þar sem ég er ekki neitt sérlega mikið fyrir svona persónuleika kjaftæði og netprófanir af neinum toga...
You are 'programming in QBASIC'. This programming language (of which the acronym stands for 'Quick Beginners' All-purpose Symbolic Instruction Code'), which is so primitive that it cannot easily be used for any purpose involving the Internet nor even sound, was current more than a decade ago.
You are independent, in a good way. When something which you need cannot be found, you make it yourself. In writing and in talking with people, you value clarity and precision; your friends may not realize how important that is. When necessary, you are prepared to be a mediator in conflicts between your friends. You are very rational, and you think of things in terms of logic and common sense. Unfortunately, your emotionally unstable friends may be put off by your devotion to logic; they may even accuse you of pedantry and insensitivity. Your problem is that programming in QBASIC has been obsolete for a long time.
What obsolete skill are you? brought to you by Quizilla
:: Jón Grétar 17:40 [+] ::
...
:: 27 janúar, 2005 ::
Minn "innri maður" eða eitthvað
Var að taka aðal persónuleikapróf allra nörda. Dungeons and dragons peronality test. Voða voða fyndið. Svona kom ég út:
I Am A: Neutral Good Human Fighter Ranger
Alignment:
Neutral Good characters believe in the power of good above all else. They will work to make the world a better place, and will do whatever is necessary to bring that about, whether it goes for or against whatever is considered 'normal'.
Race:
Humans are the 'average' race. They have the shortest life spans, and because of this, they tend to avoid the racial prejudices that other races are known for. They are also very curious and tend to live 'for the moment'.
Primary Class:
Fighters are the warriors. They use weapons to accomplish their goals. This isn't to say that they aren't intelligent, but that they do, in fact, believe that violence is frequently the answer.
Secondary Class:
Rangers are the defenders of nature and the elements. They are in tune with the Earth, and work to keep it safe and healthy.
Deity:
Lathander is the Neutral Good god of spring, dawn, birth, and renewal. His followers believe in new beginnings, and work for the betterment of all. They have no preferred weapon, but they typically wear plate mail and a shield, with red and yellow tinting. Lathander's symbol is rosy pink disk, typically cut from rose quartz.
Find out What D&D Character Are You?, courtesy ofNeppyMan (e-mail)
Hvað finnst ykkur? Alveg ekta ég er það ekki?
:: Jón Grétar 09:58 [+] ::
...
|